Sólheimakirkja

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Það er kirkjuskóli í Sólheimakirkju á laugardaginn kl. 13:30.  Börn úr sveitinni sérstaklega velkomin. Messa sunnudaginn 17. september Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur prédikar Laufey Geirlaugsdóttir syngur Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar fyrir altari Ester Ólafsdóttir er organisti Valdís Ólöf Jónsdóttir er meðhjálpari Eyþór Jóhannsson er kirkjuvörður Reynir Pétur Steinunnarsson leikur á munnhörpu fyrir messuna. Allir hjartanlega velkomnir.  

ATH !

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sundlaugin á Borg verður lokuð 4. – 11. september vegna lagfæringar á stétt við sundlaugarbakkann. Opnað aftur þriðjudaginn 12. september.  

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

416. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 6. september 2017 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 416.06.09.17  

Fjallferðir og réttir 2017

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Grímsnes  Farið verður á fjall í Grímsnesi föstudaginn 8. september  Réttað verður í Kringlumýri þriðjudaginn 12. september kl. 10:00 Klausturhólaréttir verða miðvikudaginn 13. september kl. 10:00  Veðurspá/veður getur haft áhrif á allar dagsetningarnar  Grafningur  Farið verður á fjall í Grafningi föstudaginn 15. september Grafningsréttir verða mánudaginn 18. september kl. 9:45  

Myrra Rós á Sólheimum

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 19. ágúst klukkan 14:00 í Sólheimakirkju. Myrra Rós er tónlistarkona úr Hafnarfirði. Hún hefur gefið út tvær plötur undir sínu nafni á vegum þýska útgáfu fyrirtækisins Beste Unterhaltung en þær eru Kveldúlfur (2012) og One amongst others (2015) Tónlist hennar má lýsa sem draumkenndu lo-fi þjóðlagapoppi þar sem rödd og gítar spila saman aðalhlutverk.  

Lífræni dagurinn

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Lífræni dagurinn Talið er að lífræn og lífelfd ræktun á Norðurlöndum hafi fyrst farið fram á Sólheimum. Við höldum upp á það á hverju sumri með Lífræna deginum sem í ár er laugardagurinn 12. ágúst klukkan 12-18. Markaðurinn verður settur upp inni í versluninni Völu og verða allar Sólheimavörurnar til sölu með góðum afslætti. Hér getur þú gert góð kaup. Eldsmiður sýnir handbragð … Read More

Til upplýsinga; fasteignagjöld-heimagisting

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Grímsnes- og Grafningshreppi hefur borist fjöldi fyrirspurna frá einstaklingum sem eiga fasteignir innan sveitarfélagsins um tilhögun álagningar fasteignaskatts á árinu 2017 en fasteignareigendum sem fengið hafa leyfi til heimagistingar hefur verið gert að greiða sama skatthlutfall fasteignarskatts og fasteignareigendum almenns atvinnuhúsnæðis innan sveitarfélagsins á grundvelli laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga vegna þess tímabils sem þeir hyggjast nýta fasteignir sínar … Read More

Sólheimakirkja-Unnur Sara Eldjárn

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 22. júlí klukkan 14:00 í Sólheimakirkju Unnur Sara Eldjárn syngur á frönsku fjörug lög eftir Serge Gainsbourg og Edith Piaf ásamt píanóleikara. Velkomin á Sólheima   Sýningar, Hvað hef ég gert! “ Tímalína meðalhita jarðar síðustu 22.000. árin gerð góð skil!,, í Sesseljuhúsi Samsýning vinustofa í Ingustofu Verslun og kaffihús, komdu og njóttu með okkur á Menningarveislu Sólheima.

Heldriborgaraferð 2017

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sjá myndir hér: Myndir sumarferð 2017 Fimmtudaginn 22. júní síðastliðinn bauð Kvenfélag Grímsneshrepps íbúum 60 ára og eldri í árlega dagsferð. 25 manns mættu í ferðina í ár. Lagt var af stað frá Borg kl. 10.00 og bættum við okkur nokkrum farþegum á Selfossi. Fyrsta stopp var í Þingborg þar sem ullarvinnslan og galleríið var skoðað. Ókum því næst sem … Read More

Sólheimakirkja – Kristi Hanno

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 15. júlí klukkan 14:00 í Sólheimakirkju Kristi Hanno klarinettuleikari frá Bandaríkjunum mun flytja nokkur klarinettuverk eftir ýmis tónskáld. Velkomin á Sólheima Sýningar, Hvað hef ég gert!  Í Sesseljuhúsi og samsýning vinustofa í Ingustofu Verslun og kaffihús komdu og njóttu með okkur.  

Umhverfisverðlaun 2017

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Umhverfisverðlaun 2017 í Grímsnes- og Grafningshreppi  Tilnefningar óskast!  Í fyrra voru umhverfisverðlaun Grímsnes- og Grafningshrepps veitt í fyrsta skipti. Þau hlutu íbúar Sólheima fyrir það að taka þátt í að skapa sjálfbært samfélag og vera öðrum fyrirmynd og hvatning til góðra verka í þágu umhverfisins. Nú í ár óskar umhverfisnefnd eftir tilnefningum frá íbúum í sveitarfélaginu. Umhverfisverðlaun verða veitt þeim … Read More

Frá Leikfélaginu Borg

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Frá Leikfélaginu Borg Leikfélagið Borg heldur leiklistanámskeið fyrir börn og ungmenni dagana 8.—10. ágúst Námskeiðið verður á Borg, mikið úti og kannski eitthvað inni fer eftir veðri. Tímar og hópar fara eftir fjölda og aldri þátttakenda, í framhaldinu verður þátttaka í Grímsævintýrum 12. ágúst  fyrir þá sem það vilja. Skráning á netfangið leikfelagidborg@gmail.com eða í síma 894-0932  

Til upplýsingar: Fasteignagjöld og heimagisting.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Grímsnes- og Grafningshreppi hefur borist fjöldi fyrirspurna frá einstaklingum sem eiga fasteignir innan sveitarfélagsins um tilhögun álagningar fasteignaskatts á árinu 2017 en fasteignareigendum sem fengið hafa leyfi til heimagistingar hefur verið gert að greiða sama skatthlutfall fasteignarskatts og fasteignareigendum almenns atvinnuhúsnæðis innan sveitarfélagsins á grundvelli laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga vegna þess tímabils sem þeir hyggjast nýta fasteignir sínar … Read More

Valgeir Guðjónsson

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 8. júlí klukkan 14:00 í Sólheimakirkju Valgeir Guðjónsson er sá listamaður sem oftast hefur komið til okkar. Hann mun flytja lög úr eigin sarpi. Velkominn á Sólheima   Sýningar, Hvað hef ég gert! Í Sesseljuhúsi og samsýning vinustofa í Ingustofu Verslun og kaffihús komdu og njóttu með okkur.

Sólheimakirkja

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kirkjudagur í Sólheimakirkju Messa með altarisgöngu sunnudaginn 2. Júlí kl. 14 Sr Kristján Valur Ingólfsson og Sr. Sveinn Alfreðsson þjóna fyrir altari Organisti: Ester Ólafsdóttir Meðhjálpari: Valdís Ólöf Jónsdóttir Kirkjuvörður: Eyþór K. Jóhannsson Munnhörpuleikur: Reynir Pétur Steinunnarsson   Verið öll hjartanlega velkomin á kirkjudag í Sólheimakirkju

Menningarveisla Sólheima 2017 – Hljómsveitinn Sæbrá

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Hljómsveitinn Sæbrá, heimagerð sápa og kirkjudagurinn á Sólheimum Laugardaginn 1. júlí klukkan 14:00 í Sólheimakirkju Sæbrá Hljómsveitina skipa þrjár ungar konur sem syngja eigið efni. Velkominn á Sólheima Laugardaginn 1. júlí klukkan 16:00 í Sesseljuhúsi. Umhverfisfræðsla,  Caitlin Wilson frá Landvernd. Kennsla í heimagerðum snyrtivörum úr lífrænu hráefni.   Sunnudagin 2. júlí kl. 14:00 kirkjudagurinn Guðsþjónusta í Sólheimakirkju Sr. Kristján Valur … Read More

Listasafn Árnesinga – Sköpun sjálfsins

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Sköpun sjálfsins expressjónismi í íslenskri myndlist frá 1915 til 1945 Á sýningunni eru verk eftir frumkvöðla íslenskrar nútímalistar sem urðu fyrir áhrifum frá verkum þýskra og franskra expressjónista á fyrstu áratugum 20 aldarinnar. Verkin spanna þrjátíu viðburðarík ár þar sem saga íslenskrar myndlistar fléttast saman við menningarlega og pólitíska sjálfstæðisbaráttu millistríðsáranna, sem lýkur þegar Ísland fær sjálfstæði árið 1944. Í … Read More

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða:

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Leikskólakennara í 100% störf Helstu verkefni og ábyrgð Starfar eftir starfslýsingu leikskólakennara undir stjórn deildarstjóra. Menntunar og hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun Reynsla æskileg Góða færni í samskiptum Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Vilji til að gera góðan skóla betri. Ef ekki fást leikskólakennara verða aðrir ráðnir tímabundið í störfin.   Stuðningsfulltrúa á yngsta stig í … Read More

Golfnámskeið Kiðjabergi

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Námskeið fyrir krakka á aldrinum 9—14 ára verður haldið 26. til 30. júní á golfvellinum Kiðjabergi. Námskeiðið er frá kl. 9.00 til kl. 13.00. Námskeiðið er frítt, matur innifalinn. Kennd er grip, sveifla og einbeiting. Púttkennsla á pútt gríni og æfinga á nyrðri velli við gamla bæinn. Skráning: gkb@gkb.is Kennari Pálmi Þór Pálmason brons verðlaunahafi frá Ólympíuleikum í LA.  

SUNDNÁMSKEIÐ

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

SUNDNÁMSKEIÐ í sundlauginni á Borg Námskeiðið byrjar mánudaginn 26. júní og lýkur 7. júlí.  (10 skipti) Verð 12.000kr. Tíminn er frá 13:00 til ca 14:15 og er skipt í tvo hópa. Fyrri hópur:  13:00-13:35. Fædd. 2011 og yngri. Seinni hópur: 13:35-14:10.  Fædd. 2010 og eldri. Kennari er Magnús Tryggvason. Skráning er á netfangið antoniah1704@gmail.com UMF HVÖT  

Menningarveisla Sólheima

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 24. Júní Klukkan  14:00 í Sólheimakirkju Lay Low, Lovísa Elísabet, vinnur nú að sinni 4 plötu. Hún mun flytja nokkur vel valin lög, ókeypis aðgangur             Hestar á Sólheimum klukkan 15:00 við Völu Teymt undir ljúfum hestum Bubbi og Stebba frá Vorsabæ 2 gleðja litla og stóra                                                                Jónsmessu – útijóga á Sólheimum Klukkan  16:00  við Grænu Könnuna. … Read More

Heldriborgaraferð 2017

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Nú er komið að okkar árlegu Heldriborgaraferð 🙂 Að vanda býður Kvenfélag Grímsneshrepps íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps, 60 ára og eldri, í dagsferð. Í ár ætlum við að fara fimmtudaginn 22. júní og tökum stefnuna austur undir Eyjafjöllin til Víkur með viðkomu í Þingborg. Skráning þarf að berast í síðasta lagi sunnudaginn 18. júní nk.  Brottför frá Borg kl. 10.00 … Read More

ÍBÚAFUNDUR 20. JÚNÍ

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Íbúafundur verður haldinn í Félagsheimilinu Borg þriðjudaginn 20. júní n.k. kl. 19:30  Dagskrá: Flokkun á sorpi. Ársreikningur Grímsnes– og Grafningshrepps 2016. Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps. Önnur mál.  Sveitarstjórn  

Umgengni við ruslagáma

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Umgengni við ruslagáma sveitarfélagsins hefur ekki verið til fyrirmyndar undanfarið. Allt rusl annað en heimilissorp á að fara með á Gámastöðina í Seyðishólum, þar er frítt að henda í þar til gerða gáma. Ef ekki verður gengið betur um gámana verður að fjarlægja þá og þá þarf að fara með allt rusl í Seyðishóla, það vill enginn hafa þetta svona … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

412. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 7. júní 2017 kl. 9.00 f.h. FB 412.07.06.17

Heim úr öllum áttum

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Heim úr öllum áttum er heiti dagskrár sem flutt verður í Listasafni Árnesinga laugardaginn 3. júní kl. 15.00. Þá flytja ljóðskáldin Anna Mattsson, Axin Welat, Kristín Bjarnadóttir og Louise Halvardsson ljóð á fimm tungumálum; arabísku, ensku, íslensku, kúrdísku og sænsku. Þær Anna, Axin, Kristín og Louise eru allar meðlimir í sænska ljóðahópnum PoPP sem stendur fyrir Poeter orkar Poetiska Projekt og þýða mætti, … Read More

Minnum á kynningarfundinn á morgun 11.05 2017 um fjarnám sem haldinn verður á Hótel Selfossi

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Um leið og ég leyfi mér að minna á kynningarfundinn á morgun um fjarnám sem haldinn verður á Hótel Selfossi fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 14:15 vek ég athygli á beinni útsendingu af fundurinn en hægt verður að horfa á hann á YouTube rás, sbr.: https://www.youtube.com/channel/UC9ees4Ko7Tcu7o2nKlnt8iQ/live Boðið verður upp á gagnvirkni fyrir þá sem fylgjast með fundinum í beinni. Vilji … Read More

„Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

„Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“ Íbúafundir um mögulega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu. Nú stendur yfir greining á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin í Árnessýslu í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af samstarfsnefnd sveitarfélaganna og ráðgjafarsviði KPMG. Boðað er til íbúafunda vegna þessa verkefnis í hverju sveitarfélagi fyrir sig: Bláskógabyggð – Aratunga í Reykholti – fimmtudaginn 18. maí … Read More

SUMARSTARF

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Velferðarþjónusta Árnesþings óskar eftir starfsmanni i sumarafleysingar til að sinna félagslegri heimaþjónustu á heimilum i Uppsveitum Árnessýslu og Flóa. Helstu verkefni eru almenn þrif, aðstoð við persóulega umhirðu og veita félagslegan stuðning og hvatningu. Starfsmaður þarf ad hafa bíl til umráða. Umsóknafrestur er til 20. maí 2017 Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna á … Read More

Ævintýrakistan – Aukasýning

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Leikfélag Sólheima kunngjörir: Ævintýrakistan – Aukasýning Vegna fjölda eftirspurna hefur verið ákveðið að slá upp aukasýningu, Laugardaginn 6.maí klukkan 14:00 í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum. Ýmislegt nýtt á eftir að birtast upp úr ævintýrakistunni og heilla ykkur upp úr skónum. Það spáir skrítnum sögum, sól og blíðu. Ekki láta þig vanta! 🙂 Leikfélag Sólheima sýnir nýtt íslenskt barnaleikrit, Ævintýrakistan. Höfundur er … Read More

TEXTÍLNÁMSKEIÐ

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kvenfélag Grímsnes ætlar að halda textilnámskeið fimmtudaginn 4. maí kl. 20.00 í myndlistarrými Kerhólsskóla. Við ætlum að læra að prenta á textil eins og föt, töskur og fl. Lærum að taka hvaða mynd sem er og yfirfæra hana á textilefni. Tilvalið í allskyns gjafir. Allar konur í Grímsnes- og Grafningshreppi velkomnar og endilega takið vinkonurnar með. Ekkert námskeið- eða efnissgjald, … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

410. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 3. maí 2017 kl. 9.00 f.h. FB 410.03.05.17