Minnum á kynningarfundinn á morgun 11.05 2017 um fjarnám sem haldinn verður á Hótel Selfossi

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Um leið og ég leyfi mér að minna á kynningarfundinn á morgun um fjarnám sem haldinn verður á Hótel Selfossi fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 14:15 vek ég athygli á beinni útsendingu af fundurinn en hægt verður að horfa á hann á YouTube rás, sbr.: https://www.youtube.com/channel/UC9ees4Ko7Tcu7o2nKlnt8iQ/live Boðið verður upp á gagnvirkni fyrir þá sem fylgjast með fundinum í beinni. Vilji … Read More

„Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

„Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“ Íbúafundir um mögulega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu. Nú stendur yfir greining á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin í Árnessýslu í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af samstarfsnefnd sveitarfélaganna og ráðgjafarsviði KPMG. Boðað er til íbúafunda vegna þessa verkefnis í hverju sveitarfélagi fyrir sig: Bláskógabyggð – Aratunga í Reykholti – fimmtudaginn 18. maí … Read More

SUMARSTARF

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Velferðarþjónusta Árnesþings óskar eftir starfsmanni i sumarafleysingar til að sinna félagslegri heimaþjónustu á heimilum i Uppsveitum Árnessýslu og Flóa. Helstu verkefni eru almenn þrif, aðstoð við persóulega umhirðu og veita félagslegan stuðning og hvatningu. Starfsmaður þarf ad hafa bíl til umráða. Umsóknafrestur er til 20. maí 2017 Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna á … Read More

Ævintýrakistan – Aukasýning

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Leikfélag Sólheima kunngjörir: Ævintýrakistan – Aukasýning Vegna fjölda eftirspurna hefur verið ákveðið að slá upp aukasýningu, Laugardaginn 6.maí klukkan 14:00 í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum. Ýmislegt nýtt á eftir að birtast upp úr ævintýrakistunni og heilla ykkur upp úr skónum. Það spáir skrítnum sögum, sól og blíðu. Ekki láta þig vanta! 🙂 Leikfélag Sólheima sýnir nýtt íslenskt barnaleikrit, Ævintýrakistan. Höfundur er … Read More

TEXTÍLNÁMSKEIÐ

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kvenfélag Grímsnes ætlar að halda textilnámskeið fimmtudaginn 4. maí kl. 20.00 í myndlistarrými Kerhólsskóla. Við ætlum að læra að prenta á textil eins og föt, töskur og fl. Lærum að taka hvaða mynd sem er og yfirfæra hana á textilefni. Tilvalið í allskyns gjafir. Allar konur í Grímsnes- og Grafningshreppi velkomnar og endilega takið vinkonurnar með. Ekkert námskeið- eða efnissgjald, … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

410. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 3. maí 2017 kl. 9.00 f.h. FB 410.03.05.17

Ævintýrakistan

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Lokasýningarhelgi!  Ævintýrakistan Leikfélag Sólheima sýnir nýtt íslenskt barnaleikrit, Ævintýrakistan Höfundur er leikstjórinn Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og tónlistina semur Þröstur Harðarson, kokkur á Sólheimum. Í Ævintýrakistunni eru sett saman þrjú þekkt Grimms ævintýri, Gullgæsin, Stígvélaði kötturinn og Brimarborgarhljómseitin. Rúmur helmingur íbúa og starfsmana Sólheima koma á einhvern hátt að sýningunni. Nú eru bara tvær sýningar eftir: Laugardaginn 29. apríl Lokasýning verður … Read More

Gísli á Uppsölum á lofti Gamla-bankans

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Gísli á Uppsölum á lofti Gamla-bankans á Selfossi föstudaginn 28. apríl n.k. kl. 20:00  Einleikurinn “Gísli á Uppsölum” verður sýndur á lofti Gamla-bankans á Selfossi að Austurvegi 21, föstudaginn 28. apríl n.k. kl. 20:00.  Sýningin er samin af þeim Elfari Loga Hannessyni og Þresti Leó Gunnarssyni, en Elfar leikur. Elfar hefur samið og leikið í fjölda leikverka má þar nefna … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

409. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 19. apríl 2017 kl. 9.00 f.h. FB 409.19.04.17

Leikfélag Sólheima

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Frumsýning er sumardaginn fyrsta kl 14:00 Það er hefð fyrir því að Leikfélags Sólheima frumsýni á sumardaginn fyrsta. Á því verður engin breyting í ár og verður frumsýnt nýtt íslenskt barnaleikrit, Ævintýrakistan. Höfundur er leikstjórinn Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og tónlistina semur Þröstur Harðarson, kokkur á Sólheimum. Í Ævintýrakistunni eru sett saman þrjú þekkt Grimms ævintýri, Gullgæsin, Stígvélaði kötturinn og Brimarborgarhljómsveitin. … Read More

Ágætu íbúar Grímsnes- og Grafningshrepps.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Nú stendur yfir könnun á kostum og göllum mögulegrar sameiningar allra sveitarfélaganna í Árnessýslu. Það er gert með sviðsmyndavinnu þar sem leitast er við að horfa til framtíðar og rýna hvernig samfélag íbúa og atvinnulífs í Árnessýslu geti þróast í framtíðinni og ekki síður með tilliti til þeirra skyldna og krafna sem gerðar verða til sveitarfélaga. Í þessu vinnuferli er … Read More

Leikfélagið Borg – Svefnlausi brúðguminn

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Leikfélagið Borg sýnir gamanleikinn Svefnlausi brúðguminn Höf: Arnold og Bach Í þýðingu Sverris Haraldssonar Leikstjóri: Magnús Magnússon 6. sýning fimmtudaginn 2. mars kl. 20:00         7. sýning fimmtudaginn 9. mars kl. 20:00         8. sýning föstudaginn 10. mars kl. 20:00         9. sýning sunnudaginn 12. mars kl. 16:00       … Read More

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Matreiðslumann eða matráð tímabundið í eitt ár vegna fæðingarorlofs. Menntunar og hæfniskröfur: Menntun og/eða reynslu af sambærilegu starfi og sótt er um. Sveiganleiki og mjög góð færni í samskiptum. Framtakssemi og jákvæðni. Áhugi á matreiðslu. Áhugi á að starfa fyrir og með börnum á ólíkum aldri. Matráður starfar eftir starfslýsingu matráðs Kerhólsskóla og matarstefnu Kerhólsskóla.   Skólaliða í 50% stöðu … Read More

Listnámskeið í Listasafni Árnesinga

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

LISTRÝMI er yfirheiti fjölbreyttra myndlistarnámskeiða sem nú eru haldin í Listasafni Árnesinga Hveragerði í umsjón Guðrúnar Tryggvadóttur myndlistarmanns sem hefur langa reynslu af námskeiðahaldi. Með námskeiðunum er safnið að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins hér á ýmsan hátt, svo sem að skapa vettvang fyrir starfandi listamenn í Árnessýslu til þess að miðla til annarra kunnáttu sinni og … Read More

Borg í sveit :)

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Laugardaginn 27. maí 2017 verður viðburðurinn Borg í sveit 🙂  haldinn í þriðja sinn. Þennan dag munu fyrirtæki, bændur og einstaklingar í sveitarfélaginu taka höndum saman, hafa opið hjá sér og bjóða gesti og gangandi velkomna í heimsókn. Áætlað er að dagskráin sé frá kl. 11-16 en hafi fólk áhuga á að hafa opið lengur eða vera með tilboð lengur … Read More

Allir lesa 27. janúar-19. febrúar

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Föstudaginn 27. janúar var blásið til leiks í hinum stórskemmtilega og æsispennandi lestrarlandsleik Allir lesa! Mörg sveitarfélög hvetja bæjarbúa til að mynda lið og skrá lestur í von um að í bænum leynist sigurliðið, og þar með öflugustu lestrarhestar landsins! Í ár er einnig er hægt að keppa sem einstaklingur og verður fróðlegt að sjá hver les mest allra Íslendinga. … Read More

Þorrablót 2017

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Okkar árlega þorrablót verður haldið í Félagsheimilinu Borg föstudaginn 27. janúar 2017. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhaldið hefst stundvíslega kl. 20:00.   Aldurstakmark á þorrablótið miðast við þá sem verða 16 ára á árinu 2017.   Jón Bjarnason mun leika fyrir dansi og maturinn verður frá Veisluþjónustu Suðurlands. Miðapantanir eru hjá Maju Sigrúnu í síma 898-5068 Einnig má panta … Read More

Menntaverðlaun Suðurlands 2016

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Á myndinni er Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson ásamt þeim Hjördísi Skírnisdóttur og Hildi Þórsdóttur, sem tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Framhaldsskólans í Austur–Skaftafellssýslu.

Menntaverðlaun Suðurlands 2016 voru afhent í níunda sinn á hátíðarfundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í gær. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, veitti verðlaunin. Alls bárust tilnefningar um tíu verkefni og voru þær mjög fjölbreyttar. Úthlutunarnefnd á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fjallaði um umsóknirnar. Verðlaunin hlaut Framhaldsskólinn í Austur – Skaftafellssýslu. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag … Read More

Kveðjuhóf til heiðurs læknunum Gylfa og Pétri 12. janúar 2017 í Aratungu.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Læknarnir okkar í uppsveitum Árnessýslu til meira en 30 ára, þeir Gylfi Haraldsson og Pétur Skarphéðinsson eru að láta af störfum um þessar mundir. Þeir hafa verið einstaklega farsælir í sínum störfum og hlúð að heilsufari íbúanna með miklum sóma. Það má því ekki minna vera en þeir verði heiðraðir með kveðjuhófi.  Hófið verður haldið Fimmtudaginn 12. janúar 2017  í … Read More

Dagatal Grímsnes- og Grafningshrepps 2017

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Dagatal Grímsnes og Grafningshrepps verður sent á öll heimili í sveitarfélaginu á næstu dögum. Dagatalið mun svo liggja frammi í sundlauginni og skrifstofunni á Borg,  Gámastöðinni Seyðishólum og vonandi á Minni- Borgum, Kiðjabergi, Hraunborgum, Öndverðarnesi og Þrastarlundi. Dagatalið er aðgengilegt hér: Dagatal 2017  

Óskað er eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2016

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

  Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Hér með er óskað eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2016. Rétt til að tilnefna til verðlaunanna hafa allir þeir sem tengjast skóla- og menntunarstarfi með einhverjum hætti, sveitarfélög, skólanefndir, foreldrar, kennarar og starfsfólk skóla og annað áhugafólk … Read More

ATH ! – hitaveita

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Næstkomandi mánudag 12. desember 2016 verður takmörkun á afhendingu á heitu vatni að Borg. Vatnið mun þó ekki vera tekið af en þrýstingur fellur talsvert á meðan unnið er að uppfærslu á dælustöð í Hraunborgum.  

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

401. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 7. desember 2016 kl. 9.00 f.h. fb-401-07-12-16

Jólafundur Kvenfélagsins 2016

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Jólafundur kvenfélagsins verður haldinn miðvikudaginn 30. nóvember í Öndverðarnesi (golfskálanum) kl. 19.30. Við ætlum að eiga saman góða stund þar sem við borðum veitingar, skiptumst á jólapökkum og leyfum jólaandanum að koma yfir okkur. Pakkaleikur að vanda í tilefni jólanna, viðmiðunarverð 1.500 kr. Kaffikonur sjá um veitingar. Kaffigjaldið er 1.000 kr.pr. mann. Nýjar konur velkomnar 🙂 Sjáumst í hátíðarskapi 🙂 Stjórn … Read More

ATH ! Húsnæðisbætur

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt. Þjónustuskrifstofan verður staðsett á Sauðárkróki og mun formlega hefja starfsemi 16. nóvember n.k. og áætlað er að opna fyrir umsóknir þann 21. nóvember. Þá er einnig búið að opna heimasíðu með upplýsingum og reiknivél fyrir húsnæðisbætur: … Read More

Kveðjuhóf lækna – frestun

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kveðjuhóf lækna – frestun. Eins og áður var boðað var fyrirhugað að halda hóf til heiðurs læknunum Gylfa og Pétri 30. nóvember n.k. Þeir eru að láta af störfum sem kunnugt er. Ákveðið hefur verið að fresta kveðjuhófinu um sinn. Ný tímasetning verður tilkynnt síðar. Undirbúningsnefndin.