lindaUncategorized

Gleðilegt nýtt ár.

Í upphafi nýs árs verða starfsmenn leik- og grunnskólans með starfsdaga.

Mánudaginn 3. janúar verða starfsmenn Kátuborgar með starfsdag þar sem starfið framundan verður undirbúið.

Þriðjudaginn 4. janúar verður síðan sameiginlegur starfsdagur allra starfsmanna skólans. Hann hefst með almennum starfsmannfundi í Kátuborg kl. 9:00. Eftir hádegi verður síðan Jakob Frímann Þorsteinsson með erindi/námskeið um útikennslu/útinám í Gilinu í Ljósuborg sem tengist þróunarverkefni skólans.

Leikskólinn Kátaborg – starfsdagur mánudaginn 3. janúar

Dagskrá:

Kl. 8:30 Kaffi á könnunni
Kl. 9:00 Starfsmannafundur
1. Kynning
2. Starfið framundan
3. Áherslur og skipulag starfsins
4. Önnur mál
Kl. 10:30 Sjálfsmat skólans
Kl. 12:30 Undirbúningur starfsmanna
Kl. 14:00-15:00 Kynning á þróunarverkefninu; Til móts við náttúruna – Ragna

Leikskólinn Kátaborg – Grunnskólinn Ljósaborg

Starfsdagur þriðjudaginn 4. janúar

Dagskrá:

Kl. 9:00 Starfsmannafundur í Kátuborg
1. Kynning starfsmanna
2. Sameining skólanna
3. Áherslur leikskólans – Linda
4. Áherslur grunnskólans – Hilmar
5. Framundan í þróunarverkefninu; Til móts við náttúruna Ragna
6. Önnur mál

Kl.10:30 Undirbúningur starfsmanna

Kl. 13:00-16:00 í Ljósuborg Að leika, læra og þroskast – útikennsla, útinám
Jakob Frímann Þorsteinsson aðjúnkt við Háskóla Íslands, menntavísindasvið.