148. fundur hreppsnefndar,05,01,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 5. janúar var haldinn 148. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:              Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

                                    Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson oddviti stýrði fundi.

Fundur var settur kl. 13.30

 

Sveitarstjórn samþykkir að færa fundargerðir ársins í tölvu. Bókað verður í fundargerðarbók númer fundar, hvar og hvenær fundurinn verður haldinn sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

 

1.      Fundargerð síðasta fundar lögð fram til yfirferðar

Fundargerð sveitarstjórnarfundar dags. 15. desember 2004 lögð fram.

2.      Fundargerðir fræðslunefndar Bláskógabyggðar

Fundargerðir fræðslunefndar Bláskógabyggðar dags. 19. ágúst, 15. september og 25. nóvember 2004 lagðar fram til kynningar.

3.      Fundargerð skipulagsnefndar

Fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. desember 2004 lögð fram til staðfestingar.

4.      Skipulagsmál:

a)      Breyting á deiliskipulagi , Borg Grímsnesi

Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags á Borg, Grímsnesi þar sem gert er ráð fyrir byggingarreit undir skóla suðaustan við félagsheimilið Borg.

Tillagan var samþykkt af sveitarstjórn þann 1. desember 2004 en samkvæmt úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags-og byggingarmála nr. 40/2003 ber að taka tillögur til umfjöllunar þegar breyting á gildandi aðalskipulagi fyrir svæðið hefur verið staðfest af umhverfisráðherra.

Þann 22. desember 2004 var aðalskipulagsbreyting á Borg staðfest af ráðherra og því samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu sbr. 25. gr. Skipulags-og byggingarlaga.

b)     Lóðablað, Búrfell

Lagt fram lóðablað fyrir spildu úr landi Búrfells dags. des. 2004.

Lóðablað er í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. desember 2004 og hefur verið staðfest.

c)      Tvö lóðarblöð, Hæðarendi

Lögð fram tvö lóðablað úr landi Hæðarenda dags. 10 des. 2004.

Lóðablöðin eru í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. desember 2004 og hafa verið staðfest.

d)     Skilmálar með skipulagi í landi Hests

Lagðir fram til kynningar byggingarskilmálar með skipulagi í landi Hests.

Sveitarstjórn beinir því til skipulagsfulltrúa að skoða hvort samræma megi byggingarskilmála í sveitarfélaginu.

5.      Þriggja ára fjárhagsáætlun

Þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins tekin til fyrri umræðu.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun til seinni umræðu.

6.      Söfnun og endurnýting heyrúlluplasts, gámasvæði, sorphirðumál

Kynningarbæklingur Úrvinnslusjóðs um söfnun og endurnýtingu heyrúlluplasts lagður fram.

Þar eru kynntar þrjár mögulegar leiðir til að losa bændur við heyrúlluplast og koma því til ráðstöfunaraðila.

Sveitarstjórn ræddi einnig um aðstæður á gámaplani.

7.      Drög að útboðsgögnum vegna endurskoðunarþjónustu

Sveitarstjórn samþykkir að gera verðkönnun vegna endurskoðunar ársreikninga sveitarfélagsins ásamt aðstoð við fjárhagsáætlun, ráðgjöf og fleira því tengdu. Lögð fram drög að gögnum vegna verðkönnunar.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að gera verðkönnun meðal nokkurra endurskoðunarfyrirtækja.

Sveitarstjórn mun síðan fara yfir verðkannanir á fundi sínum 2. febrúar næstkomandi.

8.      Drög að lóðarleigusamningi vegna sundlaugar

Lögð fram drög að lóðarleigusamningi vegna lóðar í eigu Landsvirkjunar sem Ljósafosslaug stendur á.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi.

9.      Drög að samningi um félagsheimilið Borg

Lagður fram samningur um félagsheimilið Borg. Samningurinn felur í sér eignaraðild og samstarfsvettvang eignaraðila um félagsheimilið.

Eigendur eru:

Grímsnes-og Grafninghreppur 90%

Kvenfélag Grímsnes 5%

Ungmennafélagið Hvöt 5%

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi ásamt öðrum eignaraðilum.

10.    Kauptilboð í landspildu sveitarfélagins í landi Kringlu

Tekin fyrir kauptilboð í landspildu sveitarfélagsins úr landi Kringlu sem auglýst var til sölu. Landspildan var vegna mistaka auglýst sem 9,97 ha. en er í raun 9,50 ha.

Þrír aðilar skiluðu inn tilboðum fyrir tilsettan tíma sem var 30. desember s.l.

Sveitarstjórn samþykkir að taka hæsta tilboði sem hljóðaði upp á 2.900.000 kr.án kvaða þeirra sem fram koma í tilboðinu.

Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

11.    Bréf frá Kennaraháskóla Íslands

Tekið fyrir bréf frá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands dags. 20. desember 2004 þar sem óskað er eftir heimild til spurningalistakönnunar í skólum vegna rannsóknar á menntun nemenda með þroskahömlun.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

12.    Bréf frá Menntamálaráðuneyti

Tekið fyrir bréf frá Menntamálaráðuneyti dags. 22. desember 2004. Í bréfinu er ítrekuð ósk um upplýsingar varðandi hvaða leiðir verði farnar til að bæta nemendum upp tapaðan kennslutíma vegna verkfalls kennara á haustdögum.

Sveitarstjóra falið að svara bréfinu í samráði við skólastjóra.

13.    Bráðabirgðatölur Hagstofu um mannfjölda í Grímsnes-og Grafningshreppi 1. desember 2004

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands eru íbúar sveitarfélagsins 344 að tölu. Karlar eru 185 og konur 159.

14.    Til kynningar:

a)      380. og 381. stjórnarfundur SASS dags. 12. nóvember og 13. desember 2004

b)     70. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 14. desember 2004

c)      244. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands dags. 3. desember 2004.

d)     Upplýsingar um framlög sveitarfélaga á Suðurlandi til Atvinnuþróunarsjóðs á árinu 2005

e)      Upplýsingar um kostnaðarskiptingu Tónlistarskóla Árnessýslu fyrir árið 2005

f)       Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 20. desember 2004 vegna leikvalla og leiksvæða

g)      Bréf frá Félagsmálaráðuneyti dags. 17. desember 2004

15.    Önnur mál:

a)      Byggingarskilmálar Sogsbakka í landi Ásgarðs

Lagðir fram byggingarskilmálar Sogsbakka, frístundabyggðar í landi Ásgarðs.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skilmála.

b)     Ráðningarsamningur við sveitarstjóra

Tekinn til endurskoðunar ráðningarsamningur við sveitarstjóra. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi ráðningarsamning og oddvita falið að skrifa undir við samning við sveitarstjóra.

c)      Skólavist barns á Selfossi

Sótt hefur verið um skólavistun barns sem hefur stundað nám í Reykholtsskóla í skóla á Selfossi vegna flutninga seinna í vetur.

Sveitarstjórn samþykkir að greiða með barninu í skóla á Selfoss með fyrirvara um að sveitarfélagið annist ekki akstur þangað.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16.00

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson

                                    Böðvar Pálsson (sign)