149. fundur hreppsnefndar,19,01,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 19. janúar var haldinn 149. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:              Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

 

Böðvar Pálsson komst ekki vegna veðurs en var í símasambandi við sveitarstjórn.

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson oddviti stýrði fundi.

Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð síðasta fundar lögð fram til yfirferðar

Fundargerð sveitarstjórnarfundar dags. 5. janúar 2005 lögð fram.

2.      Skipulagsmál:

a)      Deiliskipulag, Borg Grímsnesi

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi á Borg, Grímsnesi.

Deiliskipulagið nær yfir tæplega 20 ha. lands í eigu sveitarfélagsins. Um er að ræða land umhhverfis félagsheimilið Borg, íbúðarhverfi, verslun, opinbera þjónustu og iðnaðarhverfi.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu tillögunnar sbr. 1. mgr. 25. gr. Skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997.

b)     Lóðablað, Ljósafosslaug og tengistöð

Lagt fram lóðablað fyrir land undir Ljósafosslaug dags. 11. janúar 2005, 5.937 fm. 

Einnig lagt fram lóðablað fyrir tengihús við Ljósafosslaug, 231 fm.

Sveitarstjórn samþykkir landamerki sbr. 30. gr. Skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997.

3.      Minka-refaveiðar

Sveitarstjórn ræddi um minka-og refaveiðar fyrir árið 2005 í sveitarfélaginu.

Samkvæmt áætlun Umhverfisstofnunar verður ekki greitt nema 30% af viðmiðunargjaldskrá þeirra vegna veiði refa og minka þar sem fjárveiting frá Alþingi mun ekki nægja til að standa undir hærra endurgreiðsluhlutfalli.

Sveitarstjórn samþykkir að greiða ráðnum veiðimönnum sveitarfélagsins tvöfalt gjald viðmiðunargjaldskrár Umhverfisráðuneytis fyrir minkaveiði fyrir árið 2005.

Greitt verður tvöfalt gjald viðmiðunargjaldskrár fyrir refaveiði til ráðinna veiðimanna sveitarfélagins. Veiðitímabil vegna refaveiða verður óbreytt frá fyrra ári, þ.e. frá 1. júní til 31. ágúst. Að öðru leyti gilda reglur Veiðistjóra.

4.      Þriggja ára fjárhagsáætlun,seinni umræða

Þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir áætlunina.

5.      Bréf frá Juralis vegna deiliskipulags í Norðurkoti

Tekið fyrir bréf frá lögfræðistofunni Juralis dags. 12. desember 2004. Í bréfinu er þess farið á leit við sveitarfélagið að það greiði lögfræðikostnað einstaklings við gerð deiliskipulags í Norðurkoti.

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

6.      Fasteignamat

Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins hækkar fasteignamat íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa um 13%, atvinnuhúsnæði um 6%, útihús og hlunnindi um 6% og jarðarmat ásamt ræktun um 13%.

Sveitarstjórn óskar eftir því við Fasteignamat ríkisins að þessar upplýsingar liggi fyrir í seinasta lagi 15. nóvember þannig að hægt sé að nýta þær við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélaga.

7.      Til kynningar:

a)      121. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 20. desember 2004

b)     Gjaldskrá Sorpstöðvar Suðurlands fyrir árið 2005

c)      Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi verkfallslista

d)     Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 14. janúar 2005

e)      Bréf Skipulagsstofnunar varðandi umhverfismat vegna rannsóknarborana

f)       Bréf frá Landsnet dags. 28. desember 2004

8.      Önnur mál:

a)      Framkvæmdaleyfi fyrir Nesja

Tekin fyrir ósk um framkvæmdaleyfi frá Gunnari Jónassyni á Nesjum dags. 30. september 2004. Óskað er eftir því að taka ofaníburð úr mel á svæðinu til vegagerðar.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að fyrir liggi framkvæmdaáætlun þar sem fram kemur staðsetning, það magn sem taka á ásamt ásýnd svæðis fyrir og eftir magntöku áður en samþykki er veitt.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16.00

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)