150. fundur hreppsnefndar,02,02,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 2. febrúar var haldinn 150. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:              Helga Gústavsdóttir

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Guðmundur Þorvaldsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð síðasta fundar lögð fram til yfirferðar

Fundargerð sveitarstjórnarfundar dags. 19. janúar 2005 lögð fram.

2.      Fundargerð oddvitafundar

Fundargerð oddvitafundar uppsveita Árnessýslu dags 21. janúar 2005 lögð fram.

Sveitarstjórn samþykkir hækkun gjaldskrár á byggingar- og framkvæmdaleyfum um 3,5%.

Varðandi lið 7. í fundargerð bendir sveitarstjórn á að verið er að hefja byggingu á stjórnsýsluhúsi hér á Borg sem getur að öllum líkindum hýst embætti byggingar-og skipulagsfulltrúa.

3.      Fundargerð skipulagsnefndar

Fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. janúar 2005 lögð fram og hún staðfest með fyrirvara um ákvæði í skilmálum deiliskipulags í landi Syðri Brúar þar sem segir að gert sé ráð fyrir því að sumarbústaðabyggðin tengist vatnsveitu Grímsnes-og Grafningshrepps. Sveitarfélagið er ekki með vatnsveitu á þessum slóðum en  sveitarstjórn er reiðubúin til viðræðna um virkjun kaldavatnsveitu á þessu svæði.

4.      Fundargerð byggingarnefndar

Fundargerð byggingarnefndar dags. 25. janúar 2005 lögð fram og staðfest.

5.      Kostnaðar-og efnahagsyfirlit fyrir bygginga-og skipulagsfulltrúa

Lagt fram kostnaðar-og efnahagsyfirlit unnin af KPMG fyrir byggingar-og skipulagsembættin.

Samkvæmt samþykkt á oddvitafundi 21. janúar s.l. verður ársreikningur embættanna framvegis hluti af ársreikningi Grímsnes-og Grafningshrepps og bókhald fært á skrifstofu sveitarfélagsins.

6.      Ársskýrsla byggingarfulltrúa

Lögð fram til kynningar ársskýrsla byggingarfulltrúa fyrir árið 2004.

7.      Skýrsla skipulagsfulltrúa

Lögð fram til kynningar ársskýrsla skipulagsfulltrúa fyrir árið 2004.

8.      Skipulagsmál:

a)      Framkvæmdaleyfi Nesjum

Á fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar s.l. var tekin fyrir beiðni um framkvæmdaleyfi í landi Nesja.

Sveitarstjórn tók jákvætt í erindið en óskaði eftir frekari upplýsingum áður en samþykki yrði veitt.

Þann 26. janúar 2005 barst bréf og skýringarmynd frá umsækjanda framkvæmdaleyfis þar sem spurningum sveitarstjórnar var svarað.

Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Nesja, allt að 3000 rúmetrum á grundvelli aðalskipulags Grímsnes-og Grafningshrepps sem minniháttar námu til eigin nota og framkvæmdaáætlunar Gunnars Jónassonar frá 26.janúar 2005. Í þeirri áætlun kemur staðsetning námunnar fram.

Ennfremur er veitt framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð á grundvelli deiliskipulags sem samþykkt var í sveitarstjórn 13.október 2004. Það leyfi er veitt með fyrirvara um staðfestingu skipulagsins í b-deild stjórnartíðinda.

b)     Lóðablað, Úlfljótsvatnsfjall

Lagt fram lóðablað dags. 19. janúar 2005 fyrir landspildu undir tækjahús og mastur á Úlfljótsvatnsfjalli.

Um er að ræða 2.500 fm. lands.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti, landamerki sbr. 30. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997.

c)      Aðalskipulagsbreyting Vaðnesi

Lögð fram aðalskipulagsbreyting í landi Vaðness.

Breytingin felst í því að 21 ha.af landbúnaðarsvæði verður frístundabyggð.

Tillagan var í auglýsingu frá 10. desember 2004 til 7. janúar 2005. Frestur til að skila inn athugasemdur var til 21. janúar 2005.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 18. gr. skipulags-og byggingarlaga.

d)     Deiliskipulag, Bjarnastaðir

Lagt fram deiliskipulag frístundabyggðar við Heiðarbrún í landi Bjarnastaða I, Grímsnes-og Grafningshreppi.

Samkvæmt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 22. júlí 2004 þarf sveitarstjórn að taka deiliskipulagið fyrir þegar aðalskipulagsbreyting hefur verið staðfest sbr. úrskurð Úrskurðanefndar skipulags-og byggingarlaga varðandi 23. gr. sömu laga.

Þann 21. september 2004 var aðalskipulagsbreyting fyrir Bjarnastaði staðfest af ráðherra og því staðfestir sveitarstjórn fyrri samþykkt sína dags. 7. júlí 2004.

9.      Verðkönnun á endurskoðunarþjónustu

Á fundi sveitarstjórnar þann 5. janúar s.l. var samþykkt að óska eftir verðhugmyndum í gerð ársreiknings, fjárhagsáætlunar að hluta og endurskoðun.

Haft var samband við þrjú fyrirtæki, KPMG, PricewaterhouseCoopers og Deloitte.

Sveitarstjóra og oddvita falið að yfirfara tilboðin með tilliti verðs og forsendna og semja við þann aðila sem er með hagkvæmasta tilboðið.

10.    Lækkun fasteignagjalda til ellilífeyrisþega og öryrkja

Sveitarstjórn samþykkir sama fyrirkomulag og var á árinu 2004 á lækkun eða niðurfellingu fasteignagjalda til ellilífeyrisþega og öryrkja sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu.

Tekjuviðmið mun hækka um 5% á árinu 2005.

Reglurnar verða kynntar íbúum fljótlega.

11.    Kostnaður vegna skóla

Trúnaðarmál.

12.    Breyttur fundartími í mars

Samþykkt að fundir sveitarstjórnar í mars verði haldnir 2. og 4. miðvikudag mánaðarins, þ.e. 9. mars og 23. mars.

13.    Ósk um fjárstyrk

Tekið fyrir bréf frá Samkór Selfoss dags. 20. janúar 2005 þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð 300.000 kr. til að fjármagna þátttöku kórsins í menningarhátíð í Utah í Bandaríkjunum.

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

14.    Til kynningar:

a)      245. fundur Atvinnuþróunarsjóðs dags. 14. janúar 2005

b)     71. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 18. janúar 2005

c)      130. fundur Tónlistarskóla Árnessýslu dags. 19. janúar 2005

d)     Fundargerð fulltrúaráðs Almannavarna Árborgar og nágrennis dags. 7. janúar 2005

e)      59. fundur Brunavarna Árnessýslu dags. 28. desember 2004

f)       62. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu dags. 7. janúar 2005

g)      Bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands dags. 20. janúar 2005

h)     Fundargerð félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu dags. 10. janúar 2005

i)        Símenntunaráætlun starfsfólks Grímsnes-og Grafningshrepps 2004-2006

15.    Önnur mál:

a)      Framkvæmdaleyfi fyrir Mýrarkot

Tekin fyrir ósk um framkvæmdaleyfi dags. 31. janúar 2005 frá Sigurjóni Hjartarsyni fyrir Mýrarkot. Óskað er eftir því að fá að hefja framkvæmdir við vegalagningu á svæðinu.

Sveitarstjórn  samþykkir  að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð í frístundabyggð í landi Mýrakots á grundvelli deiliskipulags sem samþykkt var af skipulagsnefnd uppsveita þann 16.september 2004 og staðfest í sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps þann 13.október 2004.

b)     Breyting á aðalskipulagi Borg

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgar. Breytingin gerir ráð fyrir að um 2 ha. svæði sem er opið svæði til sérstakra nota breytist í svæði fyrir íbúðarlóðir.

Sveitarstjórn telur breytinguna óverulega og óskar eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 2. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16.00

 

Helga Gústavsdóttir (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)