151. fundur hreppsnefndar,16,02,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 16. febrúar var haldinn 151. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:              Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð síðasta fundar lögð fram til yfirferðar

Fundargerð sveitarstjórnarfundar dags. 2. febrúar 2005 lögð fram.

2.      Skipulagsmál:

a)      Framkvæmdaleyfi Syðri Brú

Lögð fram beiðni frá Steinari Árnasyni um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð á Syðri Brú.

Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð í frístundabyggð í landi Syðri Brúar á grundvelli deiliskipulags sem samþykkt var af skipulagsnefnd 27. janúar s.l. og staðfest í sveitarstjórn Grímsnes-og Grafningshrepps þann 2. febrúar 2005.

b)     Breyting á aðalskipulagi, Ásgarður

Lögð fram tillaga frá Landhönnun ehf að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Ásgarðs II.

Tillagan gerir ráð fyrir því að nyrsti hluti jarðarinnar, frá núverandi frístundasvæð sunnan Kálfhólsgils og Borgargils að háspennulínum undir Búrfelli og jarðarmörkum mót Syðri-Brú er breytt úr opnu óbyggðu svæði í frístundahússvæði. Um er að ræða u.þ.b. 55 ha. af nýju svæði undir frístundahús.

Svæðið samanstendur af m.a. framræstum túnum og að hluta til kjarrivöxnum neðsta hluta af vesturhlíðum Búrfellls á svæði sem nefnt er Borgarbrún.

Svæðið er innan fjarsvæðis vatnsverndar eins og stór hluti af núverandi frístundahúsasvæðum í landi Ásgarðs II.

Beiðni kemur frá Landhönnun á Selfossi sem vinnur málið fyrir Búgarð ehf.

        Skv. fasteignaskráningu er Ásgarður 2 ekki í eigu Búgarðs. Þetta þarf að skýra.

 

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu og óskar eftir beiðni frá eigendum þess lands sem um ræðir.

3.      Samningur um endurskoðunarþjónustu

Lögð fram drög að samningi um endurskoðunarþjónustu. Samningurinn gerir ráð fyrir því að samið verði við KPMG endurskoðun um verkið samkvæmt verkefnalýsingu 11. janúar 2005.

Þau fyrirtæki sem skiluðu inn verðhugmyndum eru eftirfarandi:

KPMG endurskoðun,  Deloitte, PricewaterhouseCoopers.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við KPMG endurskoðun samkvæmt fyrirliggjandi drögum.                       

4.      Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu

Tekin fyrir drög að gjaldskrá fyrir þjónustu við aldraða í heimahúsum. Tillaga félagsmálanefndar er að þeir sem eru með framfærslu undir viðmiðun tryggingarstofnunar greiði 200 kr. fyrir hvern unnin klukkutíma.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi gjaldskrá.

5.      Samningur um kaup á köldu vatni

Lögð fram drög að samningi vegna sölu á köldu vatni til Búgarðs ehf. Samningurinn gerir ráð fyrir því að seljandi kaupir 1 ltr./sek. af vatni á ári.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning.

6.      Beiðni um styrk vegna kaupa á söngpöllum

Tekin fyrir beiðni frá karlakór Hreppamanna um styrk vegna kaupa á söngpöllum. Samþykkt að greiða 50.000 kr.

7.      Til kynningar:

a)      78. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 26. janúar 2005

b)     Húsnefnd félagsheimilisins Borgar 22. janúar 2005

c)      Rekstur byggðasamlaga á Suðurlandi 2003

d)     Erindi frá Beluga dags. 27. janúar 2005

e)      Bréf frá Skipulagsstofnun vegna breytingar á aðalskipulagi í landi Nesja

f)       Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 3. febrúar 2005

8.      Önnur mál:

a)      Böðvar Pálsson fyrir hönd Lionsklúbbsins Skjaldbreiðar óskaði eftir viðræðum við sveitarstjórn um eignarhlut Lionsklúbbsins í veiðihúsinu, Ásgarðslandi.

b)     Tekið fyrir bréf frá Skipulagsstofnun dags. 9. febrúar 2005 vegna óskar sveitarfélagsins um afgreiðslu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps 2002-2014. Beðið var um afgreiðslu samkv. 2. mgr. 21. gr skipulags-og byggingarlaga um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við tillöguna sem lutu að því að málið geti snert hagsmuni þeirra aðila sem búa á svæðinu og að gera þurfi grein fyrir þéttleika og yfirbragði fyrirhugaðs íbúasvæðis. Skipulagsstofnun hafnaði afgreiðslu sbr. 2. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga..

Sveitarstjórn fellst ekki á rök Skipulagsstofnunar og óskar eftir að tillagan verði óveruleg eins og áður var beðið um. Svæðið er að mestu leyti óbyggt og þéttleiki byggðar ekki umtalsverður. Örfá hús eru á Borg sem flest eru í eigu sveitarfélagsins. Einnig er bent á að þó svo að breytingin verði samþykkt sem óveruleg er auglýsingatími í 3 vikur þar sem aðilum gefst kostur á að koma með athugasemdir þannig að ekki er verið að skaða hagsmuni einstaklinga.

c)      Skólamál

Rætt um breytingar sem orðið hafa í starfsmannahaldi Ljósafossskóla.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15.30

 

 

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)