Konukvöld í uppsveitum

lindaFréttir, Liðnir viðburðir, Tilkynningar og auglýsingar

Konukvöld í uppsveitum

Sunnudagskvöldið 23. okt. nk.  ætla þrjú kvenfélög í uppsveitum að standa fyrir konukvöldi í Félagsheimilinu á Flúðum, í tilefni af kvennafrídeginum. 

Boðið verður uppá fjölbreytta og skemmtilega dagskrá ásamt léttum veitingum. 

Veislustjóri verður Ólafía Hrönn Jónsdóttir og hefst samkoman kl. 20:00.  

Að samkomunni standa Kvenfélag Gnúpverja, Kvenfélag Hrunamannahrepps og Kvenfélag Skeiðahrepps.

 Allar konur velkomnar.