153. fundur hreppsnefndar,23,03,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 23. mars var haldinn 153. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:              Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð síðasta fundar lögð fram til yfirferðar

Fundargerð sveitarstjórnarfundar dags. 9. mars 2005 lögð fram.

2.      Fundargerð skipulagsnefndar dags.

Fundargerð 13. fundar skipulagsnefndar dags. 17. mars 2005 lögð fram og staðfest.

3.      Skipulagsmál:

a)      Deiliskipulag Vaðnesi

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi í landi Vaðness.

Um er að ræða 5,67 ha. lands, 6 frístundalóðir að stærð 5.400-10.100 fm.

Sveitarstjórn heimilar auglýsingu tillögu samkvæmt 25. gr. skipulags-og byggingarlaga.

b)     Framkvæmdaleyfi Hæðarenda (gögn lögð fram á fundi)

Sigurður Jónsson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir veg að malarnámu í Selhól í landi Hæðarenda.

Lögð fram teikning sem sýnir fyrirhugaðan veg.

Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfið.

Sigurður Jónsson sat hjá við afgreiðslu fundar.

4.      Bréf frá Agnari Guðlaugssyni vegna Sólheima

Tekið fyrir bréf frá Agnari Guðlaugssyni vegna Sólheima þar sem hann fjallar um staðsetningu brunahana. Einnig er óskað eftir því að sveitarfélagið veiti styrk til kaupa á snjóblásara.

Samþykkt að Brunavarnir Árnessýslu taki út staðsetningu brunahana.

Beiðni um styrk til kaupa á snjóblásara er hafnað.

5.      Trúnaðarmál

6.      Trúnaðarmál

7.      Erindi frá Kvenfélagi Grímsness

Lagt fram til kynningar erindi frá formanni kvenfélags Grímsness þar sem sveitarstjórnarmönnum ásamt mökum er boðið til kvöldverðar 30. apríl n.k.

8.      Bréf frá eigendum Öndverðarness I

Tekið fyrir bréf frá eigendum Öndverðarness I dags. 8. mars 2005. Í bréfinu er óskað eftir styrk til framkvæmda við vegagerð í nýrri frístundabyggð.

Sveitarstjórn lítur svo á að stofnkostnaður við slíkar framkvæmdir sé innifalinn í söluverði lóða. Hins vegar hefur sveitarstjórn veitt styrki til viðhalds vega samkvæmt reglum þar að lútandi.

9.      Til kynningar:

a)      3. fundur félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu dags. 7. mars 2005

b)     78. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 16. mars 2005

c)      383. stjórnarfundur SASS dags. 17. mars 200572. fundur

d)     73. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 15. mars 2005

e)      246. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands

f)       Bréf frá Dagrúnu Jónsdóttur og Níels Jónsson dags. 9. mars 2005

g)      Bréf Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 4. mars 2005

h)     Ársreikningur Tónlistarskóla Árnessýslu (lagt fram á fundi)

i)        Ársreikningar Atvinnuþróunarsjóðs og Eignarhaldsfélags (lagt fram á fundi)

j)       Ársreikningur Fasteignar hf (lagt fram á fundi)

10.    Önnur mál:

a)      Endurskoðun greinargerðar með aðalskipulagi sveitarfélagsins

Í greinargerð með aðalskipulagi sveitarfélagsins 2002-2014, landbúnaðarsvæði, er gert ráð fyrir allt að þremur íbúðarhúsum á jörðum.

Þar sem það er hagur sveitarfélagsins að fjölga íbúum og eftirspurn er eftir búsetu á bújörðum, telur sveitarstjórn rétt að endurskoða ofangreint ákvæði um lóðir sem yrðu staðsettar nærri bæjarhúsum og gætu nýtt vegtengingar og lagnaleiðir.

Sveitarstjórn samþykkir að stefna að því að gera breytingu á aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir fjölgun íbúðarhúsa á bújörðum.

b)     Bréf frá kennurum

Lagt fram bréf frá kennurum Ljósafossskóla dags. 15. mars 2005.

Sveitarstjóri, oddviti og formaður fræðsluráðs stefna að því að funda með kennurum og skólastjóra í lok mánaðar þar sem bréfið verður rætt og framtíð skólamála.

c)      Aðalskipulagsbreyting, Kringla

Lögð fram breyting á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Kringlu.

Um er að ræða 9,5 ha. lands sem í núgildandi aðalskipulagi er skilgreint sem iðnaðarsvæði.

Breytingin gerir ráð fyrir því að iðnaðarsvæði breytist í landbúnaðarsvæði.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15.30

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)