154. fundur hreppsnefndar,06,04,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 6. apríl var haldinn 154. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:              Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð síðasta fundar lögð fram til yfirferðar

Fundargerð sveitarstjórnarfundar dags. 23. mars 2005 lögð fram.

2.      Fundargerð byggingarnefndar

Fundargerð byggingarnefndar dags. 29. mars 2005 lögð fram og staðfest. Gerðar voru athugasemdir við liði 2589, 2596/2597, 2603, 2611/2612.

3.      Skipulagsmál:

a)      Fyrirspurn um skipulagningu á íbúabyggð

Lagt fram bréf frá ábúendum Miðengis þar sem óskað er eftir umfjöllun sveitarstjórnar varðandi fjölgun íbúðarhúsa á jörðinni ásamt leyfisveitingu fyrir deiliskipulagsvinnu.

Sveitarstjórn samþykkti á fundi þann 23. mars s.l.að stefnt skuli að því að gerð verði breyting á aðalskipulagi. Þannig verði heimiluð fjölgun íbúðarhúsa sem staðsett yrðu nærri bæjarhúsum og gætu nýtt vegtengingar og lagnaleiðir.

Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við gerð deiliskipulags sem mætti auglýsa samhliða aðalskipulagsbreytingu.

b)     Fyrirspurn varðandi göngustíga í Ásgarðslandi

Tekið fyrir bréf frá félagi sumarhúsaeigenda í Ásgarðslandi dags. 9. mars 2005. Í bréfinu er vísað til fyrri bréfa félagsins dags. 5. júlí og 11. nóvember 2004 ásamt svarbréfi sveitarstjórnar dags. 18. nóvember 2004.

Óskað er svara við eftirfarandi spurningum:

1.      Hvenær boðaðar lagfæringar á göngustígum sbr. samþykkt sveitarstjórnar 17. nóvember 2004 hefjist og hvenær þeim ljúki.

2.      Hvenær viðræður sveitarstjórnar og/eða sveitarstjóra geti farið fram um úrbætur á gönguleiðum sbr. framangreint.

Sveitarstjóri er tilbúinn til að skoða úrbætur á núverandi göngustígum með forsvarsmanni félagsins.

Að öðru leyti er svar sveitarstjórnar frá 18. nóvember 2004 ítrekað þar sem segir að samkvæmt skipulagi dags. 14. maí 1996 sé gert ráð fyrir gönguleiðum, ekki skipulögðum göngustígum til að tryggja aðgengi fólks um svæðið.

4.      Umsögn varðandi veitingaleyfi í Kiðjabergi

Tekin fyrir beiðni frá Sýslumanni á Selfossi um umsögn sveitarstjórnar varðandi umsókn um leyfi til reksturs veitingastofu í golfskálanum Kiðjabergi.

Umsækjandi er Eygló Bergsdóttir.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi umsókn.

Jafnframt var tekin fyrir umsókn um vínveitingaleyfi frá sama aðila. Sveitarstjórn samþykkir að veita bráðabirgðaleyfi til 1. maí n.k. eða þar til öll tilskilin leyfi liggja fyrir.

5.      Veiði og veiðihús í Ásgarðslandi

Rætt um framtíðarnýtingu á veiðirétti sveitarfélagsins fyrir landi Ásgarðs.

6.      Trúnaðarmál

7.      Skólamál

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við sveitarstjórn Bláskógabyggðar um samstarf og/eða samvinnu um grunnskóla Bláskógabyggðar og grunnskóla Grímsnes-og Grafningshrepps. Sveitarstjóra, oddvita og formanni fræðslunefndar falið að semja við Bláskógabyggð um að skólastjóri  grunnskóla Bláskógabyggðar annist undirbúning skólastarfs næsta skólaárs við grunnskóla Grímsnes-og Grafningshrepps á Borg.

Starf skólastjóra Ljósafossskóla verður lagt niður en ráðinn verður aðstoðarskólastjóri við nýjan skóla á Borg.

8.      Sameiningarmál

Sveitarstjórn ræddi um sameiningarmál. Lögð fram gögn frá sameiningarnefnd sem verða til umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 20. apríl n.k.

9.      Frumvarp-Þingvallavatn

Fyrir fundi liggur tölvupóstur frá Hlín Lilju Sigfúsdóttur, lögfræðingi dags. 4. apríl 2005. Þar er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar og athugasemdum varðandi tillögur til breytinga á frumvarpi til laga um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.

Sveitarstjórn mun ekki gera efnislegar athugasemdir vegna þessa en ítrekar bókun sína frá 13. apríl 2004.

 

Sveitarstjórn mótmælir því harðlega að lagt skuli fram sérstakt frumvarp um verndun vatnasviðs Þingvallavatns og leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um vatnsvernd á Íslandi í heild sem taki einnig yfir vatnasvæði Þingvallavatns.

Jafnframt lýsir sveitarstjórn yfir furðu sinni á því að verið sé að taka ákvörðunarrétt af sveitarstjórnum með vatnsverndarlögum við Þingvallavatn nú þegar það er yfirlýst stefna ríkis að efla sveitarstjórnarstigið.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Þingvallanefnd beri ábyrgð á vatnsvernd innan þjóðgarðs en sveitarstjórnum er ekki treyst til að fara með málefni vatnsverndar samkvæmt frumvarpinu.

 

Ofangreind afstaða sveitarstjórnar hefur ekki breyst og áréttast hér með.

10.    Skoðunarferð um frístundabyggðir sveitarfélagsins

Sveitarstjórn ásamt skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa stefna að skoðunarferð um frístundabyggðir sveitarfélagsins. Stefnt er að því að fara 13. maí.

11.    Til kynningar:

a)      Bréf frá Fasteignamati ríkisins dags. 30. mars 2005

b)     Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni dags. 21. mars 2005

c)      Samkomulag um fjármagn til reiðvegagerðar

12.    Önnur mál:

a)      Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Öndverðarness

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness að beiðni Múrarameistarafélags Reykjavíkur og Múrarafélags Reykjavíkur.

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 67 nýjum lóðum og er það í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem auglýst hefur verið og bíður afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Svæðið sem skipulagið nær til er um 70 ha og eru stærðir lóða 5.000 til 6.500 m². 

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu deiliskipulagsins skv. 25.grein Skipulags-og byggingarlaga. 

b)     Deiliskipulag íbúðabyggðar í landi Kringlu

Lagt fram deiliskipulag landbúnaðarsvæðis í landi Kringlu að beiðni Braga Svavarssonar og Áslaugar Þórðardóttur.

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 3 byggingarreitum, einum fyrir útihúsi og tveimur fyrir íbúðarhús.

Svæðið sem skipulagið nær til er um 9,5 ha.

Á fundi sveitarstjórnar þann 23. mars s.l. var samþykkt að óska eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar um breytingu á aðalskipulagi fyrir sama svæði.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu deiliskipulagsins samhliða breytingu á aðalskipulagi sbr. 3. mgr. 23. gr. Skipulags-og byggingarlaga.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)