155. fundur hreppsnefndar,20,04,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 20. apríl var haldinn 155. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:              Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð síðasta fundar lögð fram til yfirferðar

Fundargerð sveitarstjórnarfundar dags. 6. apríl 2005 lögð fram. Athugasemdir voru gerðar við fundargerð byggingarnefndar varðandi stærðir húsa og aukahúsa. Sveitarstjórn hefur borist afrit af bréfum sem send voru til umsóknaraðila í landi Hests þar sem segir að ekki verði gefin leyfi til að reisa hús fyrr en sátt hefur náðst um stærð húsa í byggingarskilmálum í landi Hests.

2.      Skipulagsmál:

a)      Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Miðengis

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Miðengis. Tillagan gerir ráð fyrir 60 lóðum og útivistarsvæði á um 63 ha. lands. Lóðirnar eru frá 5.900 fm. til 15.100 fm. að stærð.

Sveitarstjórn heimilar auglýsingu tillögu samkvæmt 25. gr. skipulags-og byggingarlaga.

b)     Deiliskipulag landbúnaðarlóða, Miðengi

Lögð fram tillaga að íbúðarhúsalóðum í landi Miðengis. Tillagan gerir ráð fyrir 7 íbúðarhúsalóðum, hvert um 900 fm. að stærð.

Sveitarstjórn heimilar að reist verði eitt hús sbr. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags-og byggingarlaga enda verði framkvæmdin samkvæmt fyrirliggjandi drögum að deiliskipulagi.

Samþykkt að heimila auglýsingu þegar að ný tillaga liggur fyrir sem uppfyllir skilyrði sveitarstjórnar um deiliskipulagsuppdrætti.

3.      Umsögn varðandi veitinga- og vínveitingaleyfi í Öndverðarnesi

Tekin fyrir beiðni frá Sýslumanni á Selfossi um umsögn sveitarstjórnar varðandi umsókn um leyfi til reksturs veitingastofu í golfskálanum Öndverðarnesi.

Umsækjandi er Óskar I. Þorgrímsson.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi umsókn.

Jafnframt var tekin fyrir umsókn um vínveitingaleyfi frá sama aðila. Sveitarstjórn samþykkir að veita vínveitingaleyfi þegar öll tilskilin leyfi liggja fyrir.

4.      Veiði og veiðihús í Ásgarðslandi

Samningur við Stangveiðifélag Reykjavíkur um veiði fyrir landi Ásgarðs rennur út haustið 2005. Félagið hefur átt fund með sveitarstjóra og oddvita þar sem þeir lýstu áhuga á áframhaldandi leigu.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og oddvita samningsgerð vegna veiðarinnar.

Rætt var um möguleika þess að selja veiðirétt og veiðihús sveitarfélagsins.

5.      Trúnaðarmál

6.      Breyting á samþykktum sveitarfélagsins

Breytingartillaga á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes-og Grafningshrepps tekin til fyrri umræðu.

Breytingin gerir ráð fyrir þriggja manna sameiginlegri fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla Grímsnes-og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar þar sem einn fulltrúi situr fyrir hönd Grímsnes-og Grafningshrepps og tveir fulltrúar úr Bláskógabyggð.

Vísað til seinni umræðu.

7.      Vatnsveitumál

Lögð fram bréf frá forsvarsmönnum frístundabyggðanna Kerhrauns og Kerengis þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið sjái um vatnsmál á svæðunum.

Sveitarstjórn samþykkir að taka að sér rekstur vatnsveitu í Kerhrauni að því gefnu að ekkert verði greitt fyrir stofnlagnir eða dreifilagnir sem fyrir eru á svæðinu.. Sveitarfélagið mun taka að sér að endurnýja dreifilagnir þar sem þær eru ónýtar og innheimta stofngjöld á óseldum lóðum.

Samþykkt að fresta umræðu um vatnslögn að Kerengi þar til kostnaðaráætlun liggur fyrir.

8.      Fyrirspurn varðandi snjómokstur og viðhald á Sólheimavegi

Lagt fram bréf frá Cornelis Aart Meijles dags. 9. apríl 2005. Í bréfinu fjallar hann um reglur Vegagerðarinnar um snjómokstur á Sólheimavegi og óskar eftir upplýsingum frá sveitarstjórn um snjómokstur.

Eins og fram kemur í bréfinu er það Vegagerðarinnar að ryðja snjó og hreinsa Sólheimaveg að vestanverðu.

Það er hins vegar sveitarfélagsins að hálfu og Vegagerðar að hálfu að hreinsa Sólheimaveg að austanverðu. Sá hluti fær enga reglubundna þjónustu Vegagerðar.

Til að tryggja kostnaðarhlutdeild Vegagerðarinnar þarf samþykki hennar fyrir mokstri á þeirri leið og er það gert þegar snjómokstur er nauðsynlegur.  Reynt er haga mokstri þannig að leiðir séu orðnar sæmilega greiðfærar snemma dags þá daga sem þannig viðrar.

Heflun vega er alfarið á ábyrgð Vegagerðar.

9.      Bréf frá Snorra Sigurfinnssyni

Lagt fram bréf frá Snorra Sigurfinnssyni veitingamanni Þrastarlundi, dags. 12. apríl 2005. Hann telur að rafmagnsmál í sveitarfélaginu geti ekki talist eðlileg varðandi bilanatíðni og óskar eftir því að sveitarstjórn beiti sér fyrir lagfæringu mála hjá Rarik.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til Rarik og fá útskýringar á rafmagnsmálum í sveitarfélaginu.

10.    Sameiningarmál

Samþykkt hafa verið ný lög á Alþingi um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem fela í sér að kosmið verður um saeiningu sveitarfélaga laugardaginn 8. október 2005 í stað 23. apríl 2005.

Samkvæmt lokatillögum sameingarnefndar sem félagsmálaráðherra skipaði 12. desember 2003 verður kosið um sameiningu eftirtalinna sveitarfélaga:

Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Grímsnes-og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Sveitarstjórnum er gert að tilnefna tvo fulltrúa í samstarfsnefnd sem annist undirbúning atkvæðagreiðslu um tillöguna og gerð kynningarefnis um áhrif hugsanlegrar sameiningar.

Samþykkt að Gunnar Þorgeirsson og Margrét Sigurðardóttir verði fulltrúar Grímsnes-og Grafningshrepps.

11.    Dómur hæstaréttar um lögheimili

Tekinn fyrir dómur Hæstaréttar frá 14. apríl 2005 um lögheimili í frístundabyggð.

Í málinu krafðist fjölskylda viðurkenningar á því að lögheimili þeirra væri í húsi á skipulögðu frístundarbyggðarsvæði.

Dómurinn féll á grundvelli 2. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1990 um lögheimili.

Sveitarstjórn telur málið alvarlegt og dóminn algjörlega á skjön við skipulags-og byggingarlög og alla þá vinnu sem sveitarfélagið hefur lagt í þar að lútandi. Greinilegt er að galli er í lögum nr. 21/1990 um lögheimili sem felst í því að fólki er heimilt að eiga lögheimili á skipulögðu frístundasvæði.

Öll þjónusta verður ómarkviss og kostnaðarsöm með byggðir dreifðar um allt sveitarfélag. Einnig er ófyrirséð hvað þeir aðilar gera sem eiga sumarhús í frístundabyggðum ef þær breytast í íbúabyggð með fastri búsetu.

Sveitarstjórn skorar á Alþingi að breyta lögum nr. 21/1990 á vorþingi þannig að skýrt sé kveðið á um að ekki sé löglegt að eiga lögheimili í skipulagðri frístundabyggð.

12.    Til kynningar:

a)      Bréf frá Birgi Sigurfinnssyni dags. 4. apríl 2005

Sveitarstjórn þakkar Birgi fyrir störf í þágu sveitarfélagins og óskar honum velfarnaðar í nýju sveitarfélagi.

b)     Fundargerð félagsmálanefndar uppsveita dags. 4. apríl 2005

c)      Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess

d)     Bréf frá Umhverfisráðuneyti dags. 15. mars 2005

e)      Fundargerð fræðslunefndar Bláskógabyggðar dags. 17. mars 2005

f)       Ályktun um málefni tónlistarskóla dags. 10. apríl 2005

g)      Kynningarbréf um Gullkistuna 2005

h)     Erindi frá Félagsmálaráðuneyti dags. 29. mars 2005

i)        Erindi dags. 5. apríl 2005 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Fasteignamati ríksins

j)       Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga dags. 31. mars 2005

k)     Bréf frá Umhverfisráðuneyti dags. 23. mars 2005

13.    Önnur mál:

a)      Breyting á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps, Borg

Samkvæmt bréfi frá Umhverfisráðuneyti vegna breytingar á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps 2002-2014, Borg er tekið undir sjónarmið Skipulagsstofnunar. Ekki er fallist á að breytingin sé óveruleg sbr. 2. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga heldur sé um að ræða verulega breytingu sbr. 1. mgr. 21. gr. sömu laga.

Tillagan verður verður auglýst sem veruleg breyting á aðalskipulagi.

b)     Samgönguáætlun

Lagt fram bréf frá Samgöngunefnd Alþingis dags. 18. apríl.

Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008 sem skila þarf fyrir 26. apríl 2005.

Sveitarstjórn mótmælir vinnubrögðum Alþingis þegar svo viðamikið og veigamikið verkefni er kynnt með stuttum fyrirvara og ætlast til að sveitarstjórn veiti umsögn innan örfárra daga.

Sveitarstjórn áskilur sér lengri frest til að veita umsögn.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16.30

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)