156. fundur hreppsnefndar,04,05,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 4. maí  var haldinn 156. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:              Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð síðasta fundar lögð fram til yfirferðar

Fundargerð sveitarstjórnarfundar dags. 20. apríl 2005 lögð fram.

2.      Fundargerð Skipulagsnefndar lögð fram

Fundargerð Skipulagsnefndar dags. 22. apríl 2005 lögð fram og hún staðfest.

3.      Fundargerð fræðslunefndar Bláskógabyggðar

Fundargerð fræðslunefndar Bláskógabyggðar dags. 14. apríl 2005 lögð fram til kynningar.

4.      Fundargerðir Oddvitafunda

Fundargerðir oddvitafunda dags. 17. mars og 25. apríl 2005 lagðar fram. Sveitarstjórn staðfestir lið 2 og 3 í fundargerð dags. 25. apríl..

5.      Skipulagsmál

a)      34. og 35. gr. Skipulags-og byggingarlaga

Samkvæmt ákvæðum 34. gr. laga um skipulags-og byggingarmál nr. 73/1997 geta sveitarfélög fengið helming innheimtra skipulagsgjalda í sveitarfélaginu greiddan til að standa straum af endurskoðun aðalskipulags.

Sveitarstjórn samþykkir að leita eftir því við Skipulagsstofnun að fá 50% af skipulagsgjöldum úr sveitarfélaginu greidd.

b)     Deiliskipulag Kringlu

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðar á 9,5 ha landspildu norðvestan

við bæjarhús Kringlu II. Spildan er austan Sólheimavegar og norðan

afleggjarans að Kringlu II.

Tillagan gerir ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum, allt að 250 fm. að stærð og

einni landbúnaðarbyggingu með 300 fm. hámarksstærð. Sveitarstjórn hefur

þegar samþykkt tillögu að aðalskipulagsbreytingu á þessum stað.

Samþykkt að heimila auglýsingu deiliskipulagsins skv.25.grein skipulags-og byggingarlaga.

6.      Sundlaug og íþróttahús

Unnið hefur verið að verðkönnun undanfarið vegna byggingar íþróttahúss og sundlaugar á Borg. Gögn verða lögð fram á næsta fundi, þ.e. teikningar og kostnaðarmat.

7.      Breyting á samþykktum sveitarfélags

Seinni umræða um breytingartillögu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes-og Grafningshrepps. Tillagan tekur til 49. gr. og er svohljóðandi:

Var:           7. Leikskólanefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 9. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994

 

Var:           10. Skólanefnd grunnskóla. Í skólanefnd Ljósafosskóla f.h. sveitarfélagsins eru fjórir aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 13. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995. Skólanefnd grunnskólans skipa fimm nefndarmenn en skólinn er rekinn í samlagi með Þinvallahreppi.

 

Verður:      10. Fræðslunefnd. Sameiginleg þriggja manna fræðslunefnd er í grunnskólum og leikskólum Bláskógabyggðar og Grímsnes-og Grafningshrepps. Fræðslunefnd fer með málefni grunnskóla skv. 13. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla og málefni leikskóla skv. 9. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994. Tveir eru kjörnir af Bláskógabyggð og einn af Grímsnes-og Grafningshreppi og jafnmargir til vara.

Sveitarstjórn samþykkir breytinguna og vísar henni til Félagsmálaráðuneytis

til umsagnar.

Sigurður Karl Jónsson situr hjá.

8.      Bréf frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar

Á fundi sveitarstjórnar þann 6. apríl s.l. var samþykkt að óska eftir viðræðum við sveitarstjórn Bláskógabyggðar um samstarf og /eða samvinnu um grunnskóla sveitarfélaganna.

Lagt fram bréf frá Bláskógabyggð dags. 20. apríl 2005 þar sem segir að sveitarstjórn Bláskógabyggðar fagni auknu samstarfi og samvinnu í skólamálum. Samstarfið muni auka möguleika á ráðningu starfsmanna sem hafa meiri sérþekkingu og draga úr áhrifum þess að kennarar og annað starfsfólk skólanna einangrist.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að ganga til samninga við Grímsnes-og Grafningshrepp.

9.      Drög að samstarfssamningi um samvinnu í skólamálum

Lögð fram drög að samstarfssamningi um samvinnu milli Bláskógabyggðar og Grímsnes-og Grafningshrepps.

Samningurinn gerir ráð fyrir að Bláskógabyggð taki að sér að sjá um kennslu og stjórnunarþátt skóla beggja sveitarfélaga. Allir kennarar, leiðbeinendur og skólastjórnendur verða þannig starfsmenn grunnskóla Bláskógabyggðar en Grímsnes-og Grafningshreppur mun kaupa þjónustuna af Bláskógabyggð.

Ekki er gert ráð fyrir breytingum á starfsmannahaldi nema hvað starf skólastjóra við grunnskóla Grímsnes-og Grafningshrepps verður lagt niður og ráðinn verður aðstoðarskólastjóri. Yfirstjórn verður í höndum skólastjóra Bláskógabyggðar.

Samningurinn gerir einnig ráð fyrir þriggja manna sameiginlegri fræðslunefnd samkvæmt breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp. Grímsnes-og Grafningshreppur mun eiga einn fulltrúa og Bláskógabyggð tvo. Fræðslunefnd mun fara með framkvæmdavald í samræmi við fjárhagsáætlun.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ljúka gerð samnings á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga og leggja fram á næsta fundi.

10.    Tilnefning fulltrúa í sameiginlega fræðslunefnd

Sveitarstjórn samþykkir að Guðrún Þórðardóttir verði fulltrúi Grímsnes-og Grafningshrepps í sameiginlegri fræðslunefnd fyrir grunnskóla. Varamaður hennar verður Árni Þorvaldsson.

Áheyrnarfulltrúi fyrir minnihluta verður tilnefndur á næsta fundi sveitarstjórnar.

11.    Umsögn um þingsályktun vegna samgönguáætlunar 2005-2008

Lögð fram til kynningar umsögn um þingsályktun vegna samgönguáætlunar 2005-2008 frá sameiginlegum fundi oddvita og sveitarstjóra í uppsveitum Árnessýslu dags. 25. apríl 2005. Þar kemur fram að samgöngumál sveitarfélaganna séu grundvallaratriði í búsetu og þróun byggðar og atvinnuuppbyggingar í sveitarfélögunum. Samgöngubætur séu einnig grundvallarforsenda viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna.

Fundurinn krafðist þess að unnið sé að úrbótum á tengivegum sveitarfélaganna og að til þess komi aukið fé. Viðhald og uppbygging safn-og tengivega hafi verið í lágmarki sem verulega þarf að auka.

Sveitarstjórn tekur undir ályktun oddvitafundar.

12.    Opnun tilboða í verkið Tæming rotþróa

Lögð fram niðurstaða útboðs í verkið „Tæming rotþróa“ fyrir Grímsnes- og

Grafningshrepp og Bláskógabyggð.  Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóra

verði falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, á grundvelli útboðsins,

í samráði við Bláskógabyggð.

13.    Aðalfundarboð Sorpstöðvar Suðurlands 2005

Samþykkt að Gunnar Þorgeirsson verði fulltrúi Grímsnes-og Grafningshrepps á aðalfundi Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn verður 10. maí n.k.

14.    Til kynningar:

15.    Til kynningar:

a)      Bréf til þingmanna vegna lögheimilismáls dags. 21. apríl 2005

b)     Ársyfirlit ferðamálafulltrúa uppsveita Árnessýslu

c)      123. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands

16.    Önnur mál:

a)      Fundargerð byggingarnefndar lögð fram

Lögð fram fundargerð byggingarnefndar dags. 26. apríl 2005. Gerður er fyrirvari um 2617/2618 og 2619 þar sem deiliskipulag svæðis er í auglýsingu. Að öðru leyti er fundargerð staðfest.

b)     Fundargerð fræðslunefndar

Lögð fram fundargerð fræðslunefndar Grímsnes-og Grafningsrhepps dags. 3. maí 2005

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16.00

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)