159. fundur hreppsnefndar,15,06,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 15. júní  var haldinn 159. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:                Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Guðmundur Þorvaldsson

                                    Ingvar Ingvarsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð síðasta fundar lögð fram

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 1. júní 2005 lögð fram.

2.      Fundargerð byggingarnefndar lögð fram

Fundargerð byggingarnefndar dags. 7. júní 2005 lögð fram.

Gerðar eru athugasemdir við lið 2654, gofbílageymslu og geymslu, 31,5 fm.

Einnig eru gerðar athugasemdir varðandi liði 2666/2667, gestahús 26,7 fm.

Í lið 2693/2694, íþróttahús og sundlaug er gerð athugasemd við að ekki er tilgreind staðsetning bygginga.

Samkvæmt beiðni jarðareiganda er gerður fyrirvari um eignarhald varðandi liði 2685, 2686, 2687 og 2688.

Að öðru leyti er fundargerðin staðfest.

3.      Skipulagsmál:

a)      Deiliskipulag frístundabyggðar, Miðengi

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar, Miðengi.

Tillagan gerir ráð fyrir 58 lóðum og útivistarsvæði á um 63 ha. lands.

Ein athugasemd barst frá Böðvari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Árnesinga þar sem segir að girðing á mörkum Miðengis og Snæfoksstaða sé ekki alls staðar í mörkum.

Tekið var tillit til athugasemdar og uppdrætti breytt í samræmi við hana.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna sbr. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga.

b)      Breyting á aðalskipulagi Kringlu

Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Kringlu.

Breytingin felst í því að iðnaðarsvæði, 9,5 ha. breytist í landbúnaðarsvæði.

Tillagan var auglýst frá 11. maí til 8. júní 2005. Athugasemdafrestur rennur út 22. júní 2005.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um að engar athugasemdir berist og óskar eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga.

c)      Breyting á aðalskipulagi Öndverðarnesi

Tekin fyrir tillaga að breytingu aðalskipulags Grímsnes-og Grafningashrepps 2002-2014 í landi Öndverðarness.

Tillagan var í kynningu frá 28.apríl til 25.maí 2004. Athugsemdafrestur var til 9.júní 2004.

Athugsemd barst frá eigendum Óruness sem fóru fram á að þeirra svæði yrði ekki skilgreint sem frístundasvæði.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með þeirri breytingu að land Óruness verði ekki skilgreint sem frístundasvæði. Svarbréf skipulagsfulltrúa til eigenda Óruness lögð fram.

Samþykkt sbr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga og vísað til skipulagsfulltrúa til lokaafgreiðslu.

d)      Erindi vegna Króks í Grafningi

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar eigenda Króks í Grafningi dags. 7. september 2004. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þess efnis að enginn eignaraðila geti nýtt landareignina nema með samráði og og samþykki allra erfingja eignarlandsins.

e)      Bréf frá Skipulagsstofnun vegna 3. mgr. 34. gr. skipulags-og byggingarlaga

Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar dags. 26. maí 2005. Í bréfinu er erindi sveitarstjórnar Grímsnes-og Grafningshrepps frá 6. maí varðandi 3. mgr. 34. gr. skipulags-og byggingarlaga hafnað.

Sveitarstjórn samþykkir að skoða málið frekar.

4.      Rafmagn á gámasvæði Seyðishólum

Lögð fram kostnaðaráætlun vegna rafmagnstengingar á gámasvæðið Seyðishólum.

Sveitarstjórn samþykkir að leggja rafmagn og gera ráð fyrir vatnstengingu á gámasvæðið.

5.      Samningur við Fasteign vegna byggingar íþróttahúss og sundlaugar

Tekin fyrir drög að samningi milli Fasteignar hf og Grímsnes-og Grafningshrepps um byggingu íþróttahúss og sundlaugar á Borg.

Samþykkt að vinna áfram að samningsgerð og óska eftir áliti lögmanns sveitarfélagsins á samningi.

6.      Sogsbakkar, framkvæmdir

Tilboð í framkvæmdir við götur og lagnir í frístundabyggðina Sogsbökkum voru opnuð á Borg 2. júní s.l.

Tvö tilboð bárust sem yfirfarin voru af verkfræðingi.

Sveitarstjórn samþykkir að taka lægra tilboðinu og undirrita verksamning við verktaka.

7.      Skiptasamningur um veiðiréttindi

Tekin fyrir drög að skiptasamningi milli Grímsnes-og Grafningshrepps og Búgarðs ehf. um veiðiréttindi fyrir landi Ásgarðs í Grímsnes-og Grafningshreppi sbr. bókun sveitarstjórnar á fundi 1. júní s.l.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning.

8.      Bréf frá veiðifélagi Úlfljótsvatns

Lagt fram til kynningar bréf frá veiðifélagi Úlfljótsvatns dags. 2. júní 2005.

9.      Umsögn vegna endurnýjunar á veitingaleyfi

Tekin fyrir beiðni frá sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs veitingastofu og gistiheimilis í Nesbúð á Nesjavöllum.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi umsókn.

10.    Umsögn vegna landskiptagerðar fyrir jörðina Björk

Tekin fyrir beiðni um umsögn sveitarstjórnar vegna landskiptagerðar fyrir jörðina Björk. Jörðinni verður skipt í tvær jarðir, Björk I og Björk II. Björk I mun halda lögbýlisrétti.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi landskiptagerð.

11.    Beiðni um styrk vegna landsmóts skáta

Lögð fram beiðni um styrk frá framkvæmdastjóra landsmóts skáta sem haldið verður á Úlfljótsvatni 19. – 26. júlí n.k.

Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 50.000

12.    Til kynningar:

a)      249. fundur Atvinnuþróunarsjóðs dags. 13. maí 2005

b)      Bréf frá Skeiða-og Gnúpverjahreppi dags. 1. júní 2005

c)      Staðfesting frá Félagsmálaráðuneyti á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes-og Grafningshrepps

d)      Fjárhagsáætlun og skipting framlaga til Héraðsnefnda Árnesinga

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  16.00

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Ingvar Ingvarsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)