160. fundur hreppsnefndar,06,07,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 6. júlí  var haldinn 160. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:              Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Helga Gústavsdóttir

                                    Ingvar Ingvarsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

Í upphafi fundar minntist sveitarstjórn Hjartar Jónssonar frá Brjánsstöðum sem lést af slysförum mánudaginn 4 júlí síðastliðinn.

 

1.      Fundargerð síðasta fundar lögð fram

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 15. júní 2005 lögð fram.

2.      Fundargerð byggingarnefndar lögð fram

Fundargerð byggingarnefndar dags. 28. júní 2005 lögð fram og staðfest.

3.      Fundargerð skipulagsnefndar lögð fram

Fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. júní 2005 lögð fram og staðfest.

4.      Skipulagsmál:

a)      Lóðablað úr landi Syðri Brúar

Lagt fram lóðablað úr landi Syðri Brúar af 10.956 fm. lóð undir íbúðarhús.

Lóðin er vestan við Brúará og norðan við þjóðveg.

Sveitarstórn samþykkir fyrirliggjandi lóðablað sbr. 30. gr. skipulags-og byggingarlaga og heimilar að reist verði eitt hús sbr. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis sömu laga þegar skipulagsuppdráttur liggur fyrir.

b)     Breyting á aðalskipulagi í landi Vaðness

Tekin fyrir breyting á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps 2002-2014.

Breytingin felst í því að 47. ha. landbúnaðarsvæðis úr landi Vaðness verður að frístundasvæði.

Tillagan var auglýst frá 13. maí til 10. júní 2005. Athugasemdafrestur var 24. júní 2005.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og óskar eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga.

c)      Breyting á aðalskipulagi í landi Galtar

Tekin fyrir breyting á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps 2002-2014.

Tillagan gerir ráð fyrir því að um 28. ha. spilda í landi Galtar breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði undir frístundabyggð.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu á tillögunni með fyrirvara um umsögn Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga.

d)     Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Galtar

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Galtar. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum á um 2,6 ha. lands.

Sveitarstjórn óskar eftir heildardeiliskipulagi í samræmi við aðalskipulagsbreytingu.

Einnig þarf að gera grein fyrir vegtengingu við svæðið.

e)      Deiliskipulag íbúabyggðar, Borg

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi að Borg. Gert er ráð fyrir 60 íbúðarlóðum til viðbótar þeim 11 sem fyrir eru, lóðum fyrir verslun og þjónustu auk svæðis fyrir skóla, skrifstofur, íþróttahús og sundlaug.

Einnig gerir tillagan ráð fyrir fimm athafnalóðum.

Tillagan var í auglýsingu frá 11. febrúar til 11. mars 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 29. mars 2005.

Engar athugasemdir bárust.

Breyting á aðalskipulagi á Borg var staðfest af umhverfisráðherra 16. júní s.l.

Sveitarstjórn samþykkir að gera óverulega breytingu á auglýstri tillögu þannig að aðkomu að íbúabyggð er breytt. Sú ákvörðun var tekin þar sem aðstæður eru erfiðar vegna landhalla og tæknilegra aðstæðna á svæðinu. Jafnframt telur sveitarstjórn að umferðaröryggi í hverfinu aukist með því að vegtengingum við Borgarbraut verður fækkað.

Einnig var samþykkt að gera mön meðfram Biskupstungnabraut.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga.

5.      Umsögn um lögbýli, Björk II

Lagður fram tölvupóstur frá Ingibjörgu Harðardóttur og Birni Snorrasyni dags. 5. júlí 2005 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar varðandi nýtt lögbýli, Björk II, Grímsnes-og Grafningshreppi.

Áður hefur verið veitt umsögn um landskipti jarðarinnar.

Sveitarstjórn fagnar stofnun lögbýlisins og gerir ekki athugasemdir við það.

Ekki verður tekin afstaða vegna heimreiðar og rimlahliðs fyrr en skipulagsuppdrættir liggja fyrir.

6.      Samningur við Fasteign vegna byggingar íþróttahúss og sundlaugar

Lagt fram álit lögmanns á samningi milli Fasteignar hf og Grímsnes-og Grafningshrepps um byggingu íþróttahúss og sundlaugar.

Ekki eru gerðar veigamiklar athugasemdir við samningsdrög.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila sveitarstjóra að skrifa undir samning við Fasteign hf. samkvæmt fyrirliggjandi drögum.

7.      Fyrirspurnir um hitaveitu og vatnsveitu

Óskað hefur verið eftir aðkomu sveitarfélagsins að vatnsveitu og hitaveitu á tveimur frístundasvæðum, Minna-Mosfelli og Kringlu. Einnig hefur verið óskað eftir aðkomu sveitarfélagsins að vatnsveitu og hitaveitu á einu lögbýli, Haga.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í málið en mun fresta afgreiðslu til haustdaga með tilliti til framkvæmdaáætlunar um fyrirkomulag í vatnsveitumálum.

8.      Umsóknir um reiðvegafé

Teknar fyrir tvær umsóknir um reiðvegafé.

Um er að ræða umsókn um styrk vegna reiðleiðarinnar frá Tjaldhól við Þóroddstaði í gegnum skógræktargirðingu á Mosfelli og framhjá Seli. Einnig vegna reiðleiðar frá Tjaldhól og að Apavatni.

Samgöngunefnd tók umsóknirnar til umsagnar á fundi sínum þann 4. júlí s.l. ásamt fulltrúa frá hestamannafélaginu Trausta.

Reiðveganefnd hestamannafélagsins fékk styrk frá Vegagerð til lagningar reiðvegs frá Apá að Svínavatni og frá Seyðishólum að Miðengi og er framlag sveitarfélagsins einnig bundið í þeirri leið. Reiðleiðin frá Tjaldhól að Apavatni er hluti af þeirri leið.

Sveitarstjórn beinir því til reiðveganefndar hestamannafélagsins að leiðin frá Tjaldhól að Seli verði sett á áætlun um reiðvegagerð hið fyrsta.

9.      Beiðni um aukinn skólaakstur vegna fullorðinsfræðslu

Lögð fram beiðni um aukinn skólaakstur frá Sólheimum á Selfoss vegna fullorðinsfræðslu.

Sveitarstjórn samþykkir að vera með tvær ferðir í viku frá Sólheimum fyrir fullorðinsfræðsluna.

10.    Umsögn vegna umsóknar um rekstur kaffihúss og gistiheimilis

Lögð fram beiðni um umsögn vegna umsóknar Aðalheiðar Ástu Jakobsdóttur sem sækir um endurnýjun á leyfi til reksturs kaffihúss og gistiheimilis í Brekkukoti, Sólheimum.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi umsókn.

11.    Umsóknir um endurnýjun vínveitingaleyfa

Óskað er eftir endurnýjun vínveitingaleyfa fyrir Þrastarskóg ehf. annarsvegar og félagsheimilið Borg hinsvegar.

Sveitarstjórn samþykkir að endurnýja vínveitingaleyfin með fyrirvara um jákvætt svar frá umsagnaraðilum sbr. áfengislög nr. 75 frá 1998.

12.    Upplýsingar frá Fasteignamati ríkisins um skipulagsgjald

Lagðar fram upplýsingar frá Fasteignamati ríkisins um álögð skipulagsgjöld áranna 2003 og 2004 í Grímsnes-og Grafningshreppi.

13.    Borg, framkvæmdir

Tilboð í framkvæmdir við götur og lagnir í íbúabyggð á Borg voru opnuð 16. júní s.l.

Tvö tilboð bárust sem yfirfarin voru af verkfræðingi.

Sveitarstjórn samþykkir að taka lægra tilboðinu og undirrita verksamning við verktaka.samkvæmt fyrirliggjandi drögum.

14.    Skólavist utan lögheimilis

Tekið fyrir bréf dags. 1. júlí 2005 þar sem óskað er eftir því að barn sem fara á í 7. bekk í haust fái að stunda nám við Reykholtsskóla.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

15.    Til kynningar:

a)      250. fundur Atvinnuþróunarsjóðs dags. 22. júní 2005

b)     Fundargerðir samstarfsnefndar um sameiningu dags. 31. maí og 16. júní 2005

c)      Bréf frá SASS dags. 16. júní 2005 vegna Sérdeildar Suðurlands

d)     Seldar lóðir úr eigu sveitarfélagsins árið 2004

e)      Bréf frá Vegagerð dags. 10. júní 2005 vegna Grafningsvegar neðri

f)       Bréf frá Ómari G. Jónssyni dags. 3. júní 2005 vegna Þingvallasiglinga

g)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 15. júní 2005

h)     Erindi frá embætti yfirdýralæknis dags. 9. júní 2005

i)        Samkomulag um fyrirkomulag vegna tónlistarnáms á framhaldsskólastigi

j)       Bréf frá Vegagerð dags. 28. júní 2005 vegna styrkumsóknar

k)     Yfirlit seldra lóða í sveitarfélaginu á árinu 2004

16. Önnur mál:

a)      Efri Brú, skólalóð

Sveitarstjórn samþykkir að gera eigendum Efri Brúar tilboð í landspildu undir og umhverfis Ljósafossskóla og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu við eigendur.

Svæðið er um 8,3 ha. alls.

b)     Búgarður

Tekið fyrir bréf frá stjórn Búgarðs ehf dags. 4. júlí 2005 þar sem vísað er til afgreiðslu sveitarstjórnar á fundi dags. 1. júní um veiðimál fyrir landi Ásgarðs og til funda forsvarsmanna Búgarðs með oddvita og sveitarstjóra.

Í bréfinu kemur fram að rætt hafi verið um sameiginlegan samning um leigu á 3 stöngum og sölu á veiðirétti sveitarfélagsins ásamt veiðihúsi.

Sveitarstjórn samþykkir að selja ekki veiðirétt sinn né veiðihús í Ásgarðslandi að svo stöddu.

Að öðru leyti er vísað til bókunar sveitarstjórnar frá fundi 1. júní s.l.

c)      Styrkur

Tekin fyrir ósk um styrk frá Bjarna Bjarnasyni dags. 4. júlí 2005 . Bjarni hefur verið valinn í U-20 landslið Íslands í körfuknattleik sem fer á næstunni til Búlgaríu á Evrópumót.18. maí 2005.

Samþykkt að veita Bjarna 15.000 kr. styrk.

d)     Ásgarður í Grímsnesi, deiliskipulag frístundabyggðar Búgarðs ehf.

Lögð fram tillaga að deilsikipulagi frístundabyggðar í landi Búgarðs ehf milli Búrfellslækjar og lands Syðri-Brúar. Tillagan skal leysa eldra skipulag innan svæðisins að hólmi. Skipulagssvæðið er 218 ha að stærð en land Búgarðs er alls um 500 ha.

Tillagan var í kynningu frá 20.apríl til 18.maí 2005. Athugasemdafrestur var til 1.júní. Engin athugsemd barst.

Komið hefur verið til móts við umsögn Umhverfisstofnunar dags. 30 maí 2005 varðandi fjarlægð frá bökkum Sogsins og frá bökkum Búrfellslækjar.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag sbr. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga og vísar málinu til skipulagsfulltrúa til lokaafgreiðslu.

e)      Framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarholu austarlega á Hellisheiði við Ölkelduháls

Tekin fyrir beiðni frá Orkuveitu Reykjavíkur um framkvæmdaleyfi fyrir borun rannsóknarholu austarlega á Hellisheiðinni á Ölkelduhálsi.

Rannsóknir hafa verið kynntar Skipulagsstofnun ríkisins.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að veita Orkuveitu Reykjavíkur framkvæmdaleyfi fyrir borun á ofangreindri rannsóknarholu.

Greiða þarf úr óvissu um landamerki í samráði við sveitarstjórn Ölfus á svæðinu.

f)       Styrkur vegna námskeiðs

Umsókn leikskólastjóra vegna endurmenntunarnámskeiðs í Danmörku.

Sveitarstjórn samþykkir að greiða kr. 40.000  fyrir Sigurborgu Kristjánsdóttur leikskólastjóra vegna námskeiðsins.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  16.30

 

Að loknum formlegum fundi fór sveitarstjórn í heimsókn í nokkur fyrirtæki í sveitarfélaginu.

 

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Helga Gústavsdóttir (sign)

                                    Ingvar Ingvarsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)