161. fundur hreppsnefndar,21,07,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, fimmtudag 21. júlí  var haldinn 161. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg. Um aukafund er að ræða.

 

Fundinn sátu:              Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

                                    Ingvar Ingvarsson

 

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 18.00

 

1.      Fyrirspurn um kaup óseldra lóða í Ásborgum

Sveitarstjórn hefur móttekið fyrirspurn um kaup á óseldum heilsárslóðum í Ásborgum.

Sveitarstjórn samþykkir að skilyrði fyrir sölu verði eftirfarandi:

Gert verði ráð fyrir 20% afslætti af lóðaverði, 30% verði greidd við undirritun kaupsamnings ásamt 50% af áætluðum gatnagerðargjöldum.

Eftirstöðvar lóðaverðs verði greiddar með þremur jöfnum afborgunum á árinu 2006 enda liggi fullnægjandi tryggingar fyrir.

Eftirstöðvar gatnagerðargjalda verða greidd þegar byggingarteikningar liggja fyrir hverju sinni, þó ekki seinna en 1. febrúar 2007.

Sett verði skilyrði um að lóðirnar verði byggðar innan þriggja ára.

Sveitarstjóra falið að ganga frá kaupsamningi í samráði við lögmann sveitarfélgsins.

2.      Fundargerð byggingarnefndar

Fundargerð byggingarnefndar dags. 19. júlí 2005 lögð fram.

Gerð er athugasemd við lið 2751. Það er ekki sveitarstjórn sem hafnar stærri aukahúsum en 25 fm heldur sér einungis til þess að byggingarskilmálum á hverjum stað sé framfylgt.

3.      Deiliskipulag Þrastarlundi

Tekin fyrir breyting að deiliskipulagi við Þrastarlund.

Breytingin gerir ráð fyrir staðsetningu bensínsjálfsafgreiðslu við bifreiðastæði veitingaskálans.

Tillagan var auglýst frá 3. júní til 1. júlí 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 15. júlí 2005.

Sveitarstjórn er ekki kunnugt um að athugasemdir hafi verið gerðar við tillöguna og samþykkir fyrirliggjandi tillögu sbr. 26. gr. skipulags-og byggingarlaga með fyrirvara um að ekki hafi borist athugasemdir og að allar tilskyldar umsagnir liggi fyrir sbr. bókun sveitarstjórnar frá 18. maí s.l.

Sveitarstjórn beinir einnig þeim tilmælum til UMFÍ að gerðar verði vegbætur vegna aðkomu að svæðinu samanber athugasemdir Vegagerðar dags. 4. maí 2005.

4.      Bréf frá Atvinnuþróunarsjóði vegna Kjalvegs

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands dags. 11. júlí 2005 til kynningar.

Í bréfinu er fjallað um hugmyndir að heilsársvegi um Kjöl og aðkomu sunnlendinga að verkefninu.

5.      Leyfi fyrir flugeldasýningu

Tekin fyrir beiðni frá Sýslumanni á Selfossi um flugeldasýningu á Úlfljótsvatni 23. júlí n.k.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við ofangreint.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  19.30

 

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

                                    Ingvar Ingvarsson (sign)