162. fundur hreppsnefndar,24,08,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 24. ágúst  var haldinn 162. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:              Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerðir funda sveitarstjórnar nr. 160 og 161

Fundargerðir sveitarstjórnar dags. 6. júlí og 21. júlí 2005 lagðar fram.

2.      Fundargerð byggingarnefndar

Fundargerð byggingarnefndar dags. 9. ágúst 2005 lögð fram og staðfest.

3.      Fundargerðir fræðslunefndar nr. 1 og 2

Fundargerðir fræðslunefndar dags. 31. maí og 8. ágúst 2005 lagðar fram.

4.      Fundargerð fjallskilanefndar

Fundargerð fjallskilanefndar dags. 8. ágúst 2005 lögð fram.

Sveitarstjórn beinir þeim tilmælum til fjallskilanefndar að samræma gjöld og tekjur þannig að álögð fjallskil standi undir áætluðum gjöldum.

5.      Fundargerðir sameiningarnefndar

Fundargerðir sameiningarnefndar lagðar fram til kynningar.

6.      Skipulagsmál:

a)      Breyting á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Efri-Brúar

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Efri-Brúar.

Tillagan er lögð fram að ósk landeigenda og gerir ráð fyrir að um 8 ha.breytist úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga með fyrirvara um að aðliggjandi landeigendur staðfesti breytingartillöguna. Einnig er gerður fyrirvari um að hönnuður afli þeirra umsagna sem hugsanlega verður óskað eftir.

b)     Breyting á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Ásgarðs

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Ásgarðs.

Tillagan er lögð fram að ósk landeigenda og gerir ráð fyrir að um 55 ha. lands breytist úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði.

Tillagan var áður lögð fram þann 16. febrúar s.l. en afgreiðslu var þá frestað af sveitarstjórn þar sem jörðin var ekki réttnefnd.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga með fyrirvara um að hönnuður afli þeirra umsagna sem hugsanlega verður óskað eftir.

7.      Skólamál, staða framkvæmda og fleira

Sveitarstjórn fór í upphafi fundar í skoðunarferð um nýja skólabyggingu á Borg.

Húsið er nánast á áæltuðum tíma sem var 15. ágúst s.l. en ýmis lokafrágangur hefur tafist lítillega og mun kennsla hefjast 29. ágúst í stað 23. ágúst eins og áætlað var.

Rætt um skólaakstur, fjölgun nemenda og viðbótarleiða.

8.      Sameiningarmál

Sveitarstjórn gerð grein fyrir vinnu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu.

Haldnir hafa verið sex fundir, íbúaþing skipulagt í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Alta og einum kynningarbæklingi hefur verið dreift á öll heimili.

Íbúaþingið var haldið í Skálholti þann 29. júní s.l, og bar yfirskriftina ,,Sóknarfæri í uppsveitunum. Sundur eða saman?’’ Tilgangur þingsins var að gefa íbúum viðkomandi sveitarfélaga kost á að ræða og móta framtíðarsýn fyrir svæðið hvort sem um sameiningu verður að ræða eða áframhaldandi samvinnu.

Þingið tókst vel og mættu um 80 manns.
Á næstunni verður samantekt skýrslu um íbúaþingið dreift á heimili í sveitarfélögunum fjórum.

Í september verða haldnir íbúafundir í hverju sveitarfélagi og stefnt er að því að fundur í Grímsnes-og Grafningshreppi verði 6. september n.k. kl. 20.

9.      Beiðni um samþykki sveitarstjórnar við banni um lausagöngu búfjár

Lögð fram kynning frá Steinari Árnasyni um ákvörðun hans á friðun jarðar sinnar, Syðri Brúar, fyrir ágangi búfjár.

Sveitarstjórn beinir þeim tillmælum til Steinars að afla umsagnar Búnaðarsambands Suðurlands á vörslulínum. Þegar fyrir liggur umsögn um að vörslulínur standist ákvæði laga nr. 103/2002 mun sveitarstjórn heimila auglýsingu á ákvörðun landeiganda.

10.    Verðmætamat á Ljósafossskóla og kennaraíbúð

Lagt fram til kynningar verðmætamat Ljósafossskóla og kennaraíbúða sem unnið var af Málflutningsskrifstofunni ehf.

Sveitarstjórn samþykkir að fela Málflutningsskrifstofunni að auglýsa Ljósafossskóla og óska eftir tilboðum í eignirnar.

11.    Erindi frá FMR vegna endurmats sumarbústaða og sumarbústaðalóða

Lagt fram til kynningar erindi frá Fasteignamati ríkisins dags. 5. júlí 2005 um endurmat á sumarbústöðum og sumarbústaðalóðum.

Mat sumarbústaða og sumarbústaðalóða í Grímsnes-og Grafningshreppi hækkaði um 19,8%  en mat  óbyggðra sumarbústaðalóða lækkaði um 6,2%.

12.    Beiðni um lögheimili í frístundabyggð

Lögð fram beiðni frá Birni Helgasyni um skráningu lögheimilis í frístundabyggð að Hraunborgum.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir áður umbeðnum gögnum sem reglur um skráningu lögheimilis í frístundabyggð gera ráð fyrir.

13.    Samþykkt vegna leigusamnings um byggingu íþróttahúss og sundlaugar á Borg

Leigusamningur milli Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf og Grímsnes-og Grafningshrepps um sundlaug og íþróttahús var undirritaður þann 26. júlí s.l.

Undirritun var gerð með fyrirvara um að leigutaki sætti sig við endanlega skilalýsingu og að hún samræmist þeim gögnum sem þegar hafa verið kynnt af leigusala. Einnig var gerður fyrirvari á því að leigutaki muni sætta sig við dælubúnað ofl. sem notaður er í sundlauginni og að tekið verði tillit til rekstrarkostnaðar.

14.    Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005-2020 dreift til fundarmanna.

Gert er ráð fyrir að tillagan verði tekin til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar þann 5. október n.k.

15.    Til kynningar:

a)      385. stjórnarfundur SASS dags. 13. júní 2005

b)     385. stjórnarfundur SASS dags. 18. ágúst 2005

c)      125. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 20. júlí 2005

d)     77. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 19. júlí 2005

e)      Bréf frá Félagsmálaráðuneyti dags. 8. ágúst 2005

16.    Önnur mál:

a)      Kringla

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Kringlu.

Gert er ráð fyrir einni landbúnaðarbyggingu og tveimur íbúðarhúsum á 9,5 ha. lands.

Tillagan var í auglýsingu frá 11. maí til 8. júní 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 22. júní 2005.

Engar athugasemdir bárust.

Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir sama svæði.

Aðalskipulagstillagan var staðfest í Umhverfisráðuneytinu 27. júlí 2005.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna sbr. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga og óskar eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

b)     Efri Brú í Grímsnesi.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Efri-Brúar. Skipulagssvæðið sem er 65 ha að stærð  liggur að landi Kaldárhöfða í norðri og  að Úlfljótsvatni í vestri.

Gert er ráð fyrir 33 frístundalóðum og eru 14 vestan vegarins.  Stærðir lóða eru frá 7000m² að 20.000m²(2ha). Gert er ráð fyrir sameiginlegu bátaskýli fyrir byggðina  með aðgengi að vatni.

Tillagan var í kynningu frá 3.júní til 15.júlí 2005. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagshönnuður hefur gert tillögu að nokkrum breytingum  á skilmálum sem eru eftirfarandi

neðri mörk þakhalla (14°) verði felld úr skilmálum

að í stað orðsins “mænisstefna” komi “stefna húss”

að stefna húsa á neðra svæðinu verði samræmd/ breytt þannig að þau séu eins og á syðstu lóðunum á þessu svæði.

vegstæði hafa verið mæld út sem hefur haft breytingu í för með sér á vegi ofan þjóðvegar.

lóðir hafa breyst lítillega vegna breyttrar legu vegarins.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið í samræmi við 25.grein skipulags-og byggingarlaga með þeim breytingum sem skipulagshönnuður hefur lagt til.

c)      Minna-Mosfell í Grímsnesi.

Tillaga að breytingu aðalskipulags Grímsnes-og Grafningshrepps 2002 -2014.

Tillagan gerir ráð fyrir því að 107ha  landbúnaðarsvæði breytist í svæði undir frístundabyggð, þar af eru um 85 ha  norðan Biskupstungnabrautar og 22 ha  fyrir sunnan.

Tillagan var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar  sunnan og vestan undir Mosfelli.

Tillagan var í kynningu frá 3.júní til 15.júlí 2005. Hvorki bárust athugasemdir við tillögu að breytingu á aðalskipulagi né við tillögu að deiliskipulagi.

Tillagan er samþykkt í samræmi við 18.grein skipulags-og byggingarlaga.

d)     Minni-Bær í Grímsnesi.

Tillaga að breytingu aðalskipulags Grímsnes-og Grafningshrepps 2002 -2014. Beiðandi er Vilhjálmur Bjarnason.

Tillagan gerir ráð fyrir því að 20 ha  landbúnaðarsvæðis breytist í svæði undir frístundabyggð. Landið er um 1 km sunnan bæjartorfunar í mólendi beggja vegna Stærribæjargils. Gert er ráð fyrir vegtengingu frá Sólheimavegi.

Sveitarstjórn heimilar auglýsingu tillögunar skv. 18.grein Skipulags-og byggingarlaga en beinir því til beiðanda að leita eftir umsögn Vegargerðarinnar vegna tengingar við Sólheimaveg.

e)      Minni-Bær í Grímsnesi.

Tillaga að breytingu aðalskipulags Grímsnes-og Grafningshrepps 2002 -2014. Tillagan gerir ráð fyrir því að 2.2 ha  landbúnaðarsvæði breytist í svæði undir frístundabyggð. Landið er austan Heiðarbrautar sem er norðan við Biskupstungnabraut.

Sveitarstjórn heimilar auglýsingu tillögunar skv. 18.grein Skipulags-og byggingarlaga og skal deiliskipulagstillaga auglýst samhliða.

f)       Minni-Bær í Grímsnesi.

Tillaga að deiliskipulagi 4 frístundalóða austan Heiðarbrautar í landi Minni-Bæjar. Skipulagssvæðið er 2,2, ha og liggur  norðan Biskupstungnabrautar.

Tillagan gerir ráð fyrir 4 frístundalóðum, 5.500 – 7000 m² að stærð.

Sveitarstjórn heimilar auglýsingu tillögunar skv. 25.grein Skipulags-og byggingarlaga og skal auglýst samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags á sama stað.

g) Nesjar í Grafningi.

Lögð fram í annað sinn eftir kynningu tillaga að breytingu aðalskipulags Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Nesja. Tillagan var í kynningu frá 26.apríl til 26.júní 2004, athugasemdafrestur var til 9.júní. Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að svarbréfi til þeirra sem gerðu athugasemdir við tillöguna en Skipulagsstofnun hefur mælst til þess að það verði gert þó svo að athugasemdir hafi borist eftir tilskilinn frest.

Tillagan var samþykkt í sveitarstjórn 6.september á síðasta ári með breytingu  í kjölfar umsagnar Umhverfisstofnunar en Skipulagsstofnun hefur enn ekki veitt heimild til staðfestingar breytingarinnar. Það er mat sveitarstjórnar að þó svo að um aukningu sumarhúsalóða sé að ræða í landi Nesja þá sé hún ásættanleg með tilliti til nátturu svæðisins og hagsmuna annara sumarhúsaeigenda og að breytingin sé í samræmi við markmið aðalskipulagsins. Við útfærslu deiliskipulags á nýjum svæðum sé þess gætt að það sé í samræmi við markmið aðalskipulags og laga um vernd Þingvallavatns og vatnasviðs þess.

Sveitarstjórn ítrekar samþykkt sína frá 6.september 2004.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  16.30

 

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)