163. fundur hreppsnefndar,07,09,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 7. september  var haldinn 163. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:              Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Helga Gústavsdóttir

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð sveitarstjórnar  

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 24. ágúst lögð fram.

Sveitarstjórn samþykkir að breyta bókun vegna liðar nr. 10 og óska eftir því að sala Ljósafossskóla fari á almennan markað.

2.      Fundargerð byggingarnefndar lögð fram

Fundargerð byggingarnefndar dags. 30. ágúst 2005 lögð fram og staðfest með fyrirvara um að lóðarblað vegna liðar 2824 verði lagt fram.

3.      Fundargerð skipulagsnefndar lögð fram

Fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. ágúst 2005 lögð fram og staðfest með fyrirvara um að undirskriftir aðliggjandi landeiganda liggi fyrir varðandi lið nr. 17, lóðarblað fyrir Minni-Borg.

4.      Skipulagsmál:

a)      Deiliskipulag í landi Galtar

Lagt fram erindi dags. 8. ágúst 2005 vegna deiliskipulags í landi Galtar.

Á fundi sveitarstjórnar þann 6. júlí s.l. var tillaga deiliskipulags tekin fyrir.

Tillagan gerði ráð fyrir tveimur byggingarreitum á um 2,6 ha. lands.

Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu og óskaði eftir heildarskipulagi í samræmi við aðalskipulagsbreytingu. Einnig að gerð yrði grein fyrir vegtengingu við svæðið.

Ofangreindar upplýsingar liggja nú fyrir og sveitarstjórn heimilar að tillagan verði auglýst.

b)     Frístundabyggð í landi Úlfljótsvatns

Lagt fram til kynningar uppdráttur og fundargerð fundar vegna frítímabyggðar á Úlfljótsvatni dags. 25. ágúst 2005.

c)      Kostnaður vegna aðalskipulagsbreytinga

Sveitarstjórn samþykkir að þegar óskað er eftir aðalskipulagsbreytingu í sveitarfélaginu fyrir utan samþykktan tíma sem er í september ár hvert sbr. bókun sveitarstjórnar dags. 21. maí 2003, verði kostnaður á höndum þeirra sem óska eftir breytingunni. Ósk um að sveitarstjórn greiði fyrir aðalskipulagsbreytingu í september þarf að berast skriflega.

Auglýsingakostnaður verður greiddur af sveitarstjórn.

d)     Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar,Miðengi

Tekið fyrir erindi dags. 5. september 2005 vegna deiliskipulags frístundabyggðar í landi Miðengis.

Óskað er eftir heimild til að auglýsa breytingu á nýsamþykktu deiliskipulagi.

Breytingin gerir ráð fyrir að lóðir nr. 4 og nr. 6 við Dvergahraun sameinist í eina lóð, nr. 4 sem verður 13.800 fm.

Einnig að lóðir nr. 10 og nr. 12 við Dvergahraun sameinist í eina lóð, nr. 10 sem verður 16.700 fm.

Skipulagsnefnd vísaði málinu frá á fundi sínum 25. ágúst þar sem um er að ræða nýtt deiliskipulag og fækkun húsa talin draga úr hagkvæmni framkvæmda og þjónustu á svæðinu.

Í framlögðu erindi er gerð grein fyrir ástæðu breytingartillögunnar.

Lóðirnar eru allar í eigu sömu fjölskyldu.

Gert er ráð fyrir að byggja tvo stóra bústaði og eru byggingarreitir of litlir samkvæmt auglýstu skipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu á ofangreindri breytingu samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags-og byggingarlaga og skal beiðandi bera allan kostnað af breytingunum.

e)      Deiliskipulag frístundabyggðar, Búrfell II

Lagt fram deiliskipulag frístundabyggðar í landi Búrfells II.

Á fundi skipulagsnefndar þann 19. maí s.l. var tillagan tekin fyrir.

Tillagan skal leysa eldra deiliskipulag á þessu svæði af hólmi en það var samþykkt í hreppsnefnd Grímsneshrepps þann 9.júní 1998.

Svæðið er um 65 ha og er norðan við Búrfellslæk með aðkomu frá Búrfellsvegi.

Gert er ráð fyrir 62 lóðum en þær eru 42 í gildandi skipulagi.

Hámarksstærð bústaða er 180 m² en er 100 m² í gildandi skipulagi,mænishæð 6 metrar í stað 5.

Skipulagsnefnd samþykkti að heimila auglýsingu tillögunnar samkvæmt 25 gr. skipulags-og byggingarlaga með fyrirvara um að allar tilskildar umsagnir lægju fyrir.

Einnig að sýnd væri gönguleið meðfram læk og um opin svæði.

Tillagan sem liggur fyrir fundi hefur verið breytt til samræmis við ofangreindar athugasemdir.

Tillagan var auglýst frá 3. júní til 1. júlí og frestur til að skila inn athugasemdum var til 15. júlí 2005.

Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið sbr. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga.

5.      Girðingarmál á Nesjavöllum

Tekið fyrir bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. ágúst 2005.

Í bréfinu kemur fram að Orkuveitan hefur látið hanna girðingu, 4,6 km. langa sem liggur frá Sporhelludal í Dyrafjöllum og tengist  austurgirðingu Nesjavalla á Stangarhálsi.

Orkuveitan telur að framkvæmdin verði kostnaðarsöm vegna nokkurra ristarhliða fyrir umferð stórra tækja.

Óskað er eftir því að Grímsnes-og Grafningshreppur komi með einhverjum hætti að fjármögnun girðingarinnar.

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

Um er að ræða girðingu heimalands.

6.      Fjármálaráðstefna sveitarfélaga og aðalfundur SASS

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin 10. – 11. nóvember n.k.

Aðalfundur SASS verður haldinn á Kirkjubæjarklaustri 25. – 26. nóvember n.k.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta tilnefningu fulltrúa til næsta fundar.

7.      Umsóknir um styrki til vegbóta í frístundabyggðum

Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeigenda þar sem óskað er eftir styrk til vegbóta.

Fjórar umsóknir bárust. Samþykkt að veita eftirtöldum aðilum styrk sem eru eftirfarandi:

Félag sumarhúsaeigenda við 5. braut                    kr. 150.000

Félag sumarhúsaeigenda í Nesjaskógi                   kr. 300.000

Félag sumarbústaðaeigenda í Oddsholti               kr. 267.000

Umsókn frá húseigendum í landi Vaðness er hafnað þar sem um nýlegan veg er að ræða.                                

8.      Bréf frá fjallskilanefnd

Lagt fram bréf dags. 30. ágúst 2005 þar sem tilkynnt er ákvörðun fjallskilanefndar um að samræma gjöld og tekjur af fjallskilum.

Sveitarstjórn þakkar skjót viðbrögð.

9.      Brautaragengi 2005

Tekið fyrir bréf frá Impra, nýsköpunarmiðstöð dags. 25. ágúst 2005.

Í bréfinu er óskað eftir styrk að upphæð 30.000 kr. vegna hvers þátttakanda frá sveitarfélaginu í Brautargengisnámskeiði, námi til atvinnuuppbyggingar kvenna.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

10.    Til kynningar:

a)      81. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 24. ágúst 2005

b)     78. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 23. ágúst 2005

c)      Málþing sveitarfélaga um velferðarmál 29. september 2005

d)     Nafn á skóla

11.    Önnur mál:

a)      Aukahús í landi Vaðness

Borist hefur beiðni um 32 fm. aukahús í landi Vaðness. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi dags. 3. september 2003, er gert ráð fyrir 80 fm. sumarhúsum og engum aukahúsum.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytingu á byggingarskilmálum sbr. 26. gr. skipulags-og byggingarlaga þannig:

Sumarhús skulu ekki vera stærri en 120 fm.

Á lóðunum er heimilt að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús, þó ekki stærri en 25 fm.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  16.00

 

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Helga Gústavsdóttir (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)