164. fundur hreppsnefndar,21,09,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 21. september  var haldinn 164. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:              Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Vegamál, fulltrúar Vegagerðar

Fulltrúar Vegagerðar mættu á fund og upplýstu fundarmenn um vegamál í sveitarfélaginu.

Það sem var rætt var m.a:

Safnvegafé og úthlutun þess, Búrfellsvegur, Sólheimavegur, Grafningsvegur, hringtorg við Borg, girðingar við Biskupstungnabraut, snjómokstur og fjallvegasjóður.

2.      Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 7. september lögð fram.

3.      Skipulagsmál:

a)      Breyting á skipulagi frístundabyggðar í landi Klausturhóla

Tekin fyrir breyting á skipulagi frístundabyggðar við Klausturgötu C í landi Klausturhóla, lóð nr. 2C.

Breytingin gerir ráð fyrir að stærð og lega leikvallar breytist. Einnig að hluti lóðar nr. 4cc verði að lóð nr. 2C annarsvegar og að leikvelli hinsvegar.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu tillögunnar samkvæmt 26. gr. skipulags-og byggingarlaga.

b)     Breyting á aðalskipulagi í landi Úlfljótsvatns

Lagt fram til kynningar breyting á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafninghrepps 2002-2014 í landi Úlfljótsvatns.

c)      Bréf Skipulagsstofnunar vegna fjölgunar íbúðarhúsa á bújörðum

Lagt fram svarbréf Skipulagsstofnunar dags. 14. september 2005 vegna áforma sveitarstjórnar um fjölgun íbúðarhúsa á bújörðum í sveitarfélaginu.

Skipulagsstofnun telur að fjölgun íbúðarhúsa á bújörðum kalli á stefnubreytingu þar sem um verulega breytingu sé að ræða og að skýra þurfi markmið sveitarstjórnar um þróun íbúðarbyggðar, landbúnaðar og annarrar landnotkunar. Gera þurfi grein fyrir hugsanlegum áhrifum breytingar á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag.

Skipulagsstofnun óskar eftir frekari rökstuðningi sveitarstjórnar ásamt umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun, Vegagerð, Fornleifavernd ríkisins og nágrannasveitarfélögum.

Sveitarstjórn getur ekki fallist á álit Skipulagsstofnunar þar sem eftirspurn er eftir búsetu í dreifbýli og eðlilegt að bregðast við því til að stuðla að uppgangi sveitarfélagsins. Ekki er um stefnubreytingu að ræða heldur aðeins um mögulega fjölgun íbúðarhúsa að og reiknað er með nýta þær lagnir og vegi sem til staðar eru til að auðvelda þjónustu við íbúana.

Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu í samráði við Skipulagsfulltrúa.

d)     Bréf Skipulagsstofnunar vegna kostnaðar við aðalskipulagsbreytinga

Lagt fram svarbréf Skipulagsstofnunar dags. 14. september 2005 vegna áforma sveitarstjórnar um að þeir aðilar sem óski eftir breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins taki þátt í kostnaði við gerð þeirra.

Skipulagsstofnun telur að ekki sé heimild í skipulags-og byggingarlögum fyrir gjaldtöku vegna breytinga á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn óskar eftir því að við endurskoðun skipulags-og byggingarlaga sem nú stendur yfir, verði gerð breyting á lögunum þannig að til verði með skýrum hætti heimild til gjaldtöku vegna breytinga á aðalskipulagi.

4.      Hlutafjáraukning Norðurvegar ehf. vegna uppbyggingar Kjalvegar

Tekið fyrir bréf Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands dags. 6. september 2005. Í bréfinu er óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins varðandi uppbyggingu heilsársvegar um Kjöl milli Norður-og Suðurlands og áhuga á aðkomu að verkefninu. Stofnað hefur verið hlutafélagið Norðurvegur ehf. um úttekt og undirbúning verkefnisins.

Sveitarstjórn telur að heilsársvegur um Kjöl sé góð samgöngubót sem hefði áhrif til hins betra fyrir fyrirtæki og ferðafólk bæði á Suður-og Norðurlandi.

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu með því að leggja fram hlutafé til Norðurvegar ehf. að upphæð kr. 500.000

5.      Endurskoðun fjárhagsáætlunar, fyrri umræða

Tekin fyrir fjárhagsáætlun sveitarfélagins vegna ársins 2005 ásamt stöðu bókhalds 2. september 2005.

Sveitarstjórn samþykkir að breyta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins varðandi eftirtalda liði:

Gámasvæði                                           6.000.000 kr.

Vatnsveituframkvæmdir                     10.000.000 kr.

Vísað til seinni umræðu.

6.      Fulltrúar á aðalfund SASS

Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfund SASS 2005 verði Gunnar Þorgeirsson og Margrét Sigurðardóttir.

7.      Breyting á fundartíma sveitarstjórnar í október

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingu á fundartíma í október 2005.

Fyrri fundur, þriðjudag 4. október

Seinni fundur, mánudag 17. október.

8.      Ljósleiðaralögn með Nesjavallavegi

Lagt fram bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 15. september 2005 vegna lagningu ljósleiðara frá Vesturlandsvegi að Nesjavöllum.

Samþykki Vegagerðar liggur fyrir.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda framkvæmd.

9.      Skólamál, samþykki sveitarstjórnar

Á fundi sveitarstjórnar þann 3. mars 2004 var samþykkt að óska eftir því við Bláskógabyggð að taka við nemendum í 8., 9. og 10. bekk úr sveitarfélaginu til kennslu.

Einnig var samþykkt að stefna að því að byggja nýtt skólahúsnæði á Borg fyrir 1.-7. bekk.

Á fundi sveitarstjórnar 27. október 2004 var samþykkt að skrifa undir leigusamning við eignarhaldsfélagið Fasteign hf. um grunnskóla og stjórnsýsluhúss.

Á fundi þann 15. desember 2004 staðfesti sveitarstjórn ákvörðun fræðslunefndar um nafn á nýtt skólahúsnæði. Það var nafnið Ljósaborg sem varð fyrir valinu eftir samkeppni sem haldin var meðal barna í Ljósafossskóla.

Þann 14. september s.l. gaf Heilbrigðiseftirlit Suðurlands út starfsleyfi fyrir Ljósuborg, nýtt húsnæði grunnskóla sveitarfélagsins ásamt starfsleyfi fyrir mötuneyti grunnskólans í félagsheimilinu.

Sveitarstjórn samþykkir að grunnskólarekstur hafi verið lagður niður á Ljósafossi og þess í stað verði rekinn grunnskóli fyrir 1.-7. bekk í Ljósuborg, Borg, 801 Selfossi.

10.    Til kynningar:

a)      Fundur félagsmálanefndar dags. 5. september 2005

b)     251. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands dags. 9. september 2005

c)      132. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnessýslu

d)     7. fundur sameiningarnefndar dags. 12. september 2005

e)      Bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. ágúst 2005 vegna ran nsóknarborana á Ölkelduhálsi

f)       Bréf Skipulagsstofnunar dags. 12. september vegna breytingar á deiliskipulagi Borgar

g)      Bréf frá Viðskiptaskólanum ehf. dags. 15. september 2005

11.    Önnur mál:

a)      Styrkbeiðni frá skákfélaginu Hróknum

Tekið fyrir bréf frá skákfélaginu Hróknum þar sem óskað er eftir styrk vegna heimsókna félagsins í alla skóla landsins.

Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 25.000 í styrk til félagsins.

b)     Fyrirspurn um málefni leikskólanna í sveitarfélögum landsins.

Tekið fyrir bréf frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, dags. 14. september 2005.

Óskað er eftir upplýsingum fyrir 25. september n.k. frá sveitarfélögum landsins um hvort í undirbúningi sé að gera leikskóla gjaldfrjálsa.

Málefnið hefur ekki verið rætt í sveitarstjórn Grímsnes-og Grafningshrepps.

c)      Bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur

Lagt fram bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur til byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu dags. 16. september 2005.

Bréfið er lagt fram til kynningar og verður tekið efnislega fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar, 4. október.

d)     Bréf frá Ekron, starfsþjálfun

Lagt fram bréf frá félagsskapnum Ekron, starfsþjálfun, dags. 12. september 2005.

Félagið hefur óskað eftir afnotum af eða kaupum á Ljósafossskóla.

Sveitarstjórn frestar erindinu að sinni þar sem ekki liggur fyrir neitt formlegt tilboð.

e)      Vottunarstofan Tún, fundarboð

Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. fyrir árið 2004 verður haldinn fimmtudag 29. september n.k.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  16.30

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)