165. fundur hreppsnefndar,04,10,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, þriðjudag 4. október  var haldinn 165. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:                Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

Ásdís Ársælsdóttir

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með ferð sem farin var að Skjaldbreið og fjallaskálum sveitarfélagsins, föstudaginn 30. september s.l. Það voru sveitarstjórn Grímsnes-og Grafningshrepps, starfsmenn skrifstofu sveitarfélagsins og starfsmenn skipulags-og byggingarfulltrúa á Laugarvatni sem fóru. Markmið ferðar var að sýna þeim aðilum sem eru að vinna með skipulagsmál sveitarfélagsins afréttarsvæði þess.

 

1.      Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 21. september lögð fram. Vegna e-liðar, önnur mál, fór Ingvar Ingvarsson sem fulltrúi sveitarfélagsins á fundinn.

2.      Fundargerðir oddvitanefndar

Fundargerðir oddvitanefndar dags. 13. september og 26. september 2005 lagðar fram og staðfestar.

3.      Fundargerð sameiningarnefndar

Fundargerð sameiningarnefndar dags. 21. september 2005 lögð fram til kynningar.

4.      Fundargerð byggingarnefndar

Fundargerð byggingarnefndar dags. 27. september 2005 lögð fram og staðfest.

5.      Fundargerð skipulagsnefndar

Fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. september 2005 lögð fram og staðfest.

6.      Skipulagsmál:

a)      Breyting á skipulagi frístundabyggðar í landi Klausturhóla

Lögð fram breyting á byggingarskilmálum frístundabyggðar við A, B og C-götu í landi Klausturhóla.

Breytingin gerir ráð fyrir að hámarksstærð húsa sé 180 m2 í stað 100 m2 og aukahúsa 25 m2 í stað 10 m2.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu á fyrirliggjandi tillögu.

7.      Endurskoðun fjárhagsáætlunar, seinni umræða

Á fundi sveitarstjórnar þann 21. september s.l. var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2005 endurskoðuð.

Á fundinum samþykkti sveitarstjórn að breyta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins varðandi eftirtalda liði:

      Gámasvæði                                                  6.000.000 kr.

      Vatnsveituframkvæmdir                              10.000.000 kr.

 

Endurskoðuð fjárhagsáætlun er nú lögð fram og sveitarstjórn samþykkir breytta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2005.

8.      Eign ríkis í Ljósafossskóla

Fyrir liggur erindi frá Menntamálaráðuneyti um áætlaðan hlut ríkis í eignum skólahúsnæðis og skólastjóra/kennaraíbúðum.

Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna í málinu.

9.      Kauptilboð í Ljósafossskóla

Fyrir fundi liggja tvö kauptilboð í Ljósafossskóla ásamt kennaraíbúðum og um 8 ha. lands.

Sveitarstjórn hafnar fyrirliggjandi kauptilboðum.

Einnig hefur landbúnaðarráðherra fengið bréf frá sveitarstjóra þar sem ráðuneytinu er boðið húsnæðið til kaups fyrir nýja landbúnaðarstofnun sem mun flytjast á Suðurland.

10.    Kjörskrárstofn Grímsnes-og Grafningshrepps vegna sameiningarkosninga

Kjörskrá Grímsnes-og Grafningshrepps til sameiningarkosninga lögð fram til yfirlesturs.

Samkvæmt henni eru 265 einstaklingar, 120 konur og 145 karlar á kjörskrá í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi kjörskrá sem mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til 8. október n.k.

11.    Vínveitingaleyfi

Lögð fram umsókn Ástu Jakobsdóttur um endurnýjun vínveitingaleyfis fyrir Brekkukot, Sólheimum, dags. 15. september 2005.

Sveitarstjórn samþykkir að endurnýja vínveitingaleyfið til tveggja ára.

12.    Hraðahindrun við þéttbýliskjarnann Borg

Í ljósi þess að hraði á Biskupstungnabraut og skóli og íþróttahús er nú starfrækt á Borg ásamt því að íbúafjölgun á svæðinu fer stöðugt vaxandi samþykkir sveitarstjórn að kanna hjá Sýslumanni á Selfossi hvort ekki sé ástæða til að lækka hámarkshraðahraða á Biskupstungnabraut við Borg.

13.    Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs (gögnum áður dreift)

Tekin fyrir tillaga um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005-2020. Þau samlög sem standa að áætluninni eru:

Sorpa

Sorpstöð Suðurlands

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja

Sorpurðun Vesturlands

Sveitarstjórn staðfestir tillögu að svæðisáætlun.

14.    Bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna Nesjavalla

Tekið fyrir bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur til byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu um niðurrif bæjahúsa á Nesjavöllum i Grímsnes-og Grafningshreppi.

Gert er ráð fyrir að íbúðarhús og geymsluskúr verði fjarlægt í ár en sambyggð hlaða, fjárhús og fjós innan fárra ára.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkvæmdirnar en beinir því til Orkuveitu að hlaða, fjárhús, fjós og geymsluskúr verði fjarlægt í ár en framkvæmdum við niðurrif íbúðarhúss verði frestað.

15.    Gjöf til Ljósuborgar

Guðmundur Guðmundsson frá Efri-Brú hefur afhent Ljósuborgarskóla 15 ljósmyndir að gjöf. Myndirnar eru úr sýningunni “Oft er í holti heyrandi nær” sem var í Ljósafossvirkjun s.l. sumar.

Sveitarstjórn færir Guðmundi bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf.

16.    Bréf frá Landssambandi Slökkviliðs-og sjúkraflutningsmanna

Lagt fram bréf frá landssambandi Slökkviliðs-og Sjúkraflutningamanna dags. 15. september 2005.

Í bréfinu er stjórn sambands sveitarfélaga og Heilbrigðisráðuneytið hvatt til að gera með sér samning um framkvæmd sjúkraflutninga á þeim stöðum sem ekki er þegar sinnt af slökkviliðum sveitarfélaganna.

Sveitarstjórn tekur undir ofangreinda ályktun.

17.    Til kynningar:

a)      126. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 17. ágúst 2005

b)      127. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 30. ágúst 2005

c)      Bréf til Vegagerðar dags. 22. september 2005

18.    Önnur mál:

a)      Umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis

Óskað er umsagnar sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis úr landi Kringlu.

Sveitarstjórn fagnar fjölgun lögbýla í sveitarfélaginu og gerir ekki athugasemdir við stofnun þess.

b)      Sumarhúsalóðir, Sogsbökkum

Lagt fram tilboð í óseldar lóðir í Sogsbökkum, Ásgarðslandi.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð.

c)      Breyting aðalskipulags, Borg

Sveitarstjórn samþykkir að breyta aðalskipulagi þannig að tvær lóðir við Borgarbraut, nr. 1 og 5, 1.880 m2 hvor, og skilgreindar eru sem þjónustulóðir verða að íbúðarlóðum.

Einnig að tvær lóðir sem eru norðaustan við félagsheimili, 1.100 m2 hvor, verði breytt í opið svæði.

d)      Tjaldafell

Tekinn fyrir tölvupóst frá Birgi Árnasyni ásamt fleiri aðilum sem óskað hafa eftir lóðum til skálabygginga.

Sveitarstjórn samþykkir að fá hönnuð til að skipuleggja nýtt svæði fyrir fjallaskála norðan Skjaldbreiðar.

Einnig samþykkt að fá Borgarhús til að hanna fjallaskála á lóð sveitarfélagsins við Tjaldafell nr. 6.

e)      Utanlandsferð sveitarstjóra

Samþykkt að sveitarstjóri fái greiddan ferðakostnað til að fara í kynnisferð með fjárfestingarfélaginu Klasa og Orkuveitu Reykjavíkur til Bandaríkjanna 23. -27. október.

f)       Viðbótarstyrkur fyrir Tintron

Sveitarstjórn samþykkir að veita hjálparsveitinni Tintron 150.000 kr.styrk vegna vinnu og flutningabíls við færslu á húsgögnum og munum úr Ljósafossskóla í Ljósuborgarskóla.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  16.30

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Ásdís Ársælsdóttir (sign)