166. fundur hreppsnefndar,17,10,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, mánudag 17. október  var haldinn 166. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:                Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 4. október lögð fram.

Eftirfarandi lagfæringar gerðar:

Vegna 7. liðar, endurskoðun fjárhagsáætlunar er rétt að taka fram að um breytingu til útgjaldahækkunar var að ræða í báðum tilfellum.

Vegna 12. liðar, hraðahindrun við Borg er réttara að segja: “Í ljósi þess að umferðarhraði á Biskupstungnabraut er mikill og…..”.

2.      Fundargerð félagsmálanefndar

Fundargerð félagsmálanefndar dags. 3. október 2005 lögð fram.

3.      Skipulagsmál:

a)      Breyting á aðalskipulagi, Borg í Grímsnesi

Samanber samþykkt sveitarstjórnar frá fundi dags. 4. október s.l. er lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps 2002-2014 á Borg.

Sveitarstjórn samþykkir að breytingin sé veruleg og heimilar auglýsingu tillögunnar að undangenginni afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

b)      Breyting á nafni götu á Borg

Nafnið Hólabraut í skipulagðri íbúabyggð á Borg er einnig til í frístundabyggð í nágrenni Borgar.

Sveitarstjórn samþykkir að breyta nafni götunnar úr Hólabraut í Hólsbraut. Ekki er talin þörf á skipulagsbreytingu vegna þessa þar sem landið er allt í eigu og umsjá sveitarfélagsins.

c)      Breyting á deiliskipulagi, Sogsbakkar

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Sogsbakka í landi Ásgarðs.

Breytingin felst í því að byggingarreitir lóða við Sogið nr. 11, 13, 19, 21, 27 og 29 verða 10 m frá lóðamörkum, þó ekki nær Soginu en 100 m.

4.      Fjárhagsáætlun, umræður

Sveitarstjórn ræðir um fyrirhugaða fjárhagsáæltunargerð.

Áhersla verður lögð á að ljúka framkvæmdum við Borgarsvæði, hitaveituframkvæmdir, fráveituframkvæmdir, malbikun gatna og fleira.

Einnig rætt um nauðsyn þess að lagfæra og bæta hús sveitarfélagsins á afrétti.

5.      Sameiningarkosningar

Þann 8. október s.l. fóru fram kosningar í sveitarfélaginu þar sem kosið var um sameiningu fjögurra sveitarfélaga, Grímsnes-og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps.

Á kjörskrá í Grímsnes-og Grafningshreppi voru 265 einstaklingar, 120 konur og 145 karlar.

Alls kusu 131 einstaklingar, 74 karlar og 57 konur.

Niðurstaða kosninga var eftirfarandi:

Já sögðu 21 en nei sögðu 108. 

Tveir skiluðu auðu.

Í heildina kusu 967, 410 sögðu já en 540 sögðu nei.

Kosning um sameiningu var felld.

6.      Dómur um úrskurð óbyggðanefndar

Þann 13. október s.l. kvað Héraðsdómur Suðurlands upp dóm í máli Grímsnes-og Grafningshrepps gegn íslenska ríkinu um úrskurð óbyggðanefndar frá 21. mars 2002.

Dómsorð voru eftirfarandi:

Úrskurður Óbyggðanefndar frá 21. mars 2002 í máli nr. 2/2002: Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes-og Grafningshreppi er felldur úr gildi, að því leyti sem úrskurðurinn tekur til lands, sem Grímsneshreppur fékk í makaskiptum við Þingvallakirkju 7. september 1896.

Kröfu stefnanda, Grímsnes-og Grafningshrepps, um að viðurkenndur verði beinn eignarréttur hans að sama landi er vísað frá dómi.

Stefndi, íslenska ríkið, skal greiða stefnanda 46.681 króna. Að öðru leyti er fjárkröfu stefnanda vísað frá dómi.

Stefndi skal greiða stefnanda 1.200.000 krónur í málskostnað.

Sveitarstjórn fagnar niðurstöðu Héraðsdóms.

7.      Skóli og meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga í Gaulverjaskóla

Lagt fram til kynningar, rekstraráætlun væntanlegrar sérdeildar Suðurlands, skóli og meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga.

8.      Byggðaáætlun

Tekin fyrir drög að byggðaáætlun 2006-2009.

Frestur til að gera athugasemdir og koma með ábendingar er til 28. október n.k.

Sveitarstjórn Grímsnes-og Grafningshrepps telur að í áætlunina vanti aðgerðaráætlun. Aðeins er um að ræða marklaust hjal um ályktarnir annara stofnana þar sem vitnað er m.a. í samgöngu-og fjarskiptaáætlun.

Í ljósi þess að verið er að vinna vaxtasamninga um allt land þar sem tekið er á ýmsum nauðsynlegum verkefnum hinna dreifðu byggða leggur sveitarstjórn Grímsnes-og Grafningshrepps til að Byggðastofnun verði lögð niður og að því fé sem varið er til hennar verði varið í eflingu atvinnuþróunarfélaga landsbyggðarinnar.

9.      Samkomulag vegna héraðsdómsmáls

Lagt fram samkomulag vegna héraðsdómsmáls nr. E-104/2005.

Samkomulagið lýtur að því að Grímsnes-og Grafningshreppur greiði 500.000 kr. í bætur gegn því að fyrrnefnt héraðsdómsmál verði fellt niður.

Sveitarstjórn samþykkir ofangreint samkomulag.

10.    Til kynningar:

a)      82. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 28. september 2005

b)      387. fundur SASS dags. 29. september 2005

c)      79. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 4. október 2005

d)      Bréf Vegagerðar dags. 3. október 2005

e)      Bréf frá Reyni Bergsveinssyni dags. 29. september 2005

f)       Tekjujöfnunarframlag 2005

11.    Önnur mál:

a)      Samningur um Sog

Lögð fram drög að leigusamningi milli Grímsnes-og Grafningshrepps og Stangveiðifélags Reykjavíkur.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  16.00

 

Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)