167. fundur hreppsnefndar,02,11,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 2. nóvember  var haldinn 167. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:                Guðmundur Þorvaldsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Helga Gústavsdóttir

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Guðmundur Þorvaldsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 17. október lögð fram.

2.      Fundargerð sameiningarnefndar

Fundargerð sameiningarnefndar dags. 18. október 2005 lögð fram til kynningar.

3.      Skipulagsmál:

a)      Aðalskipulagsbreyting, Göltur

Tekin fyrir tillaga að breytingu aðalskipulags Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Galtar, Grímsnesi.

Breytingin gerir ráð fyrir því að 28 ha. spilda við Hestvatn breytist úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð. Svæðið liggur að landi Kiðjabergs.

Tillagan var í kynningu frá 1. september til 29. september og frestur til að skila inn athugasemdum var til 13. október.

Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu.

Engar athugasemdir bárust, hvorki við tillögu að breytingu aðalskipulags né við deiliskipulags.

Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna sbr. 1. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga.

b)      Aðalskipulagsbreyting, Úlfljótsvatn

Tekin fyrir tillaga að breytingu aðalskipulags, Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Úlfljótsvatns, Grafningi.

Breytingin gerir ráð fyrir því að frístundabyggð stækki úr 55 ha. í a.m.k. 550 ha. Gert er ráð fyrir að þéttleiki lóða á svæðinu sé 0,5-1,0 ha. að jafnaði en þær geti verið minni eða stærri á ákveðnum svæðum.

Lega þjóðvegar frá Ljósafossi að Úlfljótsvatnsbænum breytist og færist til suðurs.

Hluti óbyggðs svæðis undir Úlfljótsvatnsfjalli verður skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota.

Hluta hverfisverndar undir Úlfljótsvatnsfjalli er aflétt.

Mörkum hverfisverndarsvæða við vesturbakka Úlfljótsvatns er breytt.

Mörkum hverfisverndarsvæðis við vesturbakka Sogs er breytt.

Afmarkað er grannsvæði vatnsverndar við Fossá.

Vatnsvernd til síðari nota í Hagavík og Borgarvík er aflétt.

Margrét Sigurðardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

c)      Deiliskipulagsbreyting, Sogsbakkar

Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes-og Grafningshrepps þann 17. október s.l. var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Sogsbakka í landi Ásgarðs.

Breytingin felst í því að byggingarreitir lóða við Sogið nr. 11, 13, 19, 21, 27 og 29 verða 10 m frá lóðamörkum, þó ekki nær Soginu en 100 m.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu á tillögunni sbr. 26. gr. skipulags-og byggingarlaga.

d)      Bréf Skipulagsstofnunar vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi, stök íbúðarhús á landbúnaðarsvæðum

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. október 2005 varðandi fjölgun íbúðarhúsa á bújörðum. Skipulagsstofnun telur að ef veitt verði heimild til að reisa allt að níu íbúðarhús á hverri bújörð í sveitarfélaginu þýði það verulega breytingu frá þeirri stefnu sem mörkuð er í aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Samþykkt að skoða málið áfram.

4.      Beiðni um styrk

Lögð fram beiðni um styrk.

Beiðni hafnað.

5.      Til kynningar:

a)      388. fundur SASS dags. 27. október 2005

b)      83. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 19. október 2005

c)      128. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 12. október 2005

d)      65. fundur Brunavarna Árnessýslu dags. 20. október 2005

e)      Aðalfundur vottunarstofunnar Túns ehf.

f)       Erindi vegna www.sudurland.is

g)      Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2005

6.      Önnur mál:

a)      Fundargerð byggingarnefnda

Fundargerð byggingarnefndar dags. 25. október 2005 lögð fram og staðfest með fyrirvara um liði 2888 og 2889 þar sem tveir bústaðir eru skráðir á sömu lóð, nr. 8 í landi Hæðarenda og vegna liðar 2900 þar sem stærð húss er 192,9 fm í landi Vaðness.

b)      Fundargerð skipulagsnefndar

Fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. október 2005 lögð fram. Sveitarstjórn gerir athugasemd við bókun skipulagsnefnar varðandi lið 21. Ekki er samræmi í stærðum á mörkum deiliskipulagsbreytinga þar sem annarsvegar er um að ræða 20.600 fm en hins vegar 21.299 fm. Sveitarstjórn telur einnig að þegar gerð hefur verið grein fyrir stækkun skipulagssvæðis verði númeri lóðanna breytt í Borgarleyni 37a og 37b og Djúpahraun 8a og 8b.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  16.00

 

Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Helga Gústavsdóttir (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)