168. fundur hreppsnefndar,16,11,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 16. nóvember  var haldinn 168. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg.

 

Fundinn sátu:                Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 2. nóvember lögð fram.

2.      Skipulagsmál:

a)      Aðalskipulagsbreyting, Úlfljótsvatn

Tekin fyrir tillaga að breytingu aðalskipulags, Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Úlfljótsvatns, Grafningi.

Beiðandi er Úlfljótsvatn ehf.

Breytingin gerir ráð fyrir því að frístundabyggð stækki úr 55 ha. í a.m.k. 550 ha. Gert er ráð fyrir að þéttleiki lóða á svæðinu sé 0,5-1,0 ha. að jafnaði en þær geti verið minni eða stærri á ákveðnum svæðum.

Lega þjóðvegar frá Ljósafossi að Úlfljótsvatnsbænum breytist og færist til suðurs.

Hluti óbyggðs svæðis undir Úlfljótsvatnsfjalli verður skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota.

Hluta hverfisverndar undir Úlfljótsvatnsfjalli er aflétt.

Mörkum hverfisverndarsvæða við vesturbakka Úlfljótsvatns er breytt.

Mörkum hverfisverndarsvæðis við vesturbakka Sogs er breytt.

Afmarkað er grannsvæði vatnsverndar við Fossá.

Vatnsvernd til síðari nota í Hagavík og Borgarvík er aflétt.

Tillagan lá fyrir síðasta fundi sveitarstjórnar sem samþykkti að fresta afgreiðslu málsins.

Margrét Sigurðardóttitr sat hjá við afgreiðslu.

Sveitarstjórn leggur til að votlendi verði haldið sem mest óröskuðu og að hverfisvernd við Fossá (Dagverðará) verði ekki aflétt nema að mjög takmörkuðu leyti.

 

Sveitarstjórn samþykkir að um verulega breytingu sé að ræða og heimilar auglýsingu á tillögunni með fyrirvara um ofangreindar breytingar. Óskað er eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga með fyrirvara um að beiðendur afli þeirra umsagna sem hugsanlega verður óskað eftir.

3.      Álagning gjalda fyrir árið 2006

Umræða um álagningu gjalda fyrir árið 2006.

Sveitarstjórn samþykkir að lækka a-flokk fasteignagjalda úr 0,50% af álagningarstofni fasteigna í 0,475%. b-flokkur fasteignagjalda verði óbreytt, eða 1,45. Útsvarsprósenta vegna 2006 12,74.

Einnig er gert ráð fyrir að seyrulosunargjald lækki í 4.500 kr. og sorpeyðingargjöld hækki um 6%.

Umræðu um vatnsskatt og tengigjöld verður frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Að öðru leyti verður álagning óbreytt frá fyrra ári.

Umræðu um vatnsskatt, sorpeyðingargjöld og seyrulosun vísað til annarrar umræðu.

4.      Fjárhagsáætlun fyrir árið 2006, 1. umræða

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2006 tekin til fyrri umræðu.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun til seinni umræðu.

5.      Tilboð í Ljósafossskóla

Fyrir fundi liggja þrjú kauptilboð í Ljósafossskóla ásamt kennaraíbúðum og um 8 ha. lands.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu til kl. 15.00, 17. nóvember. Haldið verður opnu fyrir nýjum tilboðum.

Einnig verður letað samþykkis menntamálaráðuneytis varðandi sölu á húseignum.

6.      Uppsagnarbréf Arinbjörns Vilhjálmssonar

Arinbjörn Vilhjálmsson hefur sagt upp starfi sínu sem skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu frá og með 1. febrúar 2006.

Hann mun taka við starfi skipulagsstjóra Garðabæjar frá og með 1. febrúar 2006.

Arinbirni eru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

7.      Samningur um veiði í Sogi

Sveitarstjórn samþykkir að leigja SVFR veiðina til fimm ára samkvæmt fyrirlyggjandi tilboði.

Sveitarstjóra falið að undirrita samning.

8.      Erindi frá Óskari Sigurðssyni dags. 1. nóvember 2005

Lagt fram bréf frá Óskari Sigurðssyni, lögmanni sveitarfélagsins vegna málskostnaðar varðandi héraðsdómsmálið Grímsnes-og Grafningshreppur gegn íslenska ríkinu.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindi.

9.      Til kynningar:

a)      252. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands dags. 21. október 2005

b)      80. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 2. nóvember 2005

c)      Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 2. nóvember 2005

d)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 7. nóvember 2005

e)      Fasteignagjaldamál gegn Blikási hf.

f)       Ársreikningur Brunavarna Árnessýslu

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  17.00

 

 

            Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)