169. fundur hreppsnefndar,17,11,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, fimmtudag 17. nóvember var haldinn símafundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Félagsheimilinu Borg. Fundurinn var aukafundur og er nr. 169.

 

Fundinn sátu:                Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Fundurinn var settur kl. 15.00

 

1.      Kauptilboð í Ljósafossskóla

Fyrir fundi liggja þrjú kauptilboð í Ljósafossskóla ásamt kennaraíbúðunum Ási, Brúarási 1 og 2 og um 8 ha. lands.

Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Auðsala ehf. með fyrirvara um að samkomulag náist við Menntamálaráðuneytið um þeirra eignarhlut í skólahúsnæðinu og einu íbúðarhúsnæði.

Einnig er gerður fyrirvari um að leigjandi í Ási haldi húsnæðinu til 1. júlí 2006.

Að mati sveitarstjórnar er ofangreint tilboð það hagstæðasta.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  16.00

 

 

            Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)