17. júní á Borg

lindaUncategorized

Að venju verður dagskrá á Borg í tilefni þjóðhátíðardagsins okkar.  Hún hefst með skrúðgöngu frá Versluninni Borg klukkan 13:00. Hátíðarræðuna í ár flytur Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður.  Ávarp fjallkonu verður á sínum stað auk pylsnanna og gossins.

Farið verður í reipitog og í pokahlaup.  Trampólín verður á staðnum og ekki má gleyma að 17. júní ísinn verður á 50 krónur í Versluninni Borg.

Í Gömlu Borg verður hægt að kaupa sér vöfflur og kakó.

Mætum sem flest og skemmtum okkur saman!