Að venju verður þjóðhátíð okkar haldin hátíðleg á Borgarsvæðinu. Meðal viðburða er vígsla íþróttamannvirkjanna á Borg, skrúðganga og leikir.
Skrúðgangan hefst frá Versluninni Borg kl. 13:00. Sveitarstjóri Grímsnes og Grafningshrepps flytur hátíðarræðu og fjallkonan ávarp.
Ásamt vígslu íþróttamannvirkjanna verður tilkynnt hvaða tillaga varð hlutskörpust í samkeppninni um nafn á svæðið.
Boðið verður upp á grillaðara pylsur og gos, farið verður í leiki.
Verslunin Borg býður þjóðhátíðarísinn á 50 krónur og hægt verður að fá vöfflur og kakó á Gömlu Borg. Síðast en ekki síst verður frítt í sund að loknum hátíðarhöldunum.