170. fundur hreppsnefndar,07,12,05

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2005, miðvikudag 7. desember  var haldinn 170. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Stjórnsýsluhúsinu Borg.

 

Fundinn sátu:                Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

Guðmundur Þorvaldsson

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

Í upphafi fundar óskar sveitarstjórn oddvita, Gunnari Þorgeirssyni, til hamingju með endurkjör formanns Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga.

 

Einnig var þess getið að þetta er fyrsti fundur sveitarstjórnar í nýju stjórnsýsluhúsi sveitarfélagsins.

 

1.      Fundargerðir sveitarstjórnar

Fundargerðir sveitarstjórnar dags. 16. nóvember og 17. nóvember lagðar fram.

2.      Fundargerð skipulagsnefndar

Fundargerð skipulagsnefndar dags. 17. nóvember lögð fram og staðfest með fyrirvara um bókun sveitarstjórnar vegna deiliskipulags frístundabyggðar að Minna Mosfelli.

3.      Fundargerð byggingarnefndar

Fundargerð byggingarnefndar dags. 29. nóvember lögð fram og staðfest með fyrirvara um lið 2905. Þar hefur misritast nafn götu, Bjarkarbraut 32. Hið rétta er  Borgarbraut 32.

4.      Skipulagsmál:

a)      Lóðarmál Borg

Lögð fram drög að skipulagi lóðar við skóla . Einnig rætt um stærð íþróttahúss sem er í byggingu á Borg.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að leita eftir fleiri tillögum að skipulagi lóðarinnar.

b)      Klausturhólar, C-gata

Tekið fyrir bréf frá Guðmundu Jónssyni dags. 17. nóvember 2005. Í bréfinu er óskað eftir því að fjórar lóðir sem liggja að Biskupstungnabraut, Klausturgata 6, 8, 16 og 18, verði breytt úr frístundabyggðalóðum í lóðir fyrir heilsársbyggð. Ef ekki fæst samþykki fyrir því þá er óskað eftir að ein lóð verði samþykkt sem lóð fyrir heilsársbyggð.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til skipulagsnefndar sveitarfélagsins til umsagnar.

c)      Deiliskipulag frístundabyggðar, Minna-Mosfell

Tekið fyrir bréf frá Prestsetrasjóði dags. 29. nóvember 2005 þar sem deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Minna-Mosfells er mótmælt en þar er gert ráð fyrir að aðkoma að frístundabyggð verði um afleggjara að prestsetrinu Mosfelli.

Skipulagið var í auglýsingu frá 3. júní til 15. júlí 2005. Engar athugasemdir bárust.

Vegagerðin hefur veitt umsögn þar sem fram kemur að mjög slæmt er að bæta við nýrri tengingu við Biskupstungnabraut. Einnig segir að safnvegur að Mosfelli sé þjóðvegur.

Aðalskipulagsbreyting hefur verið staðfest af Umhverfisráðherra og Skipulagsnefnd uppsveita hefur samþykkt deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga.

Sveitarstjórn tekur undir afstöðu Vegagerðarinnar og staðfestir bókun skipulagsnefndar um deiliskipulag fyrir Minna Mosfell en beinir því til eigenda Minna-Mosfells að skoða þann möguleika að  færa aðkomuna fjær prestsetrinu en tillagan gerir ráð fyrir..

5.      Álagningarstofnar fyrir árið 2006, 2. umræða

Seinni umræða um álagningu gjalda fyrir árið 2006 í Grímsnes-og Grafningshreppi fór fram og eftirfarandi samþykkt.

  1. Vatnsgjald verði 0,2% af fasteignamati eignar sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins.

Hámarksálagning verði kr. 20.000 fyrir sumarhús og kr. 20.000 fyrir íbúðarhús.

Tengigjöld (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verður kr. 180.000

Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verði kr. 295.000.

Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fá 30% afslátt af vatnsskatti.

  1. Gjaldskrá hitaveitu á Borg verði samræmd gjaldskrá hitaveitu Kringlu.
  2. Álagning vegna sorpeyðingar verði:

Íbúðarhús                                 kr. 6.979

Sumarhús                                 kr. 4.285

Fyrirtæki/smárekstur                 kr. 8.257

Lögbýli                         kr. 8.257

  1. Seyrulosunargjald vegna kostnaðar við seyrulosun/fráveitukerfi verði kr. 4.500 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða tengt viðurkenndu fráveitukerfi.

6.      Fjárhagsáætlun fyrir árið 2006, 2. umræða

Önnur umræða um fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 fór fram.

Fjárhagsáætlun hefur verið til umsagnar hjá stjórnendum stofnana sveitarfélagsins.

Vísað til þriðju umræðu.

7.      Vígsla Ljósuborgar og skrifstofu sveitarfélagsins

Föstudaginn 2. desember s.l. var nýtt hús á Borg, skóli og skrifstofur sveitarfélagsins, formlega tekið í notkun og blessað.

Sr. Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup í Skálholti blessaði húsið.

Skólanum bárust gjafir víða að, m.a. frá kvenfélagi Grímsness, lionsklúbbinum Skjaldbreið, JÁ verktökum, Guðmundi Guðmundssyni frá Efri Brú og Fasteign hf.

Sveitarfélagið fékk að gjöf fundarhamar frá sveitarstjórnum uppsveita Árnessýslu.

Kammerkór Biskupstungna söng nokkur lög undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar.

Við sama tækifæri voru ljós kveikt á jólatrénu á Borg og börn úr Ljósuborg sungu jólalög.

Gestir gengu um hið nýja húsnæði og þáðu síðan veitingar í félagsheimilinu.

Sveitarstjórn fagnar því hversu margir sáu sér fært að mæta.

8.      Frárennslismál, Borg

Lögð fram tillaga að frárennsli á Borg.

Annars vegar er um að ræða hreinsistöð og hins vegar rotþró.

Sveitarstjórn samþykkir að skoða málið betur.

9.      Kaldavatnsveita í Búrfellslandi

Tekið fyrir bréf frá Böðvari Pálssyni dags. 19. nóvember 2005 þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið leggi dreifilögn fyrir kalt vatn um frístundabyggð Ása í landi Búrfells II. Vatnslögn að Miðengi fer um svæðið.

Einnig hefur ósk borist frá eiganda Syðri Brúar um að sveitarfélagið leggi dreifilögn um frístundabyggð í landi Búrfells I.

Sveitarstjórn samþykkir að láta kanna grannsvæði vatnsveitunnar í Búrfelli áður en ákvörðun er tekin.

10.    Kirkjugarður Klausturhólum

Tekin fyrir bréf frá framkvæmdastjóra kirkjugarðsráðs dags. 1. desember 2005 og frá Magnúsi Björgvinssyni og Magnúsi Hallgrímssyni dags. 3. desember.

Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu við lagfæringu kirkjugarðsins á Klausturhólum.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 500.000

11.    Beiðni um umsögn vegna kæru

Lagt fram bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd dags. 1. desember 2005 þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar vegna kæru á endurmati fasteignamats. Í kærunni er fjallað um fasteignagjöld og þjónustu sveitarfélagsins við sumarhúsaeigendur.

Sveitarstjóra falið að svara fyrir þann lið.

Að öðru leyti mun sveitarstjórn ekki taka afstöðu til fasteignamats einstakra fasteigna.

12.    Merki sveitarfélagsins

Sveitarstjórn samþykkir að standa fyrir samkeppni um merki sveitarfélagsins.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu hugmyndirnar.

13.    Umsókn um rekstrarstyrk

Tekin fyrir umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi, kr. 50.000.

Sveitarstjórn hafnar umsókninni.

14.    Til kynningar:

a)      66. fundur Brunavarna Árnessýslu dags. 3. nóvember 2005

b)      Fjárhagsáætlun Brunavarna Árnessýslu fyrir árið 2006

c)      Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga dags. 16. nóvember 2005

d)      389. stjórnarfundur SASS dags. 24. nóvember 2005

e)      Fundargerð 36. aðalfundar SASS

15.    Önnur mál:

a)      Kiðjaberg í Grímsnesi, deiliskipulagsbreyting

Deiliskipulagstillagan var í auglýsingu frá 28.apríl til 26.maí 2004.

Frestur til að skila inn athugasemdum var til 9.júní. Tillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu. Engar athugasemdir bárust við tillögurnar.

Aðalskipulagsbreytingin hefur nú verið staðfest af ráðuneyti.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  17.00

 

 

            Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)