SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS
Fundargerð
Ár 2005, miðvikudag 21. desember var haldinn 171. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Stjórnsýsluhúsinu Borg.
Fundinn sátu:
Margrét Sigurðardóttir
Guðmundur Þorvaldsson
Ingvar Ingvarsson
Böðvar Pálsson
Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri.
1. Fundargerð sveitarstjórnar
Fundargerð sveitarstjórnar dags. 7. desember lögð fram. Í lið 6, álagningarstofnar fyrir árið 2006 er breyting á gjaldskrá fyrir sorpeyðingu fyrir fyrirtæki/smárekstur. Þar misritaðist kr. 8.257 en hið rétta er kr. 8.448. Hið sama á við um lögbýli, eða kr. 8.448 í stað 8.257.
2. Fundargerð skipulagsnefndar
Fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. desember lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á lið nr. 10, Klausturhólar í Grímsnesi. Ingvar Ingvarsson bókar að hann vilji heimila auglýsingu.
Varðandi lið nr. 11, deiliskipulag frístundabyggðar í landi Miðengis í Grímsnesi, níu lóðir, er eigendum skipulagssvæðis bent á nauðsyn þess að færa aðkomu að svæðinu frá bæjarhlaði Miðengis. Að öðru leyti er fundargerð skipulagsnefndar samþykkt.
3. Skipulagsmál:
a) Deiliskipulag Úlfljótsvatni
Lagt fram til kynningar deiliskipulag af frístundabyggð í landi Úlfljótsvatns.
Sveitarstjórn gerir athugasemdir við staðsetningu sorpgáma og bátaskýla. Auðvelda þarf aðgengi að sorpgámum frá stofnbrautum.
Lagt er til að myndaður verði klasi bátaskýla með góðu aðgengi.
Vísað til afgreiðslu skipulagsnefndar.
4. Gjaldskrá hitaveitna sveitarfélagsins, 2. umræða
Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá hitaveitna sveitarfélagsins. Tillagan gerir ráð fyrir sömu gjaldskrá á báðum veitusvæðum, Kringluveitu og Borgarveitu.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
5. Reglur um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts fyrir árið 2006
Lögð fram tillaga að reglum um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts fyrir elli-og örorkulífeyrisþega.
Reglur um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts fyrir árið 2006
Tekjulitlir elli- og örorkulífeyrisþegar sem búsettir eru í eigin íbúðarhúsnæði og eiga lögheimili í sveitarfélaginu geta fengið lækkun eða niðurfellingu á fasteignaskatti. Eingöngu er um niðurfellingu af íbúðarhúsnæði að ræða (ath. ekki af úthúsum). Engin niðurfelling er af þjónustugjöldum s.s. sorpeyðingu, seyrulosun og/eða vatnsgjöldum.
Tekjuviðmiðun til elli- og örorkulífeyrisþega vegna lækkunar fasteignaskatts fyrir árið 2006 er eftirfarandi:
Lækkun
100% Einstaklingur með tekjur allt að kr. 1.800.416
100% Hjón kr. 2.526.579
80% Einstaklingur með tekjur allt að kr. 1.800.417 til kr. 1.985.288
80% Hjón kr. 2.526.580 til kr. 2.729.771
50% Einstaklingur með tekjur allt að kr. 1.985.289 til kr. 2.185.149
50% Hjón kr. 2.729.772 til kr. 3.079.528
Skrifstofa sveitarfélagsins mun yfirfara þau framtöl lífeyrisþega sem send hafa verið inn með umsókn um lækkun eða niðurfellingu. Úrskurður um endanlegar breytingar á fasteignaskatti hjá þeim sem eiga rétt á henni verður samkvæmt reglum sem sveitarstjórn setur sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga þar sem segir “Heimilt er sveitarstjórn að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða”. Bent er á að sækja þarf skriflega um lækkun eða niðurfellingu gjalda. Viðkomandi verður tilkynnt um breytingar.
Það sem að ofan greinir á eingöngu við um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts en ekki þjónustugjalda s.s. sorpeyðingu, seyrulosun og/eða vatnsgjöld.
6. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2006, lokaumræða
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 tekin fyrir í lokaumræðu.
Rekstrarniðurstaða fyrir A og B hluta er kr. 34.763 þús.
Veltufé frá rekstri er kr. 25.853 þús., fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er kr. 169.364 þús., og afborganir langtímalána eru áætlaðar kr. 13.634 þús.
Helstu liðir í fjárfestingu eru fráveita, hitaveita og vegagerð á Borg.
Áætlun gerir ráð fyrir lánsþörf að upphæð kr. 58.000 þús.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlanir.
7. Til kynningar:
a) 81. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 7. desember 2005
b) 253. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands dags. 4. nóvember 2005
c) Félagafundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands
d) Fundargerðir Félagsmálanefndar dags. 7. nóvember og 5. desember 2005
e) Bréf vegna endurgreiðslu minka-og refaveiða dags. 9. desember 2005
f) Bréf frá FOSS dags. 7. desember 2005
g) Bréf til Yfirfasteignamatsnefndar dags. 8. desember 200
8. Önnur mál:
a) Deiliskipulag frístundalóðar í landi Galtar
Lögð fram tillaga frá Ívari Erni Guðmundssyni arkitkekt að deiliskipulagi frístundalóðar við Hestvatn í landi Galtar. Lóðin er 2.6 ha og er gert ráð fyrir tveimur byggingarreitum, annarsvegar fyrir frístundahús á einni hæð með bílskýli og hinsvegar fyrir naust með gestaíbúð.
Tillagan var auglýst samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu frá 1.september til 29.september. Frestur til að skila inn athugsemdum var til 13.október. Engar athugasemdir bárust, hvorki við tillögu að breytingu aðalskipulags né við deiliskipulagstillögu.
Aðalskipulagsbreytingin var staðfest af ráðuneyti 2.desember síðastliðinn.
Sveitastjórn samþykkir deiliskipulagið með fyrirvara um undanþágu umhverfisráðuneytis vegna fjarlægðar nausts frá vatnsbakka. (37 metrar). Einnig getur sveitarstjórn ekki staðfest byggingarskilmála varðandi skilgreiningu á töku á heitu og köldu vatni.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16.30
Margrét Sigurðardóttir (sign)
Guðmundur Þorvaldsson (sign)
Ingvar Ingvarsson (sign)
Böðvar Pálsson (sign)