173. fundur – sveitarstjórnar

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundur nr. 173-01.02.06

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPS

Fundargerð

Ár 2006, miðvikudag 1. febrúar var haldinn 173. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Stjórnsýsluhúsinu Borg.

Fundinn sátu: Gunnar Þorgeirsson

Margrét Sigurðardóttir

Guðmundur Þorvaldsson

Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

1. Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 18. janúar lögð fram.

2. Fundargerð oddvita og sveitarstjóra

Fundargerð oddvita og sveitarstjóra haldinn að Borg 5. janúar 2006 lögð fram.

Á fundinum var m.a. samþykkt að ráða Pétur Inga Haraldsson í starf skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu.

Fundargerð staðfest.

3. Fundargerð skipulagsnefndar

Fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. janúar lögð fram.

Sveitarstjórn gerir athugasemd við c lið, sameiginleg mál og gerir það að tillögu sinni að svæðið heiti Skjaldbreiðarafréttur í stað Þingvallaafréttur eystri.

Varðandi lið 36 landspildu í Minna Mosfelli, þá óskar sveitarstjórn eftir undirskriftum aðliggjandi jarðar-eða lóðareigenda,

Að öðru leiti er fundargerðin staðfest.

4. Skipulagsmál:

a) Breyting á aðalskipulagi, Ásgarður

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Ásgarðs.

Breytingin gerir ráð fyrir því að 55 ha í nyrsta hluta jarðarinnar, frá núverandi frístundasvæði sunnan Kálfhólsgils og Borgargils að háspennulínum undir Búrfelli og jarðarmörkum að Syðri-Brú er breytt úr landbúnaðarsvæði i svæði fyrir frístundabyggð.

Tillagan var í auglýsingu frá 16. nóvember til 14. desember 2005.

Frestur til að skila inn athugasemdum var til 28. desember 2005.

Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og óskar eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga.

b) Breyting á aðalskipulagi, Efri Brú

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Efri Brúar.

Breytingin felst í því að núverandi frístundasvæði austan Þingvallavegar stækkar um 8 ha til suðurs meðfram veginum.

Tillagan var í auglýsingu frá 16. nóvember til 14. desember 2005.

Frestur til að skila inn athugasemdum var til 28. desember 2005.

Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og óskar eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga

c) Breyting á aðalskipulagi, Minni-Bær

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Minni-Bæjar.

Breytingin felst í því að 2,2 ha landbúnaðarsævðis breytist í svæði undir frístundabyggð. Landið er austan Heiðarbrautar sem er norðan við Biskupstungnabraut.

Tillagan var í auglýsingu frá 16. nóvember til 14. desember 2005.

Frestur til að skila inn athugasemdum var til 28. desember 2005.

Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og óskar eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga.

d) Breyting á aðalskipulagi, Minni-Bær

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Minni-Bæjar.

Breytingin felst í því að 20 ha landbúnaðarsævðis breytist í svæði undir frístundabyggð. Landið er um 1 km sunnan bæjartorfunnar í mólendi við Stærribæjargil. Gert er ráð fyrir afleggjara frá Sólheimavegi.

Tillagan var í auglýsingu frá 16. nóvember til 14. desember 2005.

Frestur til að skila inn athugasemdum var til 28. desember 2005.

Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og óskar eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga.

e) Deiliskipulag frístundabyggðar, Úlfljótsvatn

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úlfljótsvatns.

Tillagan gerir ráð fyrir 181 frístundalóðum Dráttarhlíð við vestan og norðanvert Úlfljótsvatn.

Tillagan var tekin fyrir hjá skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu 23. janúar s.l. þar sem eftirfarandi var bókað:

Á deiliskipulagsuppdrætti kemur ekki skýrt fram hver afmörkun skipulagssvæðisins er og ekki er hægt að átta sig á því með hvaða hætti ákvæði aðalskipulags um að ¼ hluti lands sem skipulagt er sem frístundabyggð skuli vera opin svæði. Í aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps segir í stefnumörkum um svæði fyrir frístundabyggð:” ..en gæta verður þess að sumarhúsabyggðin fari vel í umhverfinu.” Með vísan í umrætt ákvæði getur skipulagsnefnd ekki fallist á að byggingarreitir verði í 140-160 metra hæð efst í Dráttarhlíðinni fyrir ofan Björgin þar sem byggingar munu m.a. bera við himinn frá Þingvallavatni séð og hafa áhrif á ásýnd svæðisins umhverfis Þingvallavatn og Úlfljótsvatns. Auk þess er ekki samræmi á milli tillögu að breytingu aðalskipulags og deiliskipulagstillögunni þar sem að efsti og austasti hluti Bjarganna er skilgreindur sem óbyggt svæði í aðalskipulagstillögunni. Samkvæmt aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps skal fjarlægð bygginga frá vatnsbakka Þingvallavatns hið minnsta vera 100 metrar að jafnaði og skal uppdráttur sýna fram á þá fjarlægð. Afla skal sömu umsagna fyrir deiliskipulagið eins og farið er fram á í bréfi Skipulagsstofnunar dags.29.desember 2005 fyrir aðalskipulagsbreytingu þá sem heimlað hefur verið að auglýsa.

Ýmis atriði þyrfti að athuga betur t.a.m. staðsetning sorpgáma og bátskýla eins og fram kom í afgreiðslu sveitarstjórnar þegar hún vísaði málinu til afgreiðslu nefndarinnar.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu tillögunnar þangað til komið hefur verið til móts við athugasemdir nefndarinnar og fyrir liggur útfærsla tillögunnar að breytingu aðalskipulags.

Samkvæmt bréfi frá ASK arkitektum, dags. 25. janúar s.l. hefur verið tekið tillit til athugasemda skipulagsnefndar.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu á fyrirliggjandi tillögu sbr. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga.

f) Lóðablað í landi Efri Brúar

Lagt fram lóðablað af landi Efri Brúar, dags. 26. janúar 2006, annars vegar 1,2 ha og hinsvegar 7 ha.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lóðablað sbr. 30. gr skipulags-og byggingarlaga.

5. Þriggja ára fjárhagsáætlun, seinni umræða

Þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins lögð fram til seinni umræðu. Sveitarstjórn samþykkir áætlunina.

6. Samþykkt LN vegna launamála

Lagt fram erindi frá Launanefnd sveitarfélaga dags. 28. janúar 2006 þar sem nefndin heimilar sveitarfélögum að ákvarða tímabundnar launaviðbætur við gildandi kjarasamninga við Samflot bæjarstarfsmanna frá 29. maí 2005.

Sveitarstjórn samþykkir að nýta sér heimildina fyrir þá starfsmenn sem í hlut eiga í samræmi við leiðbeiningar frá launanefnd.

7. Breyting á ráðningarsamning veitustjóra

Sveitarstjórn samþykkir að breyta ráðningarsamningi Þorkels Gunnarssonar veitustjóra þannig að hann verði í 50% föstu starfi hjá sveitarfélaginu.

8. Drög að landbóta-og landnýtingaráætlun 2006-2010 fyrir Grímsnesafrétt

Lögð fram drög að landbóta- og landnýtingaráætlun 2006-2010 fyrir Grímsnesafrétt.

Sveitarstjórn samþykkir áætlunina samkvæmt fyrirliggjandi drögum.

9. Drög að samstarfssamningi við Gámaþjónustuna

Lögð fram drög að samstarfs-og þróunarsamningi við Gámaþjónustuna. Markmið samningsins er að stuðla að minnkun úrgangs sem fer til urðunar og auka endurvinnslu. Stefnt er að því aukinn verði skilningur og vitund íbúa á meðferð og aðgreiningu sorps með ávinning í umhverfismálum í huga.

Sveitarstjórn samþykkir að gerður verði samningur við Gámaþjónustuna hf til eins árs á grundvelli fyrirliggjandi samstarfssamnings.

Drög að samningi verður lagður fyrir fund sveitarstjórnar þegar hann liggur fyrir.

10. Drög að samstarfssamningi við golfklúbbinn Kiðjabergi

Lögð fram drög að samstarfssamningi við golfklúbb Kiðjabergs.

Samningurinn gerir ráð fyrir tveggja ára samstarfi.

Sveitarstjórn hafnar fyrirliggjandi samningi.

11. Ljósafossskóli

Auðsalir ehf hafa óskað eftir að falla frá kauptilboði sínu í Ljósafossskóla.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

12. Til kynningar:

a) 254. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands dags. 9. desember 2005

b) 255. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands dags. 13. janúar 2006

c) Fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Árnesinga fyrir árið 2006

d) 82. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 11. janúar 2006

e) Erindi frá Vegagerð

f) Erindi frá Vinnueftirliti dags. 17. janúar 2006

13. Önnur mál:

a) Uppsögn leikskólastjóra

Sigurborg Kristjánsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikskólastjóri lausu frá og með 1. maí n.k.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir leikskólastjóra

Sigurborgu eru þökkuð vel unnin störf fyrir sveitarfélagið.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16.00

Gunnar Þorgeirsson (sign)

Margrét Sigurðardóttir (sign)

Guðmundur Þorvaldsson (sign)

Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)