174. fundur – sveitarstjórnar

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundur nr. 174-15.02.06

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPS

Fundargerð

Ár 2006, miðvikudag 15. febrúar var haldinn 174. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Stjórnsýsluhúsinu Borg.

Fundinn sátu: Gunnar Þorgeirsson

Margrét Sigurðardóttir

Guðmundur Þorvaldsson

Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

1. Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 1. febrúar lögð fram.

2. Fundargerð byggingarnefndar

Fundargerð byggingarnefndar dags. 31. janúar lögð fram og staðfest með fyrirvara um að stærðir húsa séu í samræmi við byggingarskilmála viðkomandi svæða.

3. Fundargerð fræðslunefndar

Fundargerð fræðslunefndar dags. 8. febrúar lögð fram til kynningar.

4. Skipulagsmál:

a) Lóðablöð vegna brunnsvæðis í landi Búrfells

Lagt fram lóðablað af brunnsvæði, 1,3 ha af landi vestan við Fjárhúsfjall í landi Búrfells.

Samkvæmt umsögn Heilbrigðiseftirlits er umræddur reitur lágmarkssvæði vegna vatnsverndar. Fella þarf út lóðir nr. 6, 8 og 10 á skipulagi frístundabyggðar í landi Búrfells I, dags. í júní 1998 og endurskoðað í nóv. 2000. Einnig samþykkt að gerð verði kvöð um lóð nr. 12 að byggingarreitur minnki með tilliti til vatnsverndar.

Fyrirliggjandi lóðablað samþykkt samkvæmt 30. gr. skipulags-og byggingarlaga.

b) Deiliskipulag starfsmannaaðstöðu og frístundalóðar í landi Snæfoksstaða

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi starfsmannaaðstöðu og frístundalóðar í landi Snæfoksstaða.

Beiðandi er stjórn Skógræktarfélags Árnesinga.

Um er að ræða tvær lóðir, nr. 83 (16.000 m2) og 82 (12.000 m2). Á lóð nr. 83 stendur til að reisa skemmu fyrir starfsemi félagsins og lóð nr. 82 verður frístundalóð.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu á fyrirliggjandi tillögu sbr. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga.

c) Deiliskipulag íbúðarbyggðar, Borg

Lagt fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Borg sem fara mun í auglýsingu sbr. fund sveitarstjórnar 18. janúar s.l.

Sveitarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að skipulagningu iðnaðar-og hesthúsahverfis á landi í eigu sveitarfélags vestan Borgarhverfið.

d) Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Sólheimavegar

Lögð fram umsókn frá Vegagerðinni dags. 3. febrúar ásamt uppdrætti um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar Sólheimavegar um Eyvík að Sólheimum.

Einnig er sótt um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Kringlunámu og Seyðishólum.

Sveitarstjórn samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi vegna ofangreindra framkvæmda sbr. 27. gr. skipulags-og byggingarlaga.

e) Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Vatnsholts

Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags frístundabyggðar í landi Vatnsholts.

Beiðandi er Þorbjörg Daníelsdóttir.

Með beiðninni fylgir skriflegt samþykki aðliggjandi lóðareigenda fyrir breyttri nýtingu.

Breytingin gerir ráð fyrir að leiksvæði, um 0,8 ha verði að frístundalóð, Vatnsholtsvegi nr. 6 (1,0 ha).

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu á fyrirliggjandi breytingartillögu sbr. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga.

f) Athugasemdir vegna deiliskipulags frístundabyggðar í landi Minna-Mosfells

Lagt fram til kynningar, bréf frá stjórn Prestsetrasjóðs þar sem mótmælt er tengingu frístundabyggðar að Minna-Mosfelli við heimreið að prestsetrinu Mosfelli.

Einnig lagður fram uppdráttur með breyttri aðkomu að frístundabyggð og umsögn Vegagerðar þar sem heimilað er að tengja frístundabyggðina við Biskupstungnabraut.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingar að frístundabyggð í Minna- Mosfelli.

5. Tilboð í hönnun

Lagt fram tilboð frá Hönnun hf, í hönnun fráveitu sbr. bókun sveitarstjórnar 18. janúar s.l.

Einnig er gert tilboð í hönnun gatna, vatnsveitu og hitaveitu að Borg.

Hönnun hf hefur verið með hönnunarvinnu vegna framkvæmda við nýtt íbúðarhverfi á Borg.

Sveitarstjóra falið að leita eftir frekari samkomulagi.

6. Tillaga að breytingum á samningi um Héraðsnefnd Árnesinga

Lögð fram tillaga að breytingum á samningi um Héraðsnefnd Árnesinga.

Helstu efnislegu breytingar eru að reglulegir fundir Hérðasnefndar verða einu sinni á ári í stað tvisar og skal halda fundinn fyrir 15. október ár hvert.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingum á samningi fyrir sitt leyti.

7. Reglur um lækkun fasteignagjalda

Samanber lög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum og reglugerð um fasteignaskatt er sveitarstjórnum heimilt að lækka, fella niður eða veita styrki til greiðslu fasteignaskatta. Ef sveitarstjórnir ákveða að nýta heimild til lækkunar, niðurfellingar eða styrkveitinga ber þeim að setja reglur þar um.

Sveitarstjórn Grímsnes-og Grafningshrepps hefur þegar sett reglur um lækkun eða niðurfellingu til elli-og örorkulífeyrisþega sem búsettir eru í eigin húsnæði.

Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins.

8. Reglur um minka-og refaveiðar

Sveitarstjórn ræddi um minka-og refaveiðar fyrir árið 2006 í sveitarfélaginu.

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun þar sem horft er til fjárlaga ársins 2006 má búast við óbreyttum eða lítið breyttum viðmiðunartöxtum og um 50% endurgreiðsluhlutfalli ríkis af þeim.

Sveitarstjórn samþykkir að greiða ráðnum veiðimönnum sveitarfélagsins tvöfalt gjald viðmiðunargjaldskrár Umhverfisráðuneytis fyrir minka-og refaveiði árið 2006. Eingöngu verður greitt fyrir unnin dýr og gerður verður samningur við veiðimenn þar að lútandi. Veiðitímabil vegna refaveiða verður frá 1. apríl til 31. ágúst. Að öðru leyti gilda reglur Veiðistjóra.

9. Niðurstaða Hæstaréttar í ágreiningsmáli um byggingarleyfi

Lagt fram til kynningar erindi frá Jóni Ármanni Guðjónssyni hdl. um niðurstöðu Hæstaréttar í ágreiningsmáli um byggingarleyfi.

Málið er í höndum Málflutningsskrifstofunnar ehf.

10. Sala Ljósafossskóla, kauptilboð

Á fundi sveitarstjórnar þann 1. febrúar s.l. var samþykkt að fresta afgreiðslu vegna óskar Auðsala ehf um að falla frá kauptilboði sínu í eignir sveitarfélagsins við Ljósafoss, fasteignir og land.

Fyrir fundi liggur kauptilboð í fasteignir og land sveitarfélagsins á Ljósafossi.

Sveitarstjórn samþykkir að Auðsalir ehf fái að falla frá kauptilboði sínu.

Sveitarstjórn samþykkir einnig að hafna fyrirliggjandi kauptilboði og setja ofangreindar eignir sínar í sölu á almennum markaði.

11. Til kynningar:

a) 392. fundar SASS dags. 2. febrúar 2006

b) 84. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 25. janúar 2006

c) Samráðsfundur íslenskra sveitarfélaga og landssambands sumarhúsaeigenda

d) Ársfundur Landbúnaðarháskóla Íslands

e) Ráðstefna um tækifæri íslenskra sveitarfélaga í alþjóðlegu samstarfi

f) Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga

g) 83. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 7. febrúar

12. Önnur mál:

a) Fundargerð oddvitafundar

Lögð fram fundargerð oddvitafundar dags. 27. janúar 2006 og hún staðfest. Í fundargerð er m.a. samþykkt kostnaðarskipting milli sveitarfélaganna í uppsveitum, lögð fram tillaga að gjaldskrárbreytingu þar sem gert er ráð fyrir 3,9% hækkun frá árinu 2005. Samþykkt var að framlengja ráðningarsamningi við Kristjönu Kjartansdóttur og að ráða aðstoðarmann byggingarfulltrúa í 100% starf.

b) Námsferð til Skotlands

Samkvæmt fundargerð oddvita og sveitarstjóra dags. 5. janúar s.l. sem staðfest var af sveitarstjórn á fundi 1. febrúar er ráðgert að oddvitar og sveitarstjórar uppsveita fari í námsferð ásamt ferðamálafulltrúa til Skotlands í byrjun mars.

Meginmarkmið er að kynna sér sveitarstjórnarmál, atvinnuþróun og ferðamál. Ferðin verður jafnframt nýtt til kynningar á Uppsveitum Árnessýslu á erlendri grund og myndun tengsla.

Endurmenntun og námsferðir eru mikilvægir þættir í símenntun starfsfólks, ekki síst í opinberum störfum.

c) Trúnaðarmál

d) Vatnsmál

Sveitarstjórn samþykkir að láta hanna dreifilagnir og tengja við stofnlagnir vatnsveitu sveitarfélagsins í skipulagðri frístundabyggð í landi Búrfells I og II sbr. fyrirspurnir Böðvars Pálssonar og Steinars Árnasonar.

e) Lóðablað úr landi Brjánsstaða

Lagt fram lóðablað úr landi Brjánsstaða af 11,6 ha lands.

Beiðandi er Minniborgir hf.

Fyrirliggjandi lóðablað er samþykkt samkvæmt 30. gr. skipulags-og byggingarlaga með fyrirvara um staðfestingu nærliggjandi landeigenda.

f) Lóðablað úr landi Þórisstaða

Lagt fram lóðablað af tveimur skikum úr landi Þórisstaða.

Annars vegar er um að ræða 63 ha skiki og hins vegar 6 ha skiki.

Beiðandi er Gísli Guðmundsson.

Uppdrátturinn er staðfestur af nærliggjandi landeigendum þeim Ólafi E. Hjaltested og Gunnari Sigurðssyni.

Fyrirliggjandi lóðablað er samþykkt samkvæmt 30. gr. skipulags-og byggingarlaga með fyrirvara um staðfestingu annarra nærliggjandi landeigenda.

g) Endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu

Tekin fyrir drög að frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu dags. 3. febrúar 2005.

Sveitarstjórn gerir verulegar athugasemdir við 30. gr. VIII kafla, ýmis ákvæði.

Varðandi kostnaðarþátttöku sveitarfélaga um byggingu hjúkrunarheimila og hjúkrunarrýma stofnana, skulu vera skýrari ákvæði um kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna. Jafnframt getur sveitarstjórn ekki fallist á að viðhald og tækjakaup teljist til stofnkostnaðar.

Einnig er gerð athugasemd við að sveitarfélög skulu leggja til lóðir undir byggingar skv. 1. og 2. mgr. og þar með talið íbúðarhúsnæði án gatnagerðargjalda eða lóðarleigu þar sem kostnaður við gatnagerðarframkvæmdir er umtalsverður og landverð orðið mjög hátt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17.00

Gunnar Þorgeirsson (sign)

Margrét Sigurðardóttir (sign)

Guðmundur Þorvaldsson (sign)

Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)