176. fundur – sveitarstjórnar

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundur nr. 176-22.03.06

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPS

Fundargerð

Ár 2006, miðvikudag 22. mars var haldinn 176. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Stjórnsýsluhúsinu Borg.

Fundinn sátu: Gunnar Þorgeirsson

Margrét Sigurðardóttir

Guðmundur Þorvaldsson

Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

1. Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 8. mars lögð fram.

2. Skipulagsmál:

a) Lóðablað úr landi Klausturhóla, Seyðishólar

Lagt fram lóðablað úr landi Klausturhóla við Seyðishóla, 20 ha. samkvæmt lið 4 í bókun sveitarstjórnar á fundi 8. mars s.l.

Beiðandi er Grímsnes-og Grafningshreppur.

Fyrirliggjandi lóðablað er samþykkt samkvæmt 30. gr. skipulags-og byggingarlaga.

b) Breyting á aðalskipulagi 2002-2014 í landi Minni Borgar og Brjánsstaða, dreifbýli

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Minni Borgar og Brjánsstaða, dreifbýli vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar golfvallar.

Breytingin gerir ráð fyrir því að landbúnaðarsvæði, um 35 ha breytist í opið svæði til sérstakra nota ásamt verslunar- og þjónustusvæði.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu á fyrirliggjandi tillögu og óskar eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 21. skipulags-og byggingarlaga með fyrirvara um að hönnuður og beiðandi leiti þeirra umsagna sem hugsanlega verður óskað eftir.

c) Breyting á aðalskipulagi 2002-2014 í landi Minni Borgar, þéttbýli

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Minni Borgar og Brjánsstaða, þéttbýli vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar golfvallar.

Breytingin gerir ráð fyrir því að landbúnaðarsvæði breytist í opið svæði til sérstakra nota. Jafnframt að opið svæði til sérstakra nota breytist í verslunar- og þjónustusvæði. Einnig að opið svæði breytist í athafnasvæði.

Sveitarstjórn gerir athugasemdir við lið nr. 4, opið svæði breytist í athafnasvæði og óskar eftir tillögu um að það verði sömu megin vegar og núverandi athafnasvæði.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á fyrirliggjandi tillögu þar til gerðar hafa verið breytingar í samræmi við ofangreint.

d) Breyting á aðalskipulagi 2002-2014 í landi Stærribæjar

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Stærribæjar.

Beiðandi er Már Pétursson.

Breytingin gerir ráð fyrir því að landbúnaðarsvæði breytist í frístundabyggð.

Um er að ræða 90 ha. lands vestan við Biskupstungnabraut.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu á fyrirliggjandi tillögu og óskar eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 21. skipulags-og byggingarlaga með fyrirvara um að hönnuður og beiðandi leiti þeirra umsagna sem hugsanlega verður óskað eftir og með samþykkti nærliggjandi landeigenda varðar jarðarmörk.

e) Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Stærribæjar, Vesturbær

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi í landi Stærribæjar.

Tillagan gerir ráð fyrir 79 lóðum á um 90 ha lands.

Beiðandi er Már Pétursson.

Sveitarstjórn gerir kröfu um að aðkomuleiðum verði fækkað frá Biskupstungnabraut og óskar eftir því frá beiðendum og hönnuði að leggja fram umsögn Vegagerðar vegna þeirra. Einnig er óskað eftir umsögn frá eiganda Brjánsstaða vegna aðkomu um Heiðarbraut.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þangað til að umbeðnar umsagnir liggja fyrir og aðkomu breytt á fyrirlyggjandi uppdrætti.

f) Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Öndverðarness, lóðir 32b, 138, 139 og 140

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness, lóðir 32b, 138, 139 og 140.

Lóðirnar eru um 5.000 fm að stærð.

Sveitarstjórn óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti og að götur öðlist heiti.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins uns fyrir liggur einn nýr uppdráttur sem tekur á öllum fyrirliggjandi tillögum í landi Öndverðarness.

g) Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Öndverðarness, lóð 7a

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness, lóð nr. 7a.

Lóðin er um 5.250 fm að stærð.

Sveitarstjórn óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti og að götur öðlist heiti.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins uns fyrir liggur einn nýr uppdráttur sem tekur á öllum fyrirliggjandi tillögum í landi Öndverðarness.

h) Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Öndverðarness, lóð 137b

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness, lóð nr. 137b.

Lóðirnar eru um 5.225 fm að stærð.

Sveitarstjórn óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti og að götur öðlist heiti.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins uns fyrir liggur einn nýr uppdráttur sem tekur á öllum fyrirliggjandi tillögum í landi Öndverðarness.

i) Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Öndverðarness, lóðir 150-155

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness, lóðir 150-155.

Lóðirnar eru 5.900 – 6.000 fm að stærð.

Sveitarstjórn óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti og að götur öðlist heiti.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins uns fyrir liggur einn nýr uppdráttur sem tekur á öllum fyrirliggjandi tillögum í landi Öndverðarness.

j) Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Öndverðarness, lóðir 700 og 701

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness, lóðir nr. 700 og 701.

Lóðirnar eru annarsvegar 7.300 fm og hinsvegar 11.500 fm að stærð.

Sveitarstjórn óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti og að götur öðlist heiti.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins uns fyrir liggur einn nýr uppdráttur sem tekur á öllum fyrirliggjandi tillögum í landi Öndverðarness.

3. Kauptilboð í heilsárslóðir, Ásborgir

Tekið fyrir kauptilboð dags. 10. mars 2006 í óseldar heilsárslóðir við Ásborgir, Ásgarðslandi.

Sveitarstjórn samþykkir að hafna fyrirliggjandi kauptilboði.

4. Kosning fulltrúa í kjörstjórn

Tveir kjörnir fulltrúar í kjörstjórn hafa óskað eftir lausn frá embætti í kjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosningar þann 27. maí n.k.

Þar sem tveir varamenn eru makar frambjóðenda þykir óæskilegt að þeir verði fulltrúar í kjörstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir að Guðrún Bergmann og Árni Þorvaldsson taki sæti í kjörstjórn til loka kjörtímabils.

5. Bréf félagsmálaráðuneytis dags. 9. mars 2006 vegna heilsársbúsetu í frístundabyggð

Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti dags. 9. mars 2006.

Málið var til athugunar hjá ráðuneytinu þar sem Grímsnes-og Grafningshreppur synjaði aðila um skráningu lögheimilis í frístundabyggð í Ásgarðslandi.

Að mati ráðuneytisins eru reglur sem skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu setti varðandi heilsársbúsetu í frístundabyggð og Grímsnes-og Grafningshreppur staðfesti, of íþyngjandi og eigi ekki nægilega stoð í lögum. Óskað er eftir því að sveitarfélagið endurskoði reglurnar um meðferð umsókna áður en afstaða er tekin varðandi málið.

Það vekur furðu sveitarstjórnar að ráðuneytið skuli draga afgreiðslu á langinn í svo þýðingarmiklu máli sem lögheimilisskráning í sumarhúsum er og erfitt er fyrir sveitarfélög að setja sér vinnureglur þegar ekki fæst niðurstaða sem unnt er að vinna eftir.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til skipulagsnefndar til umsagnar og koma með tillögu að nýjum reglum varðandi heilsásrsbúsetu í frístundabyggð.

6. Viðbótarsamningur um sorphirðu

Lagður fram viðbótarsamningur um sorphirðu í Grímsnes-og Grafningshreppi dags. mars 2006.

Samningurinn er gerður til viðbótar samningi um sorphirðu sem hefur verið í gildi frá árinu 2000 og gerir ráð fyrir m.a. reglulegri söfnun á heyrúlluplasti, flutningi á hjölbörðum til endurvinnsluaðila og söfnun á ýmsu endurvinnanlegu efni.

Samningurinn gildir til eins árs og framlengist eftir það sjálfkrafa um eitt ár í senn segi hvorugur aðili honum upp.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og heimilar sveitarstjóra að skrifa undir hann fyrir hönd sveitarstjórnar.

7. Bréf frá stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs

Lagt fram til kynningar bréf frá stjórn og framkvæmdastjóra Golfklúbbs Kiðjabergs. Í bréfinu lýsir stjórnin furðu sinni á því að samstarfi við golfklúbbinn skuli hafa verið hafnað samanber ákvörðun sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn þykir miður þau viðbrögð sem ákvörðun hennar hefur haft.

8. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands

Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands verður haldinn 30. mars 2006 á Hótel Selfossi.

Sveitarstjórn samþykkir að Gunnar Þorgeirsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og Margrét Sigurðardóttir varamaður.

9. Fasteignaskattur, undanþágur

Tekin fyrir drög að reglum um lækkun, niðurfellingu eða styrkjum vegna fasteignaskatts í Grímsnes-og Grafningshreppi.

Reglurnar gera ráð fyrir að starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni s.s. menningar,- æskulýðs,- mannúðar og tómastundastarfsemi geti sótt um styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum félaganna.

Jafnframt geta tekjulitlir elli-og örorkulífeyrisþegar fengið lækkun eða niðurfellingu á fasteignaskatti eins og áður hefur verið kynnt.

Ekki verður veitt heimild til lækkunar eða niðurfellingar á fasteignaskatti bújarða og útihúsa.

Eigendur friðaðra húsa geta sótt um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts af friðuðum húsum ef staðið hefur verið að endurbótum eða endurbyggingu þeirra.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög með lítilsháttar orðalagsbreytingum. Önnur setning í 2. gr. verður þannig: Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 1. maí ár hvert þar sem gerð er grein fyrir starfsemi félagsins.

Reglurnar verður aðgengilegar í heild sinni á heimasíðu sveitarfélagins innan skamms.

10. Reiðvegir

Lögð fram kostnaðaráætlun til reiðveganefndar L.H. fyrir reiðvegi á félagssvæði hestamannafélagsins Trausta fyrir árin 2006-2009. Einnig lagt fram bréf frá reiðveganefnd hestamannafélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir að greiða árlega kr. 200.000 til reiðvegagerðar í sveitarfélaginu á árunum 2007-2009.

11. Opnun urðunarstaðar í Kirkjuferjuhjáleigu

Sveitarstjórn ræddi um opnunartíma urðunarstaðar sorps í Kirkjuferjuhjáleigu. Erfitt hefur verið að losna við sorp til urðunar á vorin og fram eftir sumri þegar sumarhúsaeigendur standa í tiltekt og endurbótum. Sorp hefur safnast upp á gámasvæðum sveitarfélagsins eða að þjónustuaðilar hafa þurft að flytja það til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir því við Sorpstöð Suðurlands að opnunartími verði rýmkaður þannig að unnt verði að taka á móti sorpi hluta úr degi um helgar frá páskum og fram í júlíbyrjun.

12. Vegslóði frá Söðulhólum að Hlöðuvöllum

Sveitarstjórn samþykkir að leita eftir samstarfi við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að vegslóði frá Söðulhólum að Hlöðuvöllum á afrétti sveitarfélaganna verði lagfærður.

Sótt verði um styrk til fjallvegasjóðs Vegagerðar.

13. Til kynningar:

a) 393. stjórnarfundur SASS dags. 15. mars 2006

b) 84. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 14. mars 2006

c) 256. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands dags. 24. febrúar 2006

d) 130. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 20. febrúar 2006

e) Fundur Félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu dags. 9. janúar 2006

f) Fundur vinnuhóps um háskólanám á Suðurlandi, dags. 24. febrúar 2006

g) Bréf Landgræðslu ríkisins dags. 2. mars 2006

h) Bréf Ómars G. Jónssonar dags. 15. mars 2006

14. Önnur mál:

a) Umboð til undirskriftar kaupsamnings

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra umboð til að skrifa undir kaupsamning vegna sölu sveitarfélagsins á Ljósafossskóla ásamt íbúðum og landi sem honum fylgir.

b) Kauptilboð í land sveitarfélagsins sunnan við Biskupstungnabraut í landi Klausturhóla

Tekið fyrir kauptilboð dags. 20. mars 2006 í land sveitarfélagsins sunnan við Biskupstungnabraut, merkt 2 á meðfylgjandi uppdrætti. Endanleg stærð liggur ekki fyrir.

Sveitarstjórn hafnar fyrirliggjandi tilboði. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ráðstöfun á landinu.

c) Athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 200 í Miðengislandi

Tekið fyrir bréf frá Huldu R. Rúrkiksdóttur hdl. fyrir hönd 31 eigenda við 5. braut í landi Miðengis þar sem gerðar eru athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 200 í Miðengislandi og eigendur mótmæla breytingunni.

Sveitarstjórn harmar þau mistök sem orðið hafa við boðleiðir en fyrir fundi þann 8. mars s.l. lágu ekki ofangreindar athugasemdir. Má að einhverju leyti kenna um að skipulagsfulltrúi hefur ekki verið starfandi frá 1. febrúar.

Athugasemdir sem gerðar eru lúta að eftirfarandi:

1. Ekki er getið í greinargerð með tillögu um breytingu er varðar staðsetningu aðalhúseignar en við byggingu hússins var því snúið miðað við það sem fram kemur á samþykktu deiliskipulagi.

2. Húsið á lóð nr. 200 er í ósamræmi við önnur sumarhús við 5. braut sem flestir eru um 50-100 m2 að stærð og ekkert samræmi á milli bygginga og nýtingar lands.

3. Umferð hljóti að aukast um svæðið vegna svo stórra húsakynna.

4. Breytingarnar munu verða til verulegrar útsýnisskerðingar eigenda annarra lóða á svæðinu.

5. Ástæða sé til að ætla að skuggavarp verði óeðlilega mikið á nærliggjandi lóðum verði tillagan samþykkt.

Einnig er bent á hættu af mengun vegna frárennslismála slíks byggingarmagns og að rotþró sé staðsett á óviðunandi stað.

Ástæða þess að staðsetningu húss var breytt er sú að fyrirliggjandi deiliskipulagsuppdráttur var ekki réttur varðandi áttir en eftir sem áður rúmast húsið innan þess byggingarreits sem gert var ráð fyrir á deiliskipulagstillögu. Breyting á deiliskipulagi lóðar nr. 200 í landi Miðengis var auglýst með réttum áttum. Ekki er gerð krafa á deiliskipulagsuppdráttum að húsbyggingar séu sýndar þó svo að það hafi verið gert í þessu tilfelli.

Þó svo að húsið sé stærra heldur en gengur og gerist í sumarhúsahverfinu við 5. braut, fellur það vel að umhverfi og byrgir ekki útsýni manna enda er trjágróður á svæðinu gamall og gróinn og stendur í mörgum tilfellum mun hærra heldur en viðkomandi bygging. Einnig má benda á að lóð nr. 200 er um 24.400 m2 þannig að fyrirhugaðar byggingar rúmast mjög vel innan lóðar.

Ekki er ástæða til að aukin umferð verði á svæðinu við byggingu þessa húss frekar en annrra. Húsið er byggt í sambærilegum tilgangi og flest hús á svæðinu, að fjölskyldan fái notið vistar í fögru grónu umhverfi.

Verði álag á vegi vegna bygginga liggur fyrir fundi bréf þar sem tekin er ábyrgð á viðgerðum á vegi verði skemmdir á honum vegna framkvæmdanna.

Gert er ráð fyrir að rotþró verður staðsett í um 15 m. fjarlægð frá lóðarmörkum og uppfyllir því reglur um lágmarksfjarlægð um lóðarmörkum.

Þótt húsið sé stórt eru ekki nema fjögur herbergi í því og engin ástæða til að ætla að þar verði meiri hætta á mengun í tengslum við frárennslismál vegna byggingarmagns.

Sveitarstjórn þakkar fyrir fram komnar athugasemdir og ábendingar en telur ekki ástæðu til annars en að samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu sbr. 26. gr. skipulags-og byggingarlaga samkvæmt ofangreindum rökum.

d) Framkvæmdir við Borg

Sigurður Jónsson var með fyrirspurn varðandi framkvæmdir við íbúðabyggð á Borgarsvæðinu.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16.15

Gunnar Þorgeirsson (sign)

Margrét Sigurðardóttir (sign)

Guðmundur Þorvaldsson (sign)

Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)