177. fundur hreppsnefndar,05,04,06

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2006, miðvikudag 5. apríl  var haldinn 177. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Stjórnsýsluhúsinu Borg.

 

Fundinn sátu:                Gunnar Þorgeirsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

Helga Gústavsdóttir

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 22. mars lögð fram.

2.      Fundargerð fræðslunefndar

Fundargerð fræðslunefndar dags. 21. mars 2006 lögð fram til kynningar.

Gerð er athugasemd við starfsmannamál næsta skólaár fyrir leikskólann Kátuborg þar sem segir að Linda Sverrisdóttir taki við leikskólastjórastöðunni fyrir næsta skólaár. Hið rétta er að hún mun sinna leikskólastjórastöðu í maí og júní. Verið er að auglýsa eftir leikskólastjóra sem reiknað er með að hefji störf strax að loknu sumarfríi leikskólans.

3.      Fundargerð byggingarnefndar

Fundargerð byggingarnefndar dags. 28. mars 2006 lögð fram og staðfest.

4.      Fundargerð skipulagsnefndar

Fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. mars lögð fram og staðfest.

Böðvar Pálsson sat hjá við afgreiðslu liðar 1., sameiginleg mál, ráðning skipulagsfulltrúa.

5.      Skipulagsmál:

a)      Deiliskipulag íbúabyggðar, Borg

Lögð fram tillaga að íbúabyggð á Borg.

Beiðandi er Grímsnes-og Grafningshreppur.

Tillagan gerir ráð fyrir 55 íbúðarhúsum (17 einbýlishúsalóðum, 38 parhúsalóðum) til viðbótar þeim sem fyrir eru. Einnig er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á svæðinu. Um er að ræða 20 ha lands.

Tillagan var í auglýsingu frá 24. febrúar til 24. mars og frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. apríl og hafa engar athugasemdir borist.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu sbr. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga með fyrirvara um að engar athugasemdir berist á athugasemdatíma.

Sigurður Karl Jónsson hafði orð á því að skoða ætti þann möguleika að færa lóð fyrir verslun og þjónustu þar sem hestagerðið er staðsett.

b)      Breyting á aðalskipulagi í landi Hæðarenda (gögn afhent á fundi)

Afgreiðslu frestað, gögn liggja ekki fyrir.

c)      Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Hæðarenda (gögn afhent á fundi)

Afgreiðslu frestað, gögn liggja ekki fyrir.

d)      Klausturgata C, heilsársbyggð

Á fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar s.l. var tekin fyrir  beiðni um að fjórar lóðir sem liggja að Biskupstungnabraut, Klausturgata C nr. 6, 8, 16 og 18, verði breytt úr frístundabyggðalóðum í íbúðarhúsalóðir.

Sveitarstjórn samþykkti að allar lóðir við Klausturgötu C yrði breytt úr frístundalóðum í íbúðarhúsalóðir með fyrirvara um eftirfarandi:

Að allir frístundahúsaeigendur við C-götu séu samþykkir breytingum á aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir breyttri landnotkun, þ.e. að frístundabyggð breytist í íbúðarbyggð. Einnig að lagt verði fram nýtt deiliskipulag.

Að allir frístundahúsaeigendur við C-götu lýsi sig reiðubúna til að taka á sig gatnagerðargjöld samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins.

Að allir frístundahúsaeigendur við C-götu gefi eftir land undir breiðari götu og standi undir öðrum kostnaði sem hlýst af breyttri landnýtingu.

Lóðareigendum við Klausturgötu C var gefinn kostur á að koma með skriflegt svar við samþykkt sveitarstjórnar fyrir 1. apríl 2006.

Fyrir fundi liggja umsagnir 10 lóðareigenda sem allir hafna breytingarhugmyndum.

Sveitarstjórn hafnar því beiðni um að lóðir við Klausturgötu C verði breytt úr frístundalóðum í heilsárslóðir.

6.      Skoðunarmaður ársreikninga

Sveitarstjórn samþykkti á símafundi þann 30. mars s.l. að skoðunarmaður ársreikninga verði Kjartan Guðmundsson í stað Agnars Guðlaugssonar sem hefur flutt úr sveitarfélaginu.

7.      Ársreikningur Grímsnes-og Grafningshrepps 2005

Ársreikningar sveitarfélagsins fyrir árið 2005 lagðir fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi og útskýrði reikningana.

Oddviti þakkaði Einari góð störf.

Ársreikningi vísað til annarar umræðu.

8.      Logo sveitarfélagsins, samkeppni

Samkeppni um merki (logo) sveitarfélagsins rann út 31. mars s.l.

Fyrir fundi liggja tillögur, merktar dulnefnum.

Sveitarstjórn samþykkir að skipa nefnd þriggja aðila til að yfirfara innsendar hugmyndir og koma með tillögu að fimm sem lagðar verði fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

9.      Erindi vegna tengingu við hitaveitu í Oddsholti

Lagður fram tölvupóstur frá Sigurði Sigurðssyni dags. 28. mars 2006 fyrir hönd félags sumarhúsaeigenda í Oddsholti.

Í bréfinu kemur fram að mikill áhugi er meðal félagsmanna um tengingu við Hitasveitu Grímsnes-og Grafningshrepps.

Óskað er eftir svari um möguleika þess að tengjast hituveitunni.

Sveitarstjórn samþykkir að ræða við forsvarsmenn sumarhúsabyggðar í Oddsholti um möguleika á hituveitu á svæðið.

10.    Erindi vegna tengingu við vatnsveitu og hitaveitu í Minna Mosfelli

Lagt fram bréf frá Guðmundi Rúnari Svavarssyni dags. 29. mars 2006 fyrir hönd eigenda Minna Mosfells.

Óskað er eftir tengingu við hitaveitu og vatnsveitu sveitarfélagsins á svæðið.

Fyrir fundi liggur kostnaðaráætlun vegna ofangreinds.

Sveitarstjórn samþykkir að skoða málið við gerð fjárhagsáætlunar árið 2007.

11.    Umsögn um uppbyggingu héraðsvega

Lagt fram erindi frá Samgöngunefnd Alþingis dags. 27. mars 2006 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna tillögu um uppbyggingu hérðasvega.

Sveitarstjórn fagnar tillögunni sem gerir ráð fyrir viðbótarfé til viðhalds og uppbyggingu tengi-og safnvega.

12.    Kjör fulltrúa á aukaaðalfund SASS

Aukaaðalfundur SASS verður haldinn 26. apríl n.k. á Hótel Selfossi.

Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Grímsnes-og Grafningshrepps verði Gunnar Þorgeirsson og Margrét Sigurðardóttir. Til vara verður Guðmundur Þorvaldsson.

13.    Merking sveitabæja

Tekið fyrir bréf frá Vegagerðinni dags. 21. mars 2006 um merkingu sveitabæja.

Vegagerðin býður sveitarfélögum að hanna merkingar í samráði við heimamenn, smíða þau og setja upp. Sveitarfélagið greiðir fyrir merkin og uppsetningu þeirra og að verki loknu muni Vegagerðin taka að sér að halda merkjunum við á sinn kostnað. Tilboð þetta mun standa næstu tvö ár, 2006 og 2007.

Sveitarstjórn samþykkir að nýta fyrirliggjandi tilboð frá Vegagerðinni.

14.    Samningur um kaup á heitu vatni frá Vaðnesi

Tekin fyrir drög að samningi um kaup á heitu vatni frá Vaðnesi að Borg og nágrenni.

Samningurinn gerir ráð fyrir að keypt verði vatn samkvæmt mæli, allt að 15 sek.lítra á ári en að lágmarki 6 sek.lítra.

Leigutími verði 30 ár.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við landeiganda Vaðness.

15.    Náma sveitarfélags í Seyðishólum

Rætt um námu sveitarfélagsins í Seyðishólum. Samkvæmt bókun sveitarstjórnar frá fundi 8. mars s.l. var gert ráð fyrir að leitað yrði samninga við aðila sem fæli í sér umsjón með námu sveitarfélagsins ásamt umsjón með losunarstað fyrir jarðvegsúrgang.

Sveitarstjórn samþykkir að breyta þeirri bókun þannig að gerður verður samningur um efnistöku fyrir reiðveg við Sólheimaveg gegn því að náman og losunarstaður fyrir jarðvegsúrgang verði lagfærð og námunni síðan lokað.

16.    Varamaður í kjörstjórn

Sveitarstjórn samþykkir að varamaður í kjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 2006 verði Anna Margrét Sigurðardóttir.

17.    Dæluhús í landi Búrfells

Dæla fyrir vatnsveitu úr Búrfelli hefur verið í fjárhúsi á bænum Búrfelli.

Sveitarstjórn samþykkir að byggt verði dæluhús sem staðsett verði á eða í námunda við brunnsvæði vatnsveitunnar í Búrfelli.

18.    Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags-og byggingarmála dags. 29. nóvember 2005

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar skipulags-og byggingarmála vegna kæru á synjun skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu um stærð sumarhúss og aukahúss í landi Vaðness.

Kröfu kærenda var hafnað.

19.    Erindi Björgunarmíðstöðvar

Lagt fram erindi frá Björgunarmiðstöð Árborgar dags. 26. mars s.l. til kynningar. Í bréfinu er óskað eftir því að sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaga að Brunavörnum Árnessýslu samþykki hækkun leigugjalds í Björgunarmiðstöð en áætlað er að framkvæmdir við hana hefjast fljótlega.

20.    Til kynningar:

a)      85. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 22. mars 2006

21.    Önnur mál:

a)      Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Vatnsholts

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Vatnsholts.

Breytingin gerir ráð fyrir því að leiksvæði, um 0,8 ha verði að frístundalóð, Vatnsholtsvegi nr. 6.

Beiðandi er Þorbjörg Daníelsdóttir.

Tillagan var í auglýsingu frá 24. febrúar til 24. mars og frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. apríl og hafa engar athugasemdir borist.

Sveitarstjórn samþykktir fyrirliggjandi tillögu sbr. 26. gr. skipulags-og byggingarlaga með fyrirvara um að ekki verði byggt nær vatnsbakka en 50 m og að engar athugasemdir berist á athugasemdatíma.

b)      Bréf frá foreldrum leikskólabarna á Sólheimum

Lagt fram bréf frá foreldrum leikskólabarna dags. 31. mars 2006 þar sem óskað er eftir lengingu á opnunartíma leikskólans Kátuborgar. Einnig er óskað eftir því að öllum leikskólabörnum á svæðinu verði gert mögulegt að ferðast með skólabílum í leikskólann.

Beiðni um lengingu opnunartíma er vísað til umsagnar fræðslunefndar.

Sveitarfélagið hefur tekið með leikskólabörn í skólabílana þegar að laust pláss er í bílunum. Skólabíll sem fer um Sólheimasvæðið er orðinn fullsetinn þannig að ekki er hægt að bæta í hann fleiri börnum.

Skólaakstur verður endurskoðaður fyrir næsta haust með tilliti til fjölda barna.

Sigurður Karl Jónsson óskar eftir upplýsingum um hvers vegna leikskólinn sé einungis opinn til kl. 16.00

c)      Umgengni á sumarhúsalóðum og fokhætta á rusli

Sveitarstjórn samþykkir að senda eiganda lóðar við Selhól lokaviðvörun vegna lélegrar umgengi og fokhættu á rusli.

 

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 

 

            Gunnar Þorgeirsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

Helga Gústavsdóttir (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)