178. fundur hreppsnefndar,19,04,06

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2006, miðvikudag 19. apríl  var haldinn 178. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Stjórnsýsluhúsinu Borg.

 

Fundinn sátu:                Gunnar Þorgeirsson

Guðmundur Þorvaldsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 5. apríl lögð fram.

2.      Fundargerð skipulagsnefndar

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.      Skipulagsmál:

a)      Deiliskipulag íbúabyggðar, Borg

Lögð fram tillaga að íbúabyggð á Borg.

Tillagan var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 5. apríl s.l. og samþykkt með fyrirvara um að engar athugasemdir kæmu fyrir 7. apríl.

Tillagan gerir ráð fyrir 55 íbúðarhúsum (17 einbýlishúsalóðum, 38 parhúsalóðum) til viðbótar þeim sem fyrir eru. Einnig er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á svæðinu. Um er að ræða 20 ha lands.

Tillagan var í auglýsingu frá 24. febrúar til 24. mars og frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. apríl.

Þann 6. apríl barst athugasemd frá Helga Jónssyni.

Hann gerir athugasemdir við að eingöngu er sýndur byggingarreitur á Hraunbraut 2 en þar er húsbygging. Einnig að iðnaðarlóðum hefur verið breytt í lóðir undir léttan iðnað.

Jafnframt að lóð á skipulagstillögu er ekki í samræmi við lóðarleigusamning dags. 18. desember 1991.

Þá gerir hann athugasemdir við að íbúðalóðir eru færðar nær iðnaðarlóðum og að mænishæð sé lækkuð í 6 metra.

Sveitarstjórn samþykkir að lóð við Hraunbraut 2 verði stækkuð til samræmis við ofangreindan lóðarleigusamning þannig að lóð nr. 4 við Hraunbraut falli út ásamt byggingarreit. Einnig mun skipulagsuppdráttur sýna byggt hús á Hraunbraut 2í stað byggingarreits.

Að öðru leyti verður ekki tekið tillit til fyrirliggandi athugasemda og tillagan samþykkt sbr. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga.

Sigurður Jónsson sat hjá við afgreiðslu máls.

b)      Athugasemdir vegna breytingar á aðalskipulagi í landi Úlfljótsvatns og vegna deiliskipulags frístundabyggðar í landi Úlfljótsvatn (gögn liggja frammi á fundi)

Lagt fram til kynningar fylgiskjal með helstu efnisatriðum athugasemda vegna breytinga á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Úlfljótsvatns og vegna deiliskipulags frístundabyggðar sem nær yfir hluta svæðisins lagðar fram til kynningar.

Í heild bárust 19 athugasemdabréf auk þess sem borist hafa umsagnir frá Fornleifavernd ríkisins, Umhverfisstofnun, Veiðimálastofnun, Landsneti, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Helstu athugasemdir/ábendingar eru eftirfarandi:

·        Þéttleiki byggðar talinn of mikill (um 600 hús).

·        Fjarlægð byggðar frá vatni verði meiri en 50 m, jafnvel allt að 200 m.

·        Skortur á upplýsingum um lífríki Úlfljótsvatns og áhrif byggðar á lífríki.

·        Skortur á upplýsingum um fyrirkomulag fráveitu og mótmæli við að veita skolpi í Úlfljótsvatn.

·        Lagst gegn skerðingu verndarsvæða, bæði hverfisverndar og vatnsverndar.

·        Lagst er gegn áætlunum um skerðingu votlendis (sérstaklega Kermýri og svæði í Dælum) fyrir frístundabyggð og golfvöll.

·        Krafa um ítarlega hreinsun fráveituvatns.

·        Skortur á samráði við núverandi notendur landsins og þá helst skáta og veiðifélag Úlfljótsvatns.

·        Vantar upplýsingar um áætlanir um bátaumferð og hugsanleg áhrif á lífríki og veiðar.

·        Lagst gegn frístundabyggð innan verndarsvæðis vatnasviðs Þingvallavatns (lög um verndun vatnasviðs Þingvallavatns).

·        Bent á gildandi leigusamninga um notkun á stórum hluta landsins og mótmælt skerðingu á þeirri notkun. Farið fram á að frístundabyggð verði skert verulega.

·        Landnotkun við Borgarvík mótmælt.

c)      Framkvæmdaleyfi Orkuveitu Reykjavíkur á Ölkelduhálsi

Lögð fram beiðni um framkvæmdaleyfi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21. mars 2006 vegna borunar á rannsóknarholu á Ölkelduhálsi.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að veita Orkuveitu Reykjavíkur framkvæmdaleyfi vegna ofangreindrar framkvæmdar.

Skipulagsfulltrúa falið að gefa út leyfið.

4.      Ársreikningur Grímsnes-og Grafningshrepps 2005

Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2005 lagður fram til seinni umræðu.

Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi:

Rekstrarniðurstaða              kr. 123.204.900

Eigið fé                                           kr. 429.510.800

Skuldir                                           kr. 194.103.447

Eignir                                              kr. 623.614.247

Ársreikningur samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.

5.      Logo sveitarfélagsins, samkeppni

Á fundi sveitarstjórnar þann 5. apríl s.l. voru lagðar fram tillögur að merki sveitarfélagsins (logo) en frestur til að skila inn tillögum rann út 31. mars s.l.

Þrír aðilar voru fengnir í nefnd til að yfirfara innsendar hugmyndir, Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi, Haraldur Óskarsson prentari og Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri.

Valdar voru fimm tillögur sem nú liggja fyrir fundi.

Sveitarstjórn samþykkir að það merki sem valið verði sé það merki sem nefndin taldi best enda fáist leyfi til frekari útfærslu á því merki.

6.      Kjör fulltrúa á félagafund Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands

Félagafundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands verður haldinn á Selfossi 26. apríl n.k.

Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúi Grímsnes-og Grafningshrepps verði Gunnar Þorgeirsson.

7.      Erindi frá Menntamálaráðuneyti vegna eignarhluts ríkis í skóla, skólastjórabústað og sundlaug á Ljósafossi

Tekinn fyrir tölvupóstur dags. 5. apríl s.l. frá Menntamálaráðuneyti þar sem gerð er tillaga að höfðu samráði við fjármálaráðuneyti um greiðslu sveitarfélagsins fyrir eignarhluta ríkis í Ljósafossskóla, skólastjórabústað og sundlaug á Ljósafossi

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu sem hljóðar upp á 10.000.000 kr. auk kostnaðar sem leiðir af nauðsynlegri skjalagerð vegna kaupanna.

8.      Umsókn um vínveitingaleyfi

Tekin fyrir umsókn um vínveitingaleyfi fyrir golfskálann Kiðjabergi.

Umsækjandi er Eygló Bergsdóttir.

Umsagnir frá lögreglustjóra, byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti liggja fyrir.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsókn.

9.      Beiðni frá Búgarði um aukið magn af köldu vatni frá Búrfelli

Lagt fram bréf dags. 10. apríl s.l. frá Valtý Pálssyni og Sigurði Pálssyni fyrir hönd Búgarðs ehf. þar sem óskað er eftir auknu magni af köldu vatni frá vatnsveitu sveitarfélagsins í Búrfelli.

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

10.    Beiðni frá Búgarði um viðræður vegna vatnsveitu í Ásgarðslandi

Lagt fram bréf dags. 10. apríl s.l. frá Valtý Pálssyni og Sigurði Pálssyni fyrir hönd Búgarðs ehf. þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið taki yfir vatnsveitu frístundabyggðar í landi Ásgarðs.

Sveitarstjórn samþykkir að yfirtaka vatnsveitu frístundabyggðarinnar án endurgjalds gegn því að útvega vatn í núverandi dreifilögn samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins.

Ákvörðun um framkvæmdir við áframhaldandi dreifilagnir á svæðinu verða teknar í samræmi við gerð fjárhagsáæltunargerðar.

11.    Greinargerð vegna hæstaréttarmáls Íslenska ríkisins gegn Grímsnes-og Grafningshreppi

Lögð fram til kynningar greinargerð lögmanns sveitarfélagsins vegna hæstaréttarmáls Íslenska ríkisins gegn Grímsnes-og Grafningshreppi um dóm Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2002.

12.    Bréf frá Umhverfisstofnun vegna kortlagningar vega og vegslóða

Tekið fyrir bréf frá Umhverfisstofnun dags. 30. mars 2006 og ferðakort þar sem óskað er samstarfs við sveitarfélög sem eiga stjórnsýslu og skipulagsvald á hálendi Íslands.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.

13.    Styrkbeiðni frá kór Fjölbrautarskóla Suðurlands

Tekin fyrir beiðni frá kór Fjölbrautarskóla Suðurlands dags. 5. apríl 2006 þar sem óskað er eftir styrk, 15-20.000 kr. á hvern kórfélaga úr sveitarfélaginu vegna utanlandsferðar.

Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk, kr. 20.000.

14.    Erindi frá Atla Gíslasyni vegna fasteignagjalda

Lagt fram til kynningar bréf frá Atla Gíslasyni dags. 7. apríl 2006 um úrskurð yfirfasteignamatsnefndar varðandi fasteign Atla í sveitarfélaginu.

15.    Fulltrúaráðsfundur vegna samnings um skólamál

Stefnt er að því að haldinn verði fulltrúaráðsfundur vegna samnings við Bláskógabyggð um skólamál 4. maí n.k. kl. 14.00 í Aratungu.

Fulltrúaráð samanstendur af sveitarstjórnum Grímsnes-og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar.

16.    Til kynningar:

a)      Tilkynning frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 5. apríl 2006

17.    Önnur mál:

a) Erindi frá Eiríki Steinssyni

Tekið fyrir erindi frá Eiríki Steinssyni og Margréti Gunnarsdóttur dags. 18. apríl 2006 þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar til að nefna íbúðarhús þeirra og land Selholt sem áður hefur verið skráð í fasteignamati sem Minnibær, íbúðarhúsalóð.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við nafngiftina.

b) Aðalskipulagsbreyting í landi Hæðarenda

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps í landi Hæðarenda.

Umsækjandi er Sigurður Karl Jónsson.

Um er að ræða 24,7 ha lands til suðurs og vesturs og 4,9 ha til austur.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga þegar að umsagnir Umhverfisstofnunar og Fornleifaverndar liggja fyrir.

Sigurður Karl Jónsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

b)      Erindi Björgunarmiðstöðvar

Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes-og Grafningshrepps þann 5. apríl s.l. var tekið fyrir erindi frá Björgunarmiðstöð þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaga að Brunavörnum Árnessýslu samþykki hækkun leigugjalds í Björgunarmiðstöð úr 750 kr pr/m2 í 800 kr pr/m2.

Sveitarstjórn samþykkir ofangreint fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  16.15

 

            Gunnar Þorgeirsson (sign)

            Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)