179. fundur hreppsnefndar,03,05,06

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPS

 

Fundargerð

 

Ár 2006, miðvikudag 3. maí  var haldinn 179. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Stjórnsýsluhúsinu Borg.

 

Fundinn sátu:                Gunnar Þorgeirsson

Guðmundur Þorvaldsson

                                    Margrét Sigurðardóttir

                                    Sigurður Karl Jónsson

Böðvar Pálsson

 

Fundargerð ritaði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Gunnar Þorgeirsson stýrði fundi. Fundur var settur kl. 13.30

 

1.      Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 19. apríl lögð fram.

Vegna liðar 15, fulltrúaráðsfundi vegna samnings um skólamál sem halda átti á fimmtudag 4. maí kl. 14.00 í Aratungu er frestað til 8. maí kl. 9.00

2.      Fundargerð byggingarnefndar

Fundargerð byggingarnefndar dags. 25. apríl s.l.lögð fram og staðfest.

3.      Fundargerð skipulagsnefndar

Fundargerð skipulagsnefndar dags. 19. apríl s.l.lögð fram og staðfest.

4.      Skipulagsmál:

a)      Aðalskipulagsbreyting í landi Syðri Brúar

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Syðri Brúar.

Breytingin gerir ráð fyrir að um 8.800 m2 lands breytist úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði.

Tillagan var í auglýsingu frá 24. febrúar til 24. mars og frestur til að skila inn athugasemdum var til 7. apríl.

Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og óskar eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga.

b)      Aðalskipulagsbreyting í landi Hraunkots (gögn afhent á fundi)

Lagt fram bréf frá Ásgeiri Invgasyni fyrir hönd Sjómannadagsráðs dags. 21. apríl 2006 þar sem óskað er eftir óverulegri breytingu á aðalskipulagi í landi Hraunkots austanmegin við Kiðjabergsveg.

Jafnframt er lögð fram tillaga að verulegri breytingu á aðalskipulagi Grímsnes-og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Hraunkots.

Breytingin gerir ráð fyrir að um 40 ha. lands breytist úr svæði fyrir frístundabyggð í landbúnaðarsvæði og vatnsverndarsvæði vegna fyrirhugaðs vatnsbóls á svæðinu.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga til að auglýsa fyrirliggjandi tillögu. Hönnuður og umsækjandi skulu annast öflun nauðsynlegra gagna sem kann að vera óskað eftir.

c)      Breyting á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Norðurkots

Tekin fyrir tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Norðurkots.

Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarksstærð sumarhúsa verði 200 m2 í stað 120 m2.

Sveitarstjórn samþykkir að jafnframt verði heimilað að byggja 25 m2 aukahús á svæðinu og heimilar auglýsingu sbr. 26. gr. skipulags-og byggingarlaga.

5.      Starf félagsmálafulltrúa

Lagt fram bréf frá sveitarstjóra Hrunamannahrepps dags. 19. apríl s.l. sem greinir frá ráðningu félagsmálafulltrúa, Nönnu Mjallar Atladóttur.

Sveitarstjórn staðfestir ráðningu Nönnu Mjallar Atladóttur.

6.      Starf aðstoðarmanns byggingarfulltrúa

Hilmar Einarsson byggingarfulltrúi, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri Bláskógabyggðar og Margrét Sigurðardóttir fóru yfir innsendar umsóknir um starf aðstoðarmanns byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu þann 20. apríl s.l.

Umsóknarfrestur var til 19. apríl 2006.

Alls bárust fjórar umsóknir og var samþykkt að gerður yrði ráðningarsamningur við Guðmund Böðvarsson, Laugarvatni.

Sveitarstjórn staðfestir ráðningu Guðmundar Böðvarssonar.

7.      Erindi frá eigendum sumarbústaða við Kringlumýrarveg í landi Norðurkots

Lagt fram bréf frá sumarhúsaeigendum við Kringlumýrarveg í landi Norðurkots dags. 13. apríl 2006 þar sem kvartað er yfir ástandi og útliti húss við Kringlumýrarveg.

Einnig er lögð fram tillaga að bréfi til eiganda sumarhússins dags. 6. febrúar 2006.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að ljúka málinu þannig að viðkomandi eiganda sé gert að fjarlægja húsið ellegar verði það gert af Grímsnes-og Grafningshreppi á kostnað eiganda.

8.      Umsögn um veitingaleyfi

Tekið fyrir bréf frá Sýslumanninum á Selfossi dags. 25. apríl 2006 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Ásu Ólafsdóttur um veitingaleyfi í Golfskálanum Öndverðarnesi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi umsókn.

9.      Umsókn um vínveitingaleyfi

Tekin fyrir umsókn Ásu Ólafsdóttur um vínveitingaleyfi í Golfskálanum Öndverðarnesi.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um að veitingaleyfi verði gefið út.

Bráðabirgðaveitingaleyfi er til staðar.

10.    Umsókn um hitaveitu

Lagðar fram tvær umsóknir um heitt vatn úr hitaveitu sveitarfélagsins í nágrenni Borgar.

Sveitarstjórn samþykkir að fá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen sem er með endurhönnun hitaveitu úr Vaðnesi í vinnslu til að kanna það magn sem þarf af heitu vatni á Borgarsvæðinu og að leita samninga við Kjartan Pálsson um aukið magn ef á þarf að halda.

11.    Erindi frá sumarhúsaeigendum í landi Vaðness

Lagt fram til kynningar bréf frá eigendum sumarhúsa í landi Vaðness, Hvammabraut, Höfðabraut, Tóftabraut og Efri-Markarbraut.

Viðkomandi svæði er ekki í tengslum við hitaveitu sveitarfélagsins úr Vaðnesi heldur alfarið á vegum Orkubús Vaðness.

12.    Bréf frá South Iceland ehf

Lagt fram til kynningar bréf frá South Iceland ehf dags. 15. apríl 2006 þar sem gerð er grein fyrir stofnun einkahlutafélagsins South Iceland ehf. Tilgangur félagsins er að sameina krafta ferðaþjónustuaðila og tengdra fyrirtækja til markaðssetningar á Suðurlandi.

13.    Bréf frá Jóni Eggert Guðmundssyni

Lagt fram bréf frá Jóni Eggert Guðmundssyni þar sem óskað er eftir stuðningi við krabbameinsfélag Íslands vegna göngu hans um strandvegi landsins.

Sveitarstjórn samþykkir að greiða 5 kr. pr/km.

14.    Styrkur til Tintron vegna flutninga

Sveitarstjórn samþykkir að greiða björgunarsveitinni Tintron kr.100.000 fyrir vinnu og láns á bílum við flutninga á munum úr íþróttahúsi og skóla á Ljósafossi að Borg.

15.    Til kynningar:

a)      131. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 11. apríl 2006

b)      257. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands dags. 6. apríl 2006

c)      85. fundur Heilbrigðisnefnd Suðurlands dags. 25. apríl 2006

d)      Erindi frá Óskar Sigurðssyni dags. 24. apríl 2006

e)      Erindi frá Landgræðslu ríkisins

16.    Önnur mál:

a)      Kjörstaður vegna sveitarstjórnarkosninga

Sveitarstjórn samþykkir að kjörstaður í Grímsnes-og Grafningshreppi vegna sveitarstjórnarkosningar 27. maí n.k. skuli vera í félagsheimilinu Borg, Grímsnesi.

Einnig samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan á kjörfundi stendur.

b)      Samþykkt um hundahald í sveitarfélaginu

Lögð fram tvö bréf þar sem kvartað er yfir lausagöngu hunda.

Einnig lögð fram drög að samþykktum um takmörkun á hundahaldi í sveitarfélaginu og gjaldskrá vegna hennar.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktinni og gjaldskrá til annarrar umræðu.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  16.00

 

            Gunnar Þorgeirsson (sign)

            Guðmundur Þorvaldsson (sign)

                                    Margrét Sigurðardóttir (sign)

                                    Sigurður Karl Jónsson (sign)

Böðvar Pálsson (sign)