181. fundur hreppsnefndar,15,06,06

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPS

Fundargerð

Ár 2006 þann 15. júní kom sveitarstjórn saman til fyrsta fundar nýs kjörtímabils kl. 13.30. Fundurinn er nr. 181. Gunnar Þorgeirsson setti fund og óskaði nýrri sveitarstjórn til hamingju. Margrét S. ritaði fundargerð.

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð sveitarstjórnar dags. 3. maí lögð fram.

2. Kjör oddvita:

Ingvar Ingvarsson kjörinn oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps með 3 atkvæðum. Tveir skiluðu auðu.

3. Kjör varaoddvita:
Sigurður Karl Jónsson kjörinn varaoddviti sveitarfélagsins með 3 atkvæðum. Tveir skiluðu auðu.

4. Fundartími sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir að fundartími sveitarstjórnar verði 1. og 3. fimmtudagur hvers mánaðar kl. 9.00. Næsti fundur verður 6. júlí.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13.45

Margrét Sigurðardóttir (sign)

Gunnar Þorgeirsson (sign)

Ingvar Ingvarsson (sign)

Sigurður Karl Jónsson (sign)

Cornelis Meijles (sign)