182. fundur – sveitarstjórnar

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPS Ár 2006, fimmtudaginn 6. júlí var haldinn 182. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í Stjórnsýsluhúsinu Borg.

Fundinn sátu: Ingvar G. Ingvarsson, oddviti

Sigurður Karl Jónsson, varaoddviti

Cornelis Aart Meijles

Gunnar Þorgeirsson

Margrét Sigurðardóttir

Sigfríður Þorsteinsdóttir

Fundarritari: Sigfríður Þorsteinsdóttir.

Ingvar G. Ingvarsson oddviti setti og stýrði fundi. Fundur var settur kl.9:00.
Í upphafi fundar var samþykkt að liðir c), f) og g) undir 10. lið „Kynningarmál” verði teknir upp til afgreiðslu undir 11. lið „Önnur mál”.

Fundargerð var færð í tölvu.

Eftirfarandi var tekið fyrir:

1. Fundargerð sveitarstjórnar:
Frá 15.06.2006. Fundargerðin lögð fram.

2. Ráðning sveitarstjóra:
Oddviti lagði fram tillögu um að um að ráða Sigfríði Þorsteinsdóttur sem sveitar­stjóra til fjögurra ára.
Meirihluti sveitarstjórnar samþykkir ráðningu Sigfríðar Þorsteinsdóttur.
Gunnar Þorgeirsson og Margrét Sigurðardóttir sitja hjá við ráðningu sveitarstjóra og óska að eftirfarandi verði bókað: Fulltrúar C-lista sitja hjá við afgreiðslu á ráðningu sveitarsjtóra. Í aðdraganda kosninga var rætt um breytt vinnubrögð og lýðræði af hálfu K-listans. Fulltrúar C-lista gera alvarlegar athugasemdir við að starf sveitarstjóra skuli ekki hafa verið auglýst laust til umsóknar. Einnig að ráðningarsamningur við sveitarstjóra skuli ekki hafa verið aðgengilegur tveimur sólarhringum fyrir fund eins og getið er í samþykktum sveitarfélagsins.
Oddviti lagði fram skriflegan ráðningarsamning við Sigfríði sem trúnaðarmál.

3. Kosning nefnda 2006-2010:
Kosning fastanefnda og skoðunarmanna til 4ra ára.

Kjörstjórn vegna alþingis-og sveitarstjórnakosninga

Guðrún Bergmann

Árni Þorvaldsson

Ársæll Hannesson

Til vara:

Birna Jónsdóttir

Anna Margrét Sigurðard.

Félagsmálanefnd Laugaráslæknishéraðs

(Barnaverndarnefnd fellur undir félagsmálanefnd)

Lísa Thomsen

Til vara:

Sigrún Reynisdóttir

Húsnefnd félagsheimilisins Borgar

Guðrún Þórðardóttir

Böðvar Pálsson

Sigfríður Þorsteinsdóttir

Til vara:

Gunnar Þorgeirsson

Bygginganefnd

Ágúst Gunnarsson

Til vara:

Björn Snorrason

Skipulagsnefnd

Ingvar G. Ingvarsson
Minnihlutinn gerði tillögu um Gunnar Þorgeirsson
Ingvar G. Ingvarsson var kosinn með 3 atkv.

Til vara:

Sigurður K. Jónsson

Sigurður var kjörnn varamaður með 3 atkvæðum

Umhverfisnefnd

Kosningu frestað

Samgöngunefnd

Kosningu frestað

Atvinnu-og Ferðamálanefnd

Kosningu frestað

Fræðslunefnd

Bjarni Þorkelsson

Áheyrnarfulltrúi minnhlutans verður Gunnar Þorgeirsson.

Til vara:

Kristín Konráðsdóttir

Áheyrnarfltr. til vara:

Sverrir Sigurjónsson

Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu

Ingvar G. Ingvarsson

Minnihlutinn tilnefndi Gunnar Þorgeirsson

Ingvar G. Ingvarsson var kjörinn með 3 atkvæðum.

Til vara:
Sigfríður Þorsteinsd.

Í Almannavarnarnefnd Árborgar og nágrennis

Ingvar G. Ingvarsson

Minnihlutinn tilnefndi Gunnar Þorgeirsson

Ingvar G. Ingvarsson var kjörinn með 3 atkvæðum.

Til vara:

Cornelis Meijles

Í Héraðsnefnd Árnessýslu

Ingvar G. Ingvarsson

Minnihlutinn tilnefndi Gunnar Þorgeirson

Ingvar G. Ingvarsson var kjörinn með 3 atkvæðum.

Til vara:

Sigurður K. Jónsson

Fjallskilanefnd Grímsnes-og Grafningshrepps

Guðmundur Jóhannesson

Þorbjörn Reynisson

Kolbeinn Reynisson

Árni Þorvaldsson

Ársæll Hannesson

Forðagæsla

Óðinn Örn Jóhannsson

Búfjáreftirlit Árnes- og Rangárvallasýslu

Skoðunarmenn sveitarsjóðs

Kjartan Þ. Guðmundsson

Guðmundur Þorvaldsson

Til vara:

Ingibjörg Harðardóttir

Linda Sverrisdóttir

Æskulýðs- og menningarmálanefnd

Kosningu frestað

Jafnréttisnefnd

Sveitarstjórn fer með málefni jafnréttisnefndar

4. Fundargerðir:
25. 26. 27. fundur skipulagsnefndar.
Vegna afgreiðslu fundargerðar 25. fundar skipulagsnefndar frá 18. maí 2006 samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi:
a) 1. liður vegna umsókna um lögheimili í frístundabyggð: 1. og 2. atriði verði tekin út. 3. atriði verði óbreytt, varðandi 4. atriði verði bætt við: enda falli breytingin að stefnumótun aðalskipulagsins” og 5. atriði breytist þannig að niður falli „…t.d. með greiðslu gatnagerðargjalda„ o.s.frv.
Gunnar Þorgeirsson óskar bókað að hann sé á móti þessari breytingu. Margrét Sigurðardóttir óskar bókað að hún sé á móti því að fyrstu tveir liðirnir skuli felldir niður.
Fundargerð 25. fundar staðfest að öðru leyti.

Vegna afgreiðslu 26. fundargerðar skipulagsnefndar frá 6. júní 2006 samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi:
a) Sveitarstjórn frestar afgreiðslu 16. liðar fundargerðarinnar.
Fundargerð 26. fundar staðfest að öðru leyti.

Vegna afgreiðslu fundargerðar 27. fundar skipulagsnefndar frá 29. júní 2006 samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi:
a) Vegna afgreiðslu 12. liðar, Búrfell I, endurskoðun deiliskipulags, er rétt að benda á að reglur sveitarfélagsins um stærð aukabygginga á frístundalóðum eru rýmri en deiliskipulagið gerir ráð fyrir.
b) Vegna afgreiðslu 14. liðar: Þar sem nýtt lóðarblað fyrir umrædda spildu hefur borist, áritað af landeigendum aðliggjandi landa samþykkir sveitarstjórn upp­drátt­inn.
Sigurður K. Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu liðarins.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

6. fundur Bygginganefndar uppsveita Árnessýslu frá 6. júní 2006.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

5. Ráðning leikskólastjóra.
Tillaga um að ráða Hallveigu Ingimarsdóttur, sem leikskólastjóra Kátuborgar frá og með 1. ágúst nk.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

6. Samningar:
Fulltrúar C-lista leggja til að undirritun samninga vegna framkvæmda sem krefjast fjárútláta verði frestað uns úttekt á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins liggur fyrir samanber lið 7.
Meirihluti sveitarstjórnar hafnar tillögunni. Öllum framkvæmdum sem eru samkvæmt fjárhagsáætlun verður fram haldið.

a) Lögð var fram tillaga um heimild til oddvita til þess að skrifa undir sameigin­legan verksamning Orkuveitu, Rarik og Grímsnes- og Grafningshrepps vegna Far­borga.
Sveitarstjórn heimilar oddvita að undirrita samninginn.
Sigurður K. Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu liðarins.

b) Lögð var fram tillaga um heimild til sveitarstjóra til undirritunar samnings milli Grímsnes- og Grafningshrepps við Félag sumarhúsaeigenda í Kerengi um yfirtöku hrepps­ins á stofn- og dreifilögnum í Kerengi.
Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að undirrita samninginn.

c) Heimild til sveitarstjóra til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli útboðs Hönnunar hf. í verkið „Borg í Grímsnesi – Götur og lagnir.”
Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

d) Heimild til sveitarstjóra til þess að ganga til samninga við VST um hönnun dreifikerfis fyrir kaldavatnsveitu í sumarhúsahverfinu Búrfell II, á grundvelli tilboðs frá 22. maí 2006.
Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að ganga til samninga við VST um hönnun veitunnar.

7. Úttekt á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Lögð var fram tillaga um að veita sveitarstjóra heimild til þess að ráða endurskoðanda til þess að taka út verkstöðu og fjárhagsmál sveitarfélagsins.
Fulltrúi C-lista óska eftir upplýsingum um hver verði ráðinn til verksins og að lögð verði fram kostnaðaráætlun áður en gengið verði til samninga um fram­kvæmdina.
Oddviti upplýsti að endurskoðunarfyritækið Deloitte verði fengið til verksins. Kostnaðráætlun er á bilinu 1,1 til 1,5 milljónir króna.
Margrét Sigurðardóttir óskar bókuð mótmæli vegna þess að ársreikningur sveitar­félagsins sem lagður var fram í vor sýni að fjárhagur sveitarfélagsins sýni raunhæfa stöðu þess. Oddviti óskar bókað að í ljósi þeirra blaðaskrifa sem C-listinn hefur staðið fyrir sé þessi úttekt nauðsynleg.
Samþykkt var með þremur atkvæðum að heimila sveitarstjóra að ráða endurskoð­anda til verksins. Tveir voru á móti.

8. Tölvumál á skrifstofu sveitarstjóra.
Meirihluti sveitarstjórnar telur óeðlilegt að vinnutölva sveitarstjóra skuli hafa verið fjarlægð af skrifstofu hans með öllum gögnum og upplýsingum án heimildar sveitar­stjórnar. Oddviti óskaði eftir því að Margrét Sigurðardóttir skilaði tölvunni enda hafi kaupin verið óheimil. Margrét óskar bókað: Að frumkvæði þáverandi oddvita Grímsnes­­- og Grafningshrepps, Gunnars Þorgeirssonar varð það að samkomulagi að sveitarstjóri keypti fartölvu þá sem hann hafði til umráða á mats­verði fengnu frá starfsmanni tölvufyrirtækis samanber fylgiskjöl í bókhaldi sveitarfélagsins. Einnig að öllum gögnum viðkomandi sveitarfélaginu hafi verið skilað á diski.
Vegna fyrirspurnar frá Cornelis upplýstu Gunnar og Margrét að ekki hafi verið gerðir aðrir munnlegir samningar þeirra á milli. Margrét lýsti yfir því að hún myndi skila tölvunni innan 10 daga. Oddviti lýsti ánægju sinni með þá ákvörðun. Tölvan verður tekin til baka á sama verði og greitt var fyrir hana.

9. Sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lögð var fram tillaga um að fella niður fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í júlí og ágúst samkvæmt heimild í 15. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Næsti fundur verði 17. ágúst.
Sveitarstjórn samþykkir að fella niður fund 3. ágúst vegna sumarleyfis.

10. Til kynningar:
a) 43. fundur Héraðsnefndar 28. og 29. apríl 2006.
b) Tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu fjárhagsárið 2006.
c) Samþykktir um starfrækslu Brunavarna Árnessýslu.
d) Erindi frá lögfræðistofunni Landslögum vegna framkvæmda á lóðum nr. 112 og 113 í Kiðjabergi;
e) Frá Sorpstöð Suðurlands um opnunartíma urðunarstaðarins á Kirkjuferjuhjá­leigu.
f) Frá eigendum Furuborga um göngu- og/eða hjólreiðastíg frá hverfinu að Borg.
g) Frá Minna Mosfelli ehf. vegna lagningar og reksturs heita- og kaldavatnsveitu í frístundahverfi í landi Minna Mosfells.
h) Frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands – samþykkt samþykktar og gjaldskrár fyrir hundahald.
i) 132. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands.
j) Frá landgræðslu ríkisins vegna styrks úr landbótasjóði.

11. Önnur mál.

c) Samþykktir um starfrækslu Brunavarna Árnessýslu.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn.
f) Frá eigendum Furuborga um göngu- og/eða hjólreiðastíg frá hverfinu að Borg.
Sveitarstjórn lýsir vilja sínum til þess að skoða erindið við gerð fjárhagsáætlunar ársin 2007.
g) Erindi frá Minna Mosfelli ehf. vegna lagningar og reksturs heita- og kalda­vatns­veitu í frístundahverfi í landi Minna Mosfells.
Sveitarstjórn vísar til fyrri bókunar sveitarstjórnar vegna þessa máls. Einnig að undirbúningi verksins verði flýtt svo sem kostur er.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 11.30.