183. fundur – sveitarstjórnar

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPS

Fundargerð

Ár 2006, fimmtudaginn 20. júlí kl. 9.00 var haldinn 183. fundur sveitarstjórnar Gríms­nes- og Grafningshrepps í Stjórnsýsluhúsinu Borg.

Fundinn sátu: Ingvar G. Ingvarsson, oddviti

Sigurður Karl Jónsson, varaoddviti

Ásdís Lilja Ársælsdóttir

Gunnar Þorgeirsson

Margrét Sigurðardóttir

Sigfríður Þorsteinsdóttir, sveitarstjóri.

1. Fundargerð sveitarstjórnar.
Frá 6. júlí 2006. Fundargerðin var lögð fram.

2. Fundargerðir.
a)Lögð var fram fundargerð oddvitafundar frá 8. júní 2006.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

b) Lögð var fram fundargerð félagafundar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 26. apríl 2006.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c) Lögð var fram fundargerð 258. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 19. maí 2006.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Skipun í nefndir.
a) Breyting á skipun fulltrúa í fjallskilanefnd.
Borist hefur bréf frá Guðmundi Jóhannessyni og Þorbirni Reynissyni þar sem þeir tilkynna að þeir muni ekki taka sæti í fjallskilanefnd.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Ingibjörgu Harðardóttur, Björk og Auði Gunnars­dóttur, Hömrum, sem fulltrúa í fjallskilanefnd, kjörtímabilið 2006-2010.

b) Fulltrúi og varafulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 27.-29.sept.
Sveitarstjórn samþykkir að Ingvar G. Ingvarsson verði aðalfullrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sigfríður Þorsteinsdóttir til vara. Einnig er samþykkt að bjóða fulltrúa minnihlutans að sækja þingið.

c) 2 fulltrúar og varafulltrúar á aðalfund SASS 7. og 8. september.
Sveitarstjórn samþykkir að Ingvar G. Ingvarsson og Gunnar Þorgeirsson verði aðalfulltrúar á aðalfundi SASS en Sigfríður Þorsteinsdóttir og Hildur Magnúsdóttir til vara.

d) Fulltrúi og varafulltrúi á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands.
Sveitarstjórn samþykkir að Ingvar G. Ingvarsson verði aðalfulltrúi á aðalfund sorpstöðvar Suðurlands og Sigfríður Þorsteinsdóttir til vara.

4. Ákvörðun um nefndalaun.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir að laun sveitar­stjórnar­manna verði 35.000 kr./mán. og að auki verði greitt fyrir akstur skv. ákvörðun Ferðakostnaðarnefndar. Laun oddvita verði 40% af launum sveitarstjóra.
Varamaður í sveitarstjórn fær greitt skv. eftirfarandi:
Fyrir hvern fund í sveitarstjórn, 50% af launum sveitarstjórnarmanns og að auki er greitt fyrir akstur.
Önnur nefndalaun verða 8.000 kr. pr./fund og greitt verður 20% álag á formann nefndar.

5. Merking bæja í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir að setja upp merkingar á lögbýlum nú í ár í samvinnu við Vegagerðina. Ákvörðun um uppsetningu annarra skilta er vísað til gerðar fjárhags­­áætlunar fyrir árið 2007. Skiltin eru samkvæmt fyrirliggjandi lista frá Vegagerðinni.

6. Önnur mál.
a) Tilnefning 2 fulltrúa á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 7. og 8. september.
Sveitarstjórn samþykkir að Ingvar G. Ingvarsson og og Gunnar Þorgeirsson verði aðalfulltrúar á aðalfundi HES en Sigfríður Þorsteinsdóttir og Hildur Magnús­dóttir til vara.

b) Vegabætur á Suðurlandsvegi.
Gunnar Þorgeirsson leggur til að Grímsnes- og Grafningshreppur leggi 250 þús­und krónur í óstofnað hlutafélag um tvöföldun Suðurlandsvegar.
Sveitarstjórn samþykkir að leggja fram 250 þúsund krónur til verkefnisins og tekið verði tillit til þess við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

c) Gunnar Þorgeirsson óskar eftir því að húsaleigusamningur sveitarfélagsins við Sólheima, vegna íbúðar fyrir sveitarstjóra, liggi fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 1000.