184. fundur – sveitarstjórnar

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

SVEITARSTJÓRN GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPS

Fundargerð

Ár 2006, fimmtudaginn 17. ágúst kl. 9.00 var haldinn 184. fundur sveitarstjórnar Gríms­nes- og Grafningshrepps í Stjórnsýsluhúsinu Borg.

Fundinn sátu: Ingvar G. Ingvarsson, oddviti

Ólafur Kjartansson,

Cornelis Aart Meijles

Gunnar Þorgeirsson

Hildur Magnúsdóttir,

Sigfríður Þorsteinsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

Í upphafi fundar leitaði oddviti afbrigða a) vegna umsóknar um verslunar- og þjónustu­lóð á Borg og

b) skipunar varamanns í stjórn Fasteignar hf.
c) Einnig óskar Gunnar Þorgeirsson eftir því að umsögn um frumvarp að skipulags- og bygginga­lögum verði tekið á dagskrá undir liðnum önnur mál.
Hreppsnefnd samþykkir að taka málin á dagskrá undir liðnum önnur mál.
Gunnar Þorgeirsson óskar bókað vegna launa fyrrverandi oddvita, að þau voru 40% af grunnlaunum sveitarstjóra.

1. Fundargerð sveitarstjórnar.
Frá 20. júlí 2006.
Lögð fram.

2. Fundargerðir.
a) Lögð var fram fundargerð 82. fundar félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu frá 27. júlí 2006.
Í 6. lið fundargerðarinnar er lagt til við sveitarstjórnir í uppsveitum Árnessýslu að þær samþykki „Reglur um liðveislu í uppsveitum Árnessýslu skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992“.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps frestar afgreiðslu reglnanna.
Fulltrúi C-lista óskar eftir að lögð verði fram kostnaðaráætlun á þjónustu sem veita á samkvæmt bréfi félagsmálafulltrúa þar sem fram kemur að ekið skuli 26 ferðir í mánuði til þjálfunar og tíu ferðir á mánuði til að stunda félagsstarf. Óskað er eftir að áðurnefndar upplýsingar liggi fyrir á næsta fundi og einnig hver sér um áðurnefndan akstur.
Vegna „Annarra mála” í fundargerðinni óskar Cornelis Aart Meijles eftir að athugað verði hvort ekki sé eðlilegt að óska eftir því að bílstjórar skólabíla leggi fram heilbrigðisvottorð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
b) Lögð var fram fundargerð 88. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 28. júlí 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.
c) Lögð var fram fundargerð 86. fundar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 24. maí 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.
d) Lögð var fram fundargerð 44. fundar Héraðsnefndar Árnesinga frá 19. júlí 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.
e) 28. fundur Skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu 9. ágúst.
Vegna 29. liðar í fundargerð skipulagsnefndar bendir sveitarstjórn á að samþykki lóðarhafa aðliggjandi landa liggi fyrir vegna deiliskipulagsmarka.
Að öðru leyti samþykkir sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fundar­gerðina.

3. Skipun í nefndir.
a) Árni Þorvaldsson, Bíldsfelli, óskar eftir því að vera leystur undan þeirri skipan að vera fulltrúi í fjallskilanefnd.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir að leysa Árna Þorvalds­son undan setu í fjallskilanefnd og skipar Ólaf Kjartansson í hans stað.
b) Skipun tveggja fulltrúa og varafulltrúa á aðalfund Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 7. og 8. september.
Sveitarstjórn samþykkir að Ingvar G. Ingvarsson og Gunnar Þorgeirsson verði aðalfulltrúar og Sigfríður Þorsteinsdóttir og Hildur Magnúsdóttir til vara.
c) Skipun tveggja fulltrúa og varafulltrúa á aðalfund Skólaskrifstofu Suðurlands 7. og 8. september.
Sveitarstjórn samþykkir að Ingar G. Ingvarsson og Gunnar Þorgeirsson verði aðalfulltrúar og Sigfríður Þorsteinsdóttir og Hildur Magnúsdóttir til vara.
d) Breyting í fræðslunefnd.
Afgreiðslu frestað.
Fulltrúar C-lista gera alvarlegar athugasemdir með boðun fyrsta fræðslunefndar­fundar á kjörtímabilinu sem haldinn var þriðjudaginn 15. ágúst síðastliðinn. Staðfest hefur verið að fundur hafi verið haldinn á umræddum tíma. Oddvitar Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar boðuðu fulltrúa sveitar­félag­anna til fyrsta fundar. Áheyrnarfulltrúi C-lista fékk ekki fundarboð þrátt fyrir yfir­lýs­ingar fyrir kosningar um að K-listi myndi virða lýðræði og gefa öllum kost á að koma að málum. Lýst er fullri ábyrgð á hendur meirihluta og vanefndir þeirra í að boða réttkjörna fulltrúa til fundar. Einnig eru gerðar athugasemdir við að fulltrúi sem mætti með oddvita Grímsnes- og Grafningshrepps á umræddan fund var ekki skipaður af sveitarstjórn til setu í fræðslunefnd og óskað er upplýsinga um umboð hans til að sitja fundinn. Skv. fundargerð 182. fundar sveitarstjórnar eru fulltrúar í fræðslunefnd Bjarni Þorkelsson og til vara Kristín Konráðsdóttir. Áheyrnarfulltrúar Gunnar Þorgeirsson og Sverrir Sigurjónsson til vara, enginn af þessum kjörnu fulltrúum voru á þessum fundi.
Oddviti harmar þessi mistök.

4. Aðalskipulag – tillögur að breytingum.
a) Lyngholt í landi Hæðarenda. Landbúnaðarsvæði breytist í frístundabyggð. Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Hæðarenda sem felst í að um 10,5 ha svæði breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Gert er ráð fyrir að stærðir sumarhúsalóða verði á bilinu 0,5 – 1,0 ha. Svæðið kallast Lyngholt og er staðsett sunnan Búrfellsvegar, þar sem háspennulínur þvera veginn.

Sveitastjórn samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og bygg­ingar­laga.

b) Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Minni Borgar í tengslum við uppbyggingu golfvallar og ýmissar annarrar þjónustu. Breytingin nær bæði til dreifbýlisuppdráttar í mkv. 1:50.000 og þéttbýlisuppdráttar fyrir Borg í mkv. 1:10.000. Í breytingunni felst m.a. að golfvöllur stækkar auk þess sem gert er ráð fyrir nýjum verslunar- og þjónustusvæðum og athafnasvæði. Áformað er að auglýsa deiliskipulag fyrir svæðið samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Sveitastjórn samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi jarða á landa­merkjum.

c) Lögð var fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Króks sem felst í að svæði fyrir frístundabyggð stækkar um rúmlega 200 ha á kostnað landbúnaðarsvæðis. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta svæðisins, um 95 ha svæði, en gert er ráð fyrir að hinir rúmlega 100 ha verði til framtíðar nýtingar. Samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir um 110 nýjum frístundalóðum á svæðinu í þessum fyrsta áfanga. Uppbygging á svæðinu þarf að vera í samræmi við reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns.

Sveitastjórn samþykkir að vísa aðalskipulagsbreytingu á svæðinu til endur­skoð­unar aðalskipulags sveitarfélagsins.

d) Lögð var fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Búrfells II í Grímsnesi. Tillagan var samþykkt í sveitarstjórn þann 7. september 2005 eftir auglýsingu en nú er hún lögð fram að nýju ásamt umsögn Umhverfisstofnunar dags. 16. júní 2006. Í umsögninni kemur fram að þar sem Búrfellslækur sé á náttúruminjaskrá ætti fjarlægð bygginga frá honum að vera a.m.k. 100 m.

Ekki er fallist á rökstuðning Umhverfisstofnunar þar sem 50 m fjarðlægð er leyfð annarsstaðar við umræddan læk. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna að nýju skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga (óbreytta).

5. Hlutafélagavæðing veitna Grímsnes og Grafningshrepps.
Skýrsla KPMG dags. 9. ágúst, vegna samþykktar á 180. fundi sveitarstjórnar Gríms­nes­ og Grafningshrepps.
Skýrslan var lögð fram til kynningar.

6. Íþróttahús og sundlaug.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að efna til hugmyndasamkeppni um nafn á byggingarnar meðal íbúa sveitarfélagsins.

7. Umsóknir um framkvæmdaleyfi.
a) Frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna uppbyggingar Grímsnesveitu.
Sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps samþykkir að veita Orkuveitu Reykja­víkur framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar Grímsnesveitu í samræmi við 36. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997.
b) Frá Sverri Sigurjónssyni f.h. Reynis Jósepssonar vegna íbúðarhúss í landi Mið­engis.
Sveitarstjórn samþykkir heimild til jarðvegsframkvæmda við húsið.

8. Virkjun kaldavatnslinda í landi Kaldárhöfða.
Erindi frá Iðnaðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps um nýtingarleyfi til Orkuveitu Reykjavíkur á kaldavatns­lindum í landi jarðarinnar Kaldárhöfða.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps leggst ekki gegn því að Orkuveita Reykjavíkur fái nýtingarleyfi á kaldavatnslindum í landi jarðarinnar Kaldárhöfða.
Jafnframt er samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Orkuveitunnar um sam­eigin­­lega nýtingarmöguleika á veitunni.

9. Virkjun á Ölkelduhálssvæði.
Erindi frá VGK vegna undirbúnings mats á umhverfisáhrifum jarðgufuvirkjunar á Ölkelduhálssvæði í Grímsnes og Grafningshreppi og Sveitarfélaginu Ölfusi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemdir við að farið verði í mat á umhverfisáhrifum vegna þessara framkvæmda. En óskar eftir upp­lýsinga­fundi vegna málsins. Jafnframt að landamerki milli Grímsnes og Grafningshrepps annarsvegar og Sveitarfélagsins Ölfus hinsvegar verði leidd til lykta.

10. Fastmerki á Borg.
Uppsetning fastmerkis á Borg.
Sveitarstjórn samþykkir að fela VEX ehf. uppsetningu fastmerkis á Borg. Einnig er samþykkt að athuga hvort ekki sé nauðsynlegt að koma upp fastmekjum á fleiri stöð­um í sveitarfélaginu.

11. Deiliskipulag í landi Bíldfells/Tungu.
Umsögn Umhvefisráðuneytis vegna umsóknar um undanþágu frá grein 4.16.2. í skipulagsreglugerð nr. 400/1998.
Sveitarstjórn vísar umsögn Umhverfisráðuneytisins til hönnuða á umræddu svæði.

12. Frá kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.
a) Greinargerð kjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 27. maí 2006.
Greinargerðin er lögð fram til kynningar.
b) Greiðslur vegna funda.
Sveitarstjórn samþykkir að greiða akstur kjörstjórnarmanna úr Grafningi vegna fundanna, einnig að varamenn fái greiðslu vegna fundarins þann 6. maí skv. samþykkt um greiðslur fyrir fundi.

13. Til kynningar:
a) Hlutur kynjanna í nefndum og ráðum.
b) Reglugerð um framkvæmd verndunar vatnsasviðs og lífríkis Þingvallavatns.
c) Yfirlýsing frá Jórunni Sörensen.
d) Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins vegna úrslita sveitarstjórnarkosninga í Grímsnes og Grafningshreppi 2006.

14. Önnur mál.
a) Borist hefur erindi frá Þresti Sigurjónssyni og Hildi Magnúsdóttur þar sem þau sækja um verslunar- og þjónusturlóð f.h. óstofnaðs hlutafélags, samkvæmt stað­festu deiliskipulagi að Borg. Einnig óska þau eftir upplýsingum um það hvort sveitar­félagið sé tilbúið til þess að styrkja uppbyggingu verslunar- og þjónustu­miðstöðvar með einhverjum hætti.
Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við umsækjendur um erindið.
b) Skipun varamanns í stjórn Fasteignar hf.
Sveitarstjórn samþykkir að Sigfríður Þorsteinsdóttir, sveitarstjóri verði fulltrúi Grímsnes og Grafningshrepps í stjórn Fasteignar hf.
c) Samkvæmt erindi Umhverfisráðuneytisins frá 30. júní (barst 10. júlí) þar sem óskað er eftir athuga­semdum sveitarfélagsins við skipulags- og byggingalög sem lagt verður fram á Alþingi í haust, umsagnarfrestur er til 18. ágúst. Gerð er krafa um að erindi sem berast sveitarstjórn séu á dagskrá fundar þannig að sveitarstjórnarmenn hafi tök á að ræða þau erindi sem send eru formlega. Gerðar eru eftirfarandi athuga­semdir:
a) Vegna gr. nr. 28 er lagt til að aðalskipulagsuppdráttur skuli lýsa fyrirhuguðum áætlunum um landnotkun og útfærast frekar við gerð deiliskipulags.
b) Vegna gr. 12. „…vegna svæðisskipulag rétthærra en aðalskipulag og aðalskipulag rétthærra en deiliskipulag…” er lagt til að rétthærra skipulagið skuli vera leiðbeinandi fyrir hið réttlægra og ítarlegri útfærsla ásamt greinargerðum verði gerð með deiliskipulagi.
c) Vegna gr. 32 er lagt til að frestur ráðherra til lokaafgreiðslu aðalskipulags skuli bundinn við fjórar vikur. Verði dráttur á ákvörðun ráðherra skal það upplýst sveitarstjórn með rökstuðningi um seinkun ákvörðunar.
d) Vegna 34. gr. er nauðsynlegt að setja tímaramma á ákvörðun ráðherra og fresturinn verði ekki lengri en fjórar vikur.
e) Vegna laga um Byggingastofnun er ekki gerð athugasemd við einstaka liði en skorað á ráðherra umhverfismála að stofnunin verði staðsett á Suðurlandi.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 11.30