185. fundur – sveitarstjórnar.

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð

Ár 2006, miðvikudaginn 6. september 2006 kl. 11.00 fh. var haldinn 185. fundur sveitarstjórnar Gríms­nes- og Grafningshrepps í Stjórnsýsluhúsinu Borg.

 

Fundinn sátu:       Ingvar G. Ingvarsson, oddviti

Sigurður K. Jónsson,

                              Cornelis Aart Meijles

                              Gunnar Þorgeirsson

                              Hörður Guðmundsson,

                              Sigfríður Þorsteinsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

Í upphafi fundar leitaði oddviti afbrigða:
a) Vegna umsóknar um breytingu á aðalskipulagi við Fossvelli í landi Hæðarenda.

b) Vegna skipunar oddamanns í ágreiningsmáli um leigugjald af lóðinni Hónef í landi Grímkelsstaða.
Hreppsnefnd samþykkir að taka málin á dagskrá undir liðnum önnur mál.

1.      Fundargerð sveitarstjórnar.
Frá 17. ágúst 2006.
Lögð fram.

2.      Margrét Sigurðardóttir óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.
060901/2101
Lagt var fram erindi frá Margréti Sigurðardóttur, fulltrúa í sveitarstjórn, þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Margréti lausn frá störfum frá og með deginum í dag að telja. Margréti eru þökkuð farsæl störf í þágu sveitarfélagsins og árnað heilla í nýu starfi.

3.      Reglur um liðveislu í uppsveitum Árnessýslu.
060824/2102
Reglur um liðveislu lagðar fram að nýju en afgreiðslu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 17. ágúst sl.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

4.      Fundargerðir.
10. fundur byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 29. ágúst 2006.
Liðir 3247 og 3265 inn bættist orðið “gestahús” í bókun bygginganefndar. Orðið falli út.
Liður 3249 samþykkt með fyrirvara um nýtingarhlutfall á lóð nr. 42 varðandi stærð húss.
Sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps staðfestir fundargerð byggingar­nefndar að öðru leyti.

5.      Breyting á aðalskipulagi í landi Króks.
060902/0922 
Lagt var fram erindi frá Gísla Gíslasyni landslagsarkitekt þar sem óskað er eftir  breytingu á aðalskipulagi í landi Króks í Grafningi. Breytingin felst í að svæði fyrir frístundabyggð stækkar um rúmlega 200 ha á kostnað landbúnaðarsvæðis. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta svæðisins, um 95 ha svæði, en gert er ráð fyrir að hinir rúmlega 100 ha verði til framtíðar nýtingar. Samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir um 110 nýjum frístundalóðum á svæðinu í þessum fyrsta áfanga. Uppbygging á svæðinu þarf að vera í samræmi við reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns.
Sveitastjórn samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og bygg­ingar­laga.

 

6.      Kiðjaberg breyting á skipulagi.
a) Aðalskipulagsbreyting. Lögð var fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes og Grafningshrepps 2002-2014. Í breytingunni felst að rúmlega 5ha landspildu úr landi Kiðjabergs í Grímsnesi, sem afmarkast af landamerkjum Hests, Hvítá og golfvelli, er breytt úr opnu svæði til sérstakra nota í svæði fyrir frístudnabyggð. Gert er ráð fyrir að deiliskipulag fyrir sama svæði verði auglýst samhliða.
Sveitastjórn samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og bygg­ingar­laga.
b) 060825/0923;  Breyting á skilmálum deili­skipulags.
Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Kiðjabergs, orlofs- og sumarhúsasvæðis Meistarafélags húsasmiða. Í tillögunni felst að gerð er breyting á skilmálum er varða stærð og útlit húsa, m.a. að stærð frístundahúsa verði allt að 250 m² og að byggja megi allt að 25 m² geymsluhús/gestahús auk annarra minniháttar breytinga. Tillagan var í kynningu frá 13. júlí til 10. ágúst 2006 með athugasemdafresti til 24. ágúst. Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt tillögu að umsögn um hana.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingar­laga með eftirfarandi breytingum á auglýstri tillögu:

·  Við bætist að leyfilegt byggingarmagn á lóð verði að hámarki 3% af stærð lóðar. Hámarksstærð frístundahúsa verður áfram 250 fm auk allt að 25 fm aukahúss.

·  Hámarkshæð húsa frá gólfi verður 5,5 m í stað 5 m.

·  Ákvæði um að „óheimilt sé að hafa opið undir gólf, hærra en 1,50 m“ er fellt út.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að svara þeirri athugasemd sem barst á grundvelli afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.      Umsókn um framkvæmdaleyfi.
060826/0952
Lögð var fram umsókn frá Golfborgum vegna framkvæmda við golfvöll á lóð úr jörðinni Minni-Borg og úr jörðinni Brjánsstaðir.
Sveitarstjórn
samþykkir fyrir sitt leyti að veita Golfborgum ehf. framkvæmdaleyfi vegna golfvallar á lóð úr jörðinni Minni-borg, landnúmer 208755 og á lóð úr jörðinni Brjánsstaðir, landnúmer 206765. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag
Skipulagsfulltrúa uppsveita er falið að gefa framkvæmdaleyfið út.

8.      Ósk um aðgang að köldu vatni.
060827/4320
Lagt var fram erindi frá Golfborgum ehf. þar sem þeir óska eftir aðgangi að köldu vatni frá sveitarfélaginu fyrir væntanleg mannvirki á golfvelli í landi Minni-Borgar. Ætla má að þörf verði fyrir vatnið eftir u.þ.b. 12 mánuði.
Sveitarstjórn samþykkir að Golfborgir ehf. fái aðgang að köldu vatni hjá sveitar­félaginu á sambærilegum grunni og samningur milli Sólheima og Grímsnes- og Grafningshrepps byggir á.

9.      Ósk um að Grímsnes og Grafningshreppur yfirtaki vatnsveitu.
060828/4320
Lagt var fram erindi frá Birki Böðvarssyni f.h. Stapabyggðar ehf. þar sem hann óskar eftir því að Grímsnes og Grafningshreppur taki yfir nýja vatnsveitu á kostnaðar­verði. Vatnsveitan er á frístundasvæði á bökkum Úlfljótsvatns í landi Efri-Brúar.
Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við bréfritara.

Cornelis Aart Meijles vék af fundi kl. 11.40.

10.  Tilraunaverkefni – Ráðning iðjuþjálfa.
060829/0219
Erindi frá SASS um ráðningu iðjuþjálfa á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til reynslu í 3 ár og þátttöku sveitarfélaga í verkefninu.
Sveitarstjórn lýsir vilja sínum til þess að taka þátt í verkefninu.

11.  Til kynningar:
a) 87. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 16.8.2006.
b) 395. fundur SASS 10.8.2006
c) 133. og 134.  stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands 14.7.og 14.8.2006.
d) Bréf frá Varasjóði húsnæðismála.
e) Styrkur vegna fráveituframkvæmda sbr. lög. nr 53/1995.

f) Bréf frá Málflutningsskrifstofunni vegna kæru á hendur Grímsnes og Grafn­ings­hrepps.
g) Skrá yfir nöfn og númer allra sveitarfélaga.
h) Skil opinberra skjala til Þjóðskjalasafns.
i) Um jafnréttisnefndir sveitarfélaga.
j) Um fræðslu- og samráðsfund jafnréttisnefnda.

12.  Önnur mál.
a) Erindi frá Landmönnum ehf. Syðri-Brú, um
breytingu á aðalskipulagi við Fossvelli í landi Hæðarenda. Breytingin felst í stækkun á núverandi frístunda­svæði.
Sveitastjórn samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og bygg­ingar­laga.
b) Erindi frá Gunnari Ingibergi Guðjónssyni um skipun oddamanns vegna ágreinings um
leigugjald af lóðinni Hónef í landi Grímkelsstaða.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Gísla Hendriksson, Hallkelshólum, sem oddamann.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 13.00.