186. fundur – sveitarstjórnar.

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð

Ár 2006, fimmtudaginn 21. september 2006 kl. 9.00 fh. var haldinn 186. fundur sveitarstjórnar Gríms­nes- og Grafningshrepps í Stjórnsýsluhúsinu Borg.

 

Fundinn sátu:          Ingvar G. Ingvarsson, oddviti

Sigurður K. Jónsson,

                              Ásdís Lilja Ársælsdóttir,

                              Gunnar Þorgeirsson

                              Hildur Magnúsdóttir,

                              Sigfríður Þorsteinsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.
Í upphafi fundar minntist Ingvar G. Ingvarsson, oddviti Kjartans Pálssonar í Vaðnesi, sem lést þann 13. september sl.
Oddviti leitaði afbrigða:
a) Vegna skipunar aðal- og varamanns í fræðslunefnd.

b) Vegna erindis frá Guðmundi Jónssyni um umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar tveggja lögbýla. Annars vegar á lóðum nr. 6, 8, 14, 16 við C-götu og hinsvegar á lóðum nr. 18 og 20 við C-götu.
c) Lóðarúthlutun á Borg.
Hreppsnefnd samþykkir að taka málin á dagskrá undir liðnum önnur mál.

1.      Fundargerð sveitarstjórnar.
Frá 6. september 2006.
Lögð fram.

2.      Fundargerðir.
a)060921/09211.
29. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu frá 13. september 2006.
2. liður. „Stefna um stærðir frístundahúsa“ sveitarstjórn vísar afgreiðslu liðarins til endurskoðunar aðalskipulags.
3. liður. Granni-landupplýsingakerfi Verkfræðistofu Suðurlands. Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að skipulagsfulltrúi haldi áfram að vinna í málinu, en vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
22. liður. Sveitarstjórn bendir á að fjarlægð lóða frá Biskupstungnabraut og Sogsvegi verði minnst 100 m.
23. liður. Sveitarstjórn bendir á að stærð aukahúss er ekki samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
b) 060923/020101.
83. fundur félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu frá 6. september.
Í 5. lið fundargerðarinnar er lagt til að tekin verði upp gjaldtaka fyrir heima­þjón­ustu frá og með 1. október nk.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu tillögunnar, en óskar eftir nánari útfærslu á gjaldskrá fyrir þjónustuna.
Að öðru leyti samþykkir sveitarstjórn fundargerðina.

3.      Skólaakstur.
a) 060924/0256.
Erindi frá Sólheimum um akstur til og frá Fjölmennt á Selfossi og til læknis í Laugarás.
Sveitarstjórn samþykkir akstur heimilismanna á Sólheimum sem stunda nám í Fjölmennt á Selfossi og til læknis í Laugarás  á sama hátt og skólaakstur grunnskóla­barna eins og verið hefur.
b) 060919/04212.
Erindi vegna skólaaksturs frá Bíldsfelli.
Sveitarstjórn getur því miður ekki orðið við erindinu.
Gunnar Þorgeirssonar og Hildur Magnúsdóttir sátu hjá við afgreiðslu liðarins.

4.      Umsögn um stofnun lögbýla.
a) 060920/21011.
Lagt var fram erindi frá  Árna Þorvaldssyni, Bíldsfelli vegna stofnunar lögbýlis á eignarhluta Árna, landnúmer170818.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps óskar eftir nánari upplýsingum um staðsetninguog stærð lóðarinnar.
b) 060925/21011.
Lagt var fram erindi frá  Sigmari Ólafssyni, Bakkatjörn 5, vegna stofnunar lög­býlis að Stangarlæk 2, landnúmer 208879.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemdir við stofnun lögbýlis á eignarhluta Sigmars Ólafssonar að Stangarlæk 2, landnúmer 208879, enda séu öll skilyrði til stofnunar lögbýlis uppfyllt.
c) 060926/21011.
Lagt var fram erindi frá Birgi Leó Ólafssyni, vegna stofnunar lögbýlis að Stangar­læk, landnúmer 206256.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemdir við stofnun lögbýlis á eignarhluta Birgis Leós Ólafssonar að Stangarlæk, landnúmer 206256,  enda séu öll skilyrði til stofnunar lögbýlis uppfyllt.

5.      Ósk um aðgang að köldu vatni.
060914/4320.
Lagt var fram erindi frá Sjómannadagsráði um að Grímsnes- og Grafningshreppur taki að sér að útvega Hraunkoti (Hraunborgarsvæðinu) neylsuvatn.
Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við bréfritara.

6.      Umsókn um land fyrir byggðakjarna á Mosfellsheiði.
060912/0979
Lagt var fram erindi frá  Guðrúnu K. Magnúsdóttur f.h. Global Country, þar sem hún óskar eftir um 100 ha landi undir byggðakjarna á Mosfellsheiði.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps getur ekki orðið við erindinu þar sem ekkert land er til úthlutunar á Mosfellsheiði.

7.      Réttarháls 7 í landi Nesja.
060917/0923
Lagður var fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála vegna veitingar bygg­ingar­leyfis að Réttarhálsi 7, í Nesjum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps felur oddvita og sveitarstjóra að fá lögfræðiaðstoð til lausnar málsins.

8.      Kurlun og förgun á trjám í sveitarfélaginu.
060927/082312.
Lagt var fram erindi frá Hrafni Magnússyni um samstarf við sveitarfélagið um kurlun greina og trjáa á móttökustöðvum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.

9.      Erindi frá sumarbústaðaeigendum.
a) 060928/2101.
Lagt var fram erindi frá Félagi landeigenda í Vaðnesi.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindinu.
b) 060929/0821.
Lagt var fram erindi frá Henry Åberg vegna ruslagáma við Vaðlækjarveg.
Sveitarstjórn vísar erindinu til umhverfisnefndar.
c) Lagt var fram erindi frá eigendum sumarhúsalóða í landi Efri-Brúar.
Erindið lagt fram til kynningar.

10.    Jarðgufuvirkjun á Ölkelduhálsi.
060931/21011.
Erindi frá Skipulagsstofnun með ósk um umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps um tillögu OR að matsáætlun vegna jarðgufuvirkjunar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við mats­áætlunina.
Aðilar frá VGK Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. o.fl.komu á fundinn kl. 11.00, og gerðu sveitarstjórn grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu.

11.    Vistun afplánunarfanga í Grímsnes- og Grafningshreppi.
060913/2101
Lagt var fram svar félagsmálaráðuneytisins vegna erindis Grímsnes- og Grafningshrepps frá 8. júní sl. Í svarinu kemur fram að verkefnið „Vistun og samfélagsaðlögun“ afplánunarfanga er á vegum Fangelsismálastofnunar ríkisins og fellur því  undir verksvið dóms- og kirkjumálaráðuneytisins en ekki félagsmálaráðuneytisins.
Sveitarstjórn samþykkir að senda erindið til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.

12.    Verksamningar.
a) 060735/2108.
Lagður var fram undirritaður verksamningur við Sigurð Karl Jónsson, Hæðarenda, vegna verksins „Farborgir, Grímsnes- og Grafningshreppi, Veitulagnir“ dags. 27.6.2006. Verkið var boðið út í byrjun maí sl. þ.e. fyrir sveitarstjórnarkosningar Tvö tilboð bárust. Frá Tígri ehf. að upphæð kr. 28.374.870 og frá Sigurði Karli Jónssyni að upphæð kr. 24.479.500. Kostnaðaráætlun var samtals kr. 26.264.659.
b) 060736/2108.
Lagður var fram undirritaður verksamningur við við Sigurjón Hjartarson vegna verksins „Borg í Grímsnesi, götur og lagnir“ dags. 17.8.2006. Verkið var boðið út í byrjun maí 2006 þ.e. fyrir sveitarsjtórnarkosningar. Tvö tilboð bárust. Frá Vélgröfunni ehf. að upphæð kr. 85.768.650 og frá Sigurjóni Hjartarsyni að upphæð kr. 73.789.000. (Við yfirferð tilboða kom í ljós 80.000 kr. skekkja í tilboði Sigurjóns. Samningsupphæð hækkaði sem því nemur)  Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 104.500.000.

13.    Skipun í nefndir:
a) Kosning þriggja aðalmanna og þriggja varamanna í umhverfisnefnd, sem einnig fari með málefni samgöngunefndar. Kosningu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 6. júlí sl.
Aðalmenn: Cornelis Aart Meijles, Bergþóra  H. Skúladóttir, Kristín Konráðsdóttir. Til vara: Ursula Filmer. C-listinn skipar ekki fulltrúa í þessa nefnd.
b) Skipun þriggja aðalmanna og þriggja varamanna í atvinnumálanefnd, sem einnig fari með ferðamál. Kosningu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 6. júlí sl.
Aðalmenn: Bragi Svavarsson, Hólmar Bragi Pálsson, Ásdís Ársælsdóttir. Varamenn: Ólafur Jónsson.C-listinn skipar ekki fulltrúa í þessa nefnd.

14.    Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps nr. 88/2001. Fyrri umræða.
a) Sveitarstjórn samþykkir að stofna Æskulýðs- og menningarnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps. Nefndin skal skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara. Nefndin verði ráðgefandi fyrir sveitarstjórn í æskulýðs- og menningarmálum.
b)
Sveitarstjórn samþykkir að stofna Leik- og grunnskólaráð Grímsnes- og Grafningshrepps. Nefndin skal skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara. Nefndin skal vera ráðgefandi fyrir sveitarstjórn varðandi málefni leik- og grunnskóla.
c)
Sveitarstjórn samþykkir að stofna Veitunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps. Nefndin skal skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara. Nefndin verði ráðgefandi fyrir sveitarstjórn í málefnum vatns- og hitaveitu.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að breyta 49
. grein samþykktar um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps nr. 88/2001, þannig að við bætist liðir 15 til 17. Einnig öðrum atriðum í samþykktinni  sem þarfnast lagfæringar.

15.    Vegabætur í frístundabyggð.
Umsóknir frá 13 aðilum.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindunum til umhverfisnefndar.

16.    Til kynningar:
a) 89. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 6.september sl. (Lá frammi á fundinum.)
b) Fundur með fjárlaganefnd þriðjudaginn 26. september kl. 9.15. (Lá frammi á fundinum.)
c) Svar félagsmálaráðuneytisins vegna erindis Ulfs Viðars Níelssonar varðandi lagningu vatnsveitu. (Lá frammi á fundinum.)

d) Endurmat fasteignarinnar Öndverðarnes 2. (Lá frammi á fundinum.)
e) Hvar þrengir að. Frá Rauða krossi Íslands.  (Lá frammi á fundinum.)

f) Frá Samtökum herstöðvarandstæðinga, um friðlýsingu sveitarfélaga fyrir kjarnorkuvopnum. (Lá frammi á fundinum.)

17.    Önnur mál.
a) Skipun aðal- og varamanns í fræðslunefnd. Valdís Brynjólfsdóttir, Sólheimum, verði aðalfulltrúi og  Trijntje Koers til vara.
b)
Lagt var fram erindi frá Guðmundi Jónssyni um vegna stofnunar tveggja lögbýla. Annars vegar á lóðum nr. 6, 8, 14 og 16 við C-götu og hinsvegar á lóðum nr. 18 og 20 við C-götu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemdir við stofnun lögbýlia á þessum lóðum, enda séu öll skilyrði til stofn­unar lögbýlis uppfyllt.
Gunnar Þorgeirsson og Hildur Magnúsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
c) Fyrirspurn um stöðu á úthlutun verslunarlóðar á Borg.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita eftir nánari hugmyndum frá umsækjendum um útfærslu á svæðinu.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 13.00.