187. fundur – sveitarstjórnar

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

 

Fundargerð

Ár 2006, miðvikudaginn 11. október kl. 9.00 fh. var haldinn 187. fundur sveitarstjórnar Gríms­nes- og Grafningshrepps í stjórnsýsluhúsinu Borg.

 

Fundinn sátu:          Ingvar G. Ingvarsson, oddviti

Sigurður K. Jónsson,

                              Cornelis Aart Meijles

                              Gunnar Þorgeirsson

                              Hildur Magnúsdóttir,

                              Sigfríður Þorsteinsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

Í upphafi leitaði oddviti afbrigða:
a) Vegna hæstaréttardóms nr. 67/2006. Íslenska ríkið gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
b) Vegna skipunar fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps í endurmatsteymi á vegum Launanefndar vegna starfsmats.
c) Styrkir til náms í framhaldsskóla.
d) Í fundargerð sveitarstjórnar nr. 186 hafði fallið niður í bókun að sveitarstjórn staðfesti fundargerð 29. fundar  skipulagsnefndar frá 13. september.
e) Gunnar Þorgeirsson óskar eftir að bókað verði hvenær næsti fundur sveitarstjórnar verður.

1.      Fundargerð sveitarstjórnar.
Frá 21. september 2006. Liggur frammi á fundinum.

2.      Fundargerðir.
a) Lögð var fram fundargerð 11. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 26. september 2006.
Mál 3279. Slæðst hefur inn prentvilla í afgreiðsluna 8350 m3 verði breytt í 835,0 m3.
Mál  3276. Byggingar séru í samræmi við samþykkt deiliskipulag.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
b) Fundargerð 84. fundar félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu frá 9. október.
Fundargerðin hefur ekki borist.

3.      Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps nr. 88/2001. Seinni umræða.
Sveitarstjórn samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á
samþykktum Grímsnes- og Grafningshrepps:
V. KAFLI. 49. gr. töluliðir 15 til og með 17:
a)
15. töluliður greinarinnar verði svohljóðandi: Æskulýðs- og menningarnefnd.  Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
b)
Leik- og grunnskólaráð. Farið verði með stofnun þess skv. 50. gr. samþykktanna.
c)
17. töluliður greinarinnar verði svohljóðandi:  Veitunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
d) II. KAFLI:
1. mgr. 7. gr. breytist þannig: Í stað „félagsheimilinu“ komi „stjórnsýsluhúsinu“.
e) VI. KAFLI. 1. mgr. 57. gr.„Fyrir lok janúarmánaðar“ verði “Fyrir lok desembe­rmánaðar“.
f) 49. gr. liður 2. Búfjáreftirlitsmaður. Liðurinn falli niður þar sem ný lög gilda um ráðningu hans
.
g) 49. gr. liður 8. Skipulagsnefnd: Einn aðalmaður og annar til vara í sameiginlegri nefnd uppsveita Árnessýslu og skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.
h) 11. gr. síðasta málsgreinin „Dagskrá skal jafnframt fylgja afrit fundargerðar síðasta sveitarstjórnarfundar.” falli niður.
Númer liða breytast í samræmi við þessar breytingar.

4.      Hámarkshraði á og  við Borg.
Lögð var fram tillaga um lækkun hámarkshraða á Biskupstungnabraut við Borg í 50 km/klst. Einnig að hámarkshraði í íbúðabyggð á Borg verði 35 km/klst.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra framkvæmd málsins.

5.      Breyting á deiliskipulagi .
Erindi frá Landmönnum ehf. Syðri-Brú um breytingu á deiliskipulagi.
Sveitarstjórn vísar erindinu til skipulagsnefndar.

6.      Erindi frá landeigendum Kerhrauni-D hluta.
061006/2101
a) Um hitaveitu og fjarskiptalagnir.
b) Um vatnsveitu.
Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.

7.      GPS-mælitæki.
061007/0911
Lagt var fram erindi frá embætti byggingarfulltrúa uppsveita um kaup á GPS-mælitæki fyrir embættið. Kostnaðarverð er á bilinu 4 til 5 milljónir fyrir utan vsk.
Sveitarstjórn heimilar kaupin fyrir sitt leyti.

8.      Til kynningar:
a) Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. (Liggur frammi.)
b) Kynningarfundur Skipulagsstofnunar 9. okt. kl. 1400. (Liggur frammi.)
c) Frá kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. (Liggur frammi.)

d) Reglur um ráðstöfun 700 millj. kr. aukafrl. Jöfnunarsj. (Liggur frammi.)
e) 90. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.  (Liggur frammi.)

f) 259. og 260. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands. (Liggur frammi.)
g) 135. fundur Sorpstöðvar Suðurlands. (Liggur frammi.)
h) 396. stjórnarfundur SASS. (Liggur frammi.)
i) Héraðsdómsmálið Haraldur Ellingsen gegn Grímsnes- og Grafningshreppi, Margréti Óskarsdóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur. (Liggur frammi.)
j) 37. aðalfundur SASS. (Liggur frammi.)
k) 88. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.  (Liggur frammi.)

9.      Önnur mál.
a) Dómur Hæstaréttar nr. 67/2006. Íslenska ríkið gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps lýsir furðu sinni á dómi Hæstaréttar Íslands frá 5. október s.l., þar sem Skjaldbreiður ásamt landi sem hreppurinn fékk í makaskiptum við eignarjörð sína Kaldárhöfða 1897 var lýst þjóðlenda. Sveitarfélagið eignaðist umrætt landsvæði með greindum makaskiptasamningi, sem var staðfestur af hálfu ríkisvaldsins 6. apríl 1897 og þinglýst 16. júní sama ár, en um var að ræða hluta af jörðinni Þingvöllum í Þingvallasveit, eða með öðrum orðum Skjaldbreið og landsvæði vestur og suðvestur af honum. Í staðinn afsalaði sveitarfélagið sér eignarjörð sinni Kaldárhöfða til Þingvallakirkju.Hreppurinn hefur í ljósi eignarheimildar sinnar og viðurkenningar íslenska ríkisins á samningnum sem og fyrri skjölum er varða Þingvallakirkju­jörðina, m.a. lögfull landamerkjabréf, lögfestur og vísitasíur, gengið út frá því og treyst að þetta land jarðarinnar hafi verið beinum eignarrétti háð. Þá kemur það einnig fram í útskrift úr bréfa- og bréfadagbók Grímsneshrepps fyrir árið 1896 að þetta land væri mjög þörf eign og landið sem slíkt var verðmetið í bókum hreppsins. Ljóst er því að aldrei var verið að kaupa einungis rétt til afnota af þessu landi. Það er einfaldlega fráleitt að draga þá ályktun. Hér stóðu auðvitað allir í þeirri trú að verið væri að kaupa eignarland en ekki einungis beitarrétt, enda var afhent eignarland á móti.

Sveitarstjórn þykir það með ólíkindum að hægt sé að upphefja þinglýstan og lögmætan samning við íslenska ríkið eins og hér var gert. Með þessu er ríkið, sem var aðili að þessum fasteignaviðskiptum, að sölsa til sín aftur land, sem það seldi sveitarfélaginu fyrir 110 árum ! Þetta getur ekki talist eðlileg eða réttlætanleg niðurstaða. Svona geta viðskipti ekki gengið. Þessi framganga ríkisins nú samrýmist ekki með nokkrum hætti afstöðu þess á sínum tíma þegar það seldi landið og fékk eignarjörð sveitarfélagsins Kaldárhöfða sem greiðslu.

Með þessum dómi Hæstaréttar var sveitarfélagið svipt eignarrétti sínum algjörlega bótalaust, þrátt fyrir fyrirmæli stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu um vernd eignarréttarins. Þá vill sveitarstjórn minna á að í athugasemdum við frumvarpi til þjóðlendulaga sem og málflutningi þingmanna á sínum tíma kom fram að það væri ekki ætlun löggjafans að svipta landeigendur eignarheimildum sem þeir hefðu aflað og notið athugasemdalaust um aldalangt skeið. Það hefur hins vegar nú gerst.

Sveitarstjórn lítur svo á að með þessum dómi hafi öllum grundvelli verið kippt undan fasteignaviðskiptum þess við ríkið árið 1897 og gerir því þá eðlilegu og réttmætu kröfu að ríkið skili aftur jörðinni Kaldárhöfða. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma á fundi með lögmanninum.

b) Vegna skipunar fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps í endurmatsteymi á veg­um Launanefndar vegna starfsmats.

Sveitarstjórn skipar sveitarstjóra í starfsmatsteymið.

c)Styrkir til náms í framhaldsskóla.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja ungmenni á aldrinum 16-20 ára til náms í framhaldsskóla. Styrkurinn er kr. 30.000 á önn.

d) Í fundargerð sveitarstjórnar nr. 186 hafði fallið niður í bókun að sveitarstjórn staðfesti fundargerð 29. fundar  skipulagsnefndar frá 13. september.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps staðfestir hér með þá afgreiðslu.

e) Næsti fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður fimmtu­daginn 26. október nk. kl. 9 fh.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 10.45.