188. fundur – sveitarstjórnar

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð

Ár 2006, fimmtudaginn 26. október kl. 9.00 fh. var haldinn 188. fundur sveitarstjórnar Gríms­nes- og Grafningshrepps í stjórnsýsluhúsinu Borg.

Fundinn sátu:
Ingvar G. Ingvarsson, oddviti
Sigurður K. Jónsson,
Ólafur Kjartansson,
Gunnar Þorgeirsson,
Hildur Magnúsdóttir,
Sigfríður Þorsteinsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Í upphafi leitaði oddviti afbrigða:

a) Vegna fundartíma sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nóvember.

1. Fundargerð sveitarstjórnar.
Frá 11. október 2006.
Fundargerðin lá frammi á fundinum

2. Fundargerðir.
a) 12. fundur Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 17. október 2006.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
b) 84. fundur Félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu frá 16. október.
Í 4. lið fundargerðarinnar er lagt til „að gjaldskrá sveitarfélaga uppsveita Árnes­sýslu verði 0,- kr. fyrir þá sem eru með lægstu tekjurnar og njóta fullrar tekju­tryggingar frá TR, 450,- kr. fyrir elli og örorkuþega með skerta tekjutrygg­ingu og 900,- fyrir aðra.“
Meirihluti s
veitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir að taka ekki upp gjald fyrir félagslega heimaþjónustu að sinni.
Gunnar Þorgeirsson styður tillögu félagsmálanefndar. Hildur Magnúsdóttir situr hjá við afgreiðslu liðarins.
c) 30. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu 19. október 2006.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina en telur þó eðlilegt að gert verði ráð fyrir aðstöðu fyrir sorpgáma í Kerhrauni í lið 14 og í Oddsholti í lið 19.

3. Uppsögn leigusamnings.
Lögð var fram tillaga um að segja G. Pálma Kragh kt. 050653-4639 upp leigu­samningi um atvinnuhúsnæði í áhaldahúsi Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að segja upp leigusamningnum við G. Pálma Kragh frá og með næstu mánaðamótum.
Hildur Magnúsdóttir situr hjá við afgreiðslu liðarins.

4. Tilnefning í stjórn Fræðslunets Suðurlands.
Tillaga frá stjórn Fræðslunetsins um að Samband sunnlenskra kvenna tilnefni aðalfulltrúa í stjórn og varamaður verði tilnefndur af Héraðssambandinu Skarphéðni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við að Samband sunnlenskra kvenna skipi aðalfulltrúa í stjórn Fræðslunetsins og Héraðssambandið varamann.

5. Cornelis Aart Meijles óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lagt var fram bréf frá Cornelis Aart Meijles þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps, einnig þeim nefndastörfum sem honum hafa verið falin.
Meirihluti sveitarstjórn samþykkir að veita Cornelis Aart Meijles lausn frá störf­um í sveitar­stjórn Grímsnes- og Grafningshrepps og þeim nefndastörfum sem honum hafa verið falin, til loka kjörtímabilsins, í samræmi við 34. grein sveitar­stjórnarlaga nr. 45/1998. Cornelis eru þökkuð störf í þágu sveitarfélagsins.
Hildur Magnúsdóttir og Gunnar Þorgeirsson sitja hjá við afgreiðslu liðarins.

6. Umsókn um rekstrarstyrk.
Lagt var fram erindi frá Kvennaathvarfinu þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2007 að upphæð kr. 50.000.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Kvennaathvarfinu 50.000 króna rekstrarstyrk á árinu 2007. Styrkurinn verður tekinn upp í fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.

7. Hreyfing fyrir alla-tilraunaverkefni.
Lagt var fram erindi frá Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu ásamt fleirum þar sem leitað er eftir áhugasömum sveitarfélögum o.fl. sem eru tilbúin til þess að taka þátt í að fjölga tilboðum á skipulagðri hreyfingu fyrir fullorðna og eldra fólk.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps tekur ekki þátt í verkefninu að þessu sinni.

8. Umhverfismat Samgönguáætlunar 2007-2018.
Lagt var fram frá Samgönguráðuneytinu, á geilsadiski, umhverfismat á tillögu að samgönguáætlun 2007-2018. Frestur til þess að gera athugasemdir við umhverfis­mat samgönguáætlunar er til og með 20. nóvember 2006.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu til næsta fundar.

9. Dómur Hæstaréttar nr. 67/2006. Íslenska ríkið gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu liðarins til næsta fundar.

10. Til kynningar:
a) 91. og 92. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands. (Liggur frammi.)

b) 397. stjórnarfundur SASS. (Liggur frammi.)
c) 136. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands. (Liggur frammi.)

11. Önnur mál.
a) Sveitarstjórn samþykkir að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði haldinn þann 9. nóvember. Seinni fundurinn í nóvember verði þann 23.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 1000.