189. fundur – hreppsnefndar

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð Ár 2006 fimmtudaginn 9. nóvember kl. 9.00 fh. var haldinn 189. fundur hrepps­nefndar Gríms­nes- og Grafningshrepps í stjórnsýsluhúsinu Borg.

Fundinn sátu: Ingvar G. Ingvarsson, oddviti
Sigurður K. Jónsson
Ólafur Ingi Kjartansson
Gunnar Þorgeirsson
Hildur Magnúsdóttir
Sigfríður Þorsteinsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

Í upphafi fundar leitaði oddviti afbrigða:

a) Vegna fundargerðar kjörstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. nóvember 2006.
b) Vegna umsagnar um drög að frumvarpi til vegalaga.
c) Vegna trúnaðarmáls.
Hreppsnefnd samþykkir að taka erindin á dagskrá undir liðnum önnur mál.

1. Fundargerð sveitarstjórnar.
Frá 26. október 2006.
Fundargerðin liggur frammi á fundinum.

2. Fundargerðir.
a) 13. fundur Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 7. nóvember 2006.
Hreppsnefnd staðfestir fundargerðina.

3. Tilnefning í fulltrúa í nefndir.
a) 061105/21013 Tilnefning fulltrúa í umhverfisnefnd í stað Cornelis Aart Meijles.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Ólaf Inga Kjartansson sem fulltrúa í umhverfisnefnd kjörtímabilið 2006-2010.
Fulltrúar C-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.
b) 061106/21013 Tilnefning fulltrúa í fræðslunefnd í stað Valdísar Brynjólfsdóttur.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Ingvar G. Ingvarsson sem fulltrúa í fræðslunefnd kjörtímabilið 2006-2010.
Fulltrúar C-lista gera alvarlegar athugasemdir við skipan fulltrúa í fræðslunefnd. Frá því að nýr meirihluti tók til starfa er þetta 3 fulltrúinn sem skipaður er. Jafnframt er óskað eftir að K-listinn upplýsi foreldra um framtíðarskipan í skólamálum, þar sem börnum í Ljósuborg hefur verið tjáð að þau fari ekki í Reykholt á næsta skólaári. Fulltrúar K-lista óska bókað að þær upplýsingar eru ekki komnar frá fulltrúum K-lista, en stefnt er að fundi með foreldrum skólabarna fyrir áramót vegna skólamála.

c) 061107/21013 Tilnefning fulltrúa í stjórn Hitaveitu Vaðness. 061103/4710 Lagt var fram minnis­blað frá fundi sveitarstjóra og oddvita með fulltrúum sjómannadagsráðs þann 27.10.06.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Ingvar G. Ingvarsson sem fulltrúa í stjórn Hitaveitu Vað­ness kjörtímabilið 2006-2010.

4. Umhverfismat Samgönguáætlunar 2007-2018.
061023/21011
Lagt var fram að nýju erindi frá Samgönguráðuneytinu, en afgreiðslu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 26. október.
Hreppsnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við umhverfis­mat Samgönguáætlunar 2007-2018.

5. Dómur Hæstaréttar nr. 67/2006. Íslenska ríkið gegn Grímsnes- og Grafnings­hreppi.
Afgreiðslu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 26. október.
Samþykkt að senda bókun frá 187. fundi til Forsætisráðuneytisins og afrit til Fjár­mála­ráðu­neytisins. Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita að leita leiða í málinu.

6. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.
Sveitarstjóri lagði fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2006, fyrir A-hluta sveit­arsjóðs, þ.e. aðalsjóð, eignasjóð og þjónustumiðstöð ásamt B-hluta sem er vatns­veita, hitaveita, félagslegar íbúðir, leiguíbúðir og fráveita. Endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir að skatttekjur sveitarsjóðs árið 2006 verði kr. 220.478 þús. Framlög Jöfn­unar­sjóðs verði kr. 31.344 þús. Aðrar tekjur verði 110.236 í A-hluta en 41.005 þús. í B-hluta, en að tekjur sam­stæð­unnar í heild verði kr. 403.063 þús. Gert er ráð fyrir því að laun og launatengd gjöld A-hluta verði 106.49, en B-hluta verði 4.170 þús. Launagreiðslur sam­stæð­unnar í heild er gert ráð fyrir að verði kr. 110.665 þús. Annar rekstrarkostnaður A-hluta er áætlaður kr. 171.342 þús. og B-hluta 19.274 þús. Af­skrift­ir í A-hluta eru kr. 5.746 þús. Í B-hluta 6.636 þús. Fjár­magnsliðir nettó eru áætlaðir 991 þús. Rekstrarniður­staða A-hluta er samkvæmt endur­skoðaðri áætlun jákvæð um kr. 94.877 þús. en B-hluta samstæðunnar er neikvæð um kr. 4.486 þús. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild er áætluð jákvæð um kr. 90.391 þús. Veltufé frá rekstri (til rekstrar) er í A-hluta kr. 74.871 þús. en í B-hluta kr. (11.841 þús.). Veltufé frá rekstri samstæðunnar í heild er samtals kr 63.030 þús. fjárfesting í varan­legum rekstrar­fjármunum er áætluð samtals kr. 187.831 þús. og söluverð seldra rekstrar­fjármuna samtals kr. 151.818 þús. kr. Sem skiptast þann­ig:

Samtals söluverð Ljósfossi

Íþróttahús

( 30.000 )

Lóð

( 18.000 )

Sala Brúarás 1 og 2 og Ás

( 37.000 )

Skóli

( 15.000 )

Samtals söluverð Ljósfossi

( 100.000 )

Sala Ásborgir

( 51.818 )

Söluverð seldra rekstrarfjármuna

( 151.818 )

Hlutur ríkis í Ljósafossi

10.000

Hlutur Bláskógabyggðarí Ljósafossi

5.760

Fulltrúar C-lista óska eftir því að skýrsla sem samþykkt var að ráðast í á 182. fundi sveitar­stjórnar verði lögð fram áður en endurskoðun fjárhagsáætlunar verði staðfest. Að öðru leyti sitja fulltrúarnir hjá við afgreiðslu áætlunarinnar.
Meirihluti hreppsnefndar leggur skýrsluna fram þegar hún liggur fyrir.
Meirihluti hreppsnefndar samþykkir áætlunina.

7. Úthlutun styrkja til vegabóta í frístundabyggðum.
Eins og fram kemur í reglum um úthlutun styrkja til vegabóta í frístundabyggð, þá er þetta fé eingöngu ætlað til viðhalds vega í sumarhúsabyggðum. Kostnaðaráætlun vegna fram­kvæmda skal fylgja umsóknum. Nokkurs misskilnings virðist gæta hjá umsækjendum þar sem einnig er sótt um styrki vegna nýlagninga og vegagerðar á lögbýlum.
Vegna þess hvað umsóknirna voru margar var ákveðið að veita fleiri, en lægri styrki þetta árið. Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára.
Samþykkt var að eftirtaldir aðilar fengju styrki til vegabóta árið 2006, samtals að upphæð kr. 1.450 þús.
Þristur: A, B, og C-gata í landi Klausturhóla, kr.150 þúsund.
Selhóll félag sumarhúsaeigenda, kr. 200 þúsund.
Félag sumarhúsaeigenda í Kerengi. kr.150 þúsund.
Félag sumarbústaðaeigenda víð Fljótsbakka og Víkurbarmi, kr. 300 þúsund.
Félag sumarhúsabyggðar v/ Ásabraut, kr.100 þúsund.
Félag sumarhúsalóðareigenda v/ Þórsstíg, 100 þúsund.
Félag sumarhúsaeigenda v/ Brúnaveg kr. 300 þúsund.
Félag sumarhúsaeigenda í Kerhrauni, kr. 150 þúsund.
þar sem úthlun hefur tafist af óviðráðanlegum ástæðum afgreiðir hreppsnefnd umsókn­irnar þetta skiptið. Tillögurnar voru unnar í samráði við fulltrúa í umhverfisnefnd. Fulltrúar C-lista sitja hjá við afgreiðslu liðarins.

8. Til kynningar:
a) 89. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands. (Liggur frammi.)
b) Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands. (Liggur frammi.)

9. Önnur mál.
a) Lögð var fram fundargerð kjörstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. nóvember sl. Í fundargerðinni kemur fram að gefin hafa verið út kjörbréf til tveggja varamanna þeirra Þórarins Magnússonar af C-Lista og Bjarna Þorkelssonar af K-lista.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
b) Umsögn um drög að vegalögum.
Sveitarstjórn tekur undir sérálit fulltrúa Sam­bands íslenskra sveitarfélaga í nefnd um endurskoðun vega­laga.
Fundi var lokað kl. 10:07.
c) Trúnaðarmál. Bókað í trúnaðarbók.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 10:30.