196. fundur hreppsnefndar. 1.2.´07

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð

196. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg fimmtudaginn  1. febrúar  2007 kl. 9.00 fh.

Fundinn sátu:  Ingvar G Ingvarsson.

                        Sigurður K Jónsson.

                        Ólafur   I   Kjartansson.

Gunnar Þorgeirsson.

Hildur Magnúsdóttir.

Sigurður  Jónsson fundarritari.

Fundargerð var færð í tölvu.

Í upphafi leitaði oddviti afbrigða:

a) Samningar við Gámaþjónustuna  um sorphirðu í sveitarfélaginu. .

b) Heimild til að  ráða Skólastjóra að Grunnskólanum Ljósuborg. 

c) Bréf Fjármálaráðuneytisins  sem er beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu  á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða .

d) Aðild að félagi landeigenda

1.      Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Frá 18. janúar  2007. Liggur frammi á fundinum.

 

2.      Fundargerðir.
a) Fundargerð 23. fundar oddvita uppsveita Árnessýslu frá 25. janúar 2007 .

Fundargerðin er rædd ítarlega og síðan samþykkt samhljóða.  Í skýrslu byggingarfulltrúa kom m.a.  fram að samþykkt hafi verið 249 sumarhús og 27 íbúðarhús í Grímsnes og Grafningshreppi  á árinu 2006.  Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps býður  Flóahrepp velkominn  í  samstarf um sameiginlegan rekstur skrifstofu  Skipulags og Byggingarfulltrúa.

 

b) Fundargerð fundar Bygginganefndar uppsveita Árnessýslu  vegna fundar 30. janúar 2007

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

 

3.      Bréf Péturs W Jessen frá VST vegna gatna og lagna að Borg 2005.

Oddviti vill gera athugasemd við að í bréfi Péturs W. Jessen er talað um sérfund með sveitarstjórn um þessi mál. Slíkur fundur hefur ekki verið haldinn, enda kannast oddviti ekki við að til slíks fundar hafi verið boðað. Kjartan Garðarsson starfandi eftirlitsaðili  með verkinu fyrir hönd verkkaupa boðaði verkfund og óskaði eftir að auk hefðbundinna fundarmanna myndu   oddviti og eða  sveitarstjóri mæta á fundinn  því að á fundinum yrðu rædd ýmis mál svo sem úttekt á hluta verksins og einnig það sem eftir stæði ófráfengið  af hendi verktaka. 

 

Sveitarstjórn tekur fram  að sá aðili sem sér um eftirlit og skráningu kostnaðar við verkið vinnur samkvæmt samningi við sveitarstjórn og ber sveitarstjórn  fullt traust til hans. Ef verktaki óskar eftir  sérfundi með sveitarstjórn þá er sjálfsagt að boða til slíks fundar við fyrstu hentugleika.

Samþykkt var samhljóða að fela oddvita að svara bréfi Péturs á grundvelli tillagna Kjartans Garðarssonar.

  

4.      Bréf heilbrigðis og tryggingarmálaráðuneytisins dags. 22. 01. 2007 sem er beiðni um umsögn vegna draga að reglugerð um tóbaksvarnir

Framkomnum tillögum um reglur um bann við reykingum er fagnað. Sveitarstjórn telur erindið ekki gefa tilefni til sérstakrar umsagnar af hennar hálfu.

 

5.      Bréf Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 26 janúar 2007 vegna beiðni um umsögn um frumvarp til laga um réttindi og skyldur á svæðum skipulögðum fyrir frístundahús.  Drög að frumvarpi ásamt greinargerð fylgja.

Þrátt fyrir að ekki sé um formlega umsagnarbeiðni að ræða tekur sveitarstjórn  samhljóða  undir athugasemdir um að óeðlilegt sé að lögbinda samráðsnefndir sveitarfélaga og eigenda frístundahúsa,  

 

6.      Breyting á ráðningarsamningi veitustjóra

.Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimila oddvita að ganga frá samningi við veitustjóra

um að hann verði í fullu starfi hjá sveitarfélaginu.

 

7.      Ráðning sveitarstjóra

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir sveitarstjóra, oddvita falið að taka á móti umsóknum og gera tillögu til sveitarstjórnar  um ráðningu sveitarstjóra að umsóknarfresti loknun.

 

8. a) Samningar við Gámaþjónustuna  um sorphirðu í sveitarfélaginu. .

Viðbótarsamningur um sorphirðu rennur út þann 1. júlí  nk. en framlengist sjálfkrafa ef honum er ekki sagt upp. Samþykkt er samhljóða  að segja upp núgildandi samningi og ganga til viðræðna við Gámaþjónustuna um  nýjan samning.  

 

b) Heimild til að ráða skólastjóra að Grunnskólanum Ljósuborg.

Sveitarstjórn heimilar oddvita að ganga frá ráðningu Hilmars Björgvinssonar sem   skólastjóra að Grunnskólanum Ljósuborg. Um er að ræða yfirtöku sveitarfélagsins á samningi Hilmars við Bláskógabyggð.  

 

c) Bréf Fjármálaráðuneytisins  sem er beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu  á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.

Sveitarstjórn telur að ekki sé tilefni af hennar hálfu til umsagnar um frumvarpið.

 

d) Aðild að félagi landeigenda

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarfélagið skuli vera aðili.

 

8.      Til kynningar.

9.     
11.  fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar 8. janúar 2007.
399. fundur stjórnar SASS haldinn 10. janúar 2007.

  88. fundur Félagsmlanefndar Uppsveita árnessýslu frá 9. janúar 2007.

  263 og 264 fundir Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 8. desember 2006 og 12. janúar 2007.

  Bréf ríkiskaupa dags. 23. janúar 2007 fyrirhugaðs rammasmningsútboðs 2007

  Ályktun almenns íbúafundar að Grænu könnunni Sólheimum 12. janúar 2007


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.20