198. fundur hreppsnefndar

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð.

198. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg fimmtudaginn 01. mars  2007 kl. 9.00 fh.

Fundin sátu.

Ingvar Ingvarsson. Sem jafnframt var fundarritari.

Sigurður K. Jónsson.

Ólafur Ingi Kjartansson.

Hildur Magnúsdóttir.

Gunnar Þorgeirsson.

 

Fundargerðin var færð í tölvu

 

1.      Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Frá 15. febrúar  2007. Liggur frammi á fundinum.

Í byrjun fundar óskar oddviti afbrigða.

a) Þriggja ára fjárhagsáætlun til 1. umræðu.

2.      Fundargerðir.

a)              2.Fundur byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 27.02.07..

 Sveitarstjórn samþikkir fundargerðina án athugasemda.

3.      Sæludagar eldri borgara á Hótel Örk.

Eins og undanfarin ár mun sveitarstjórn bjóða eldri borgurunm sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu  til viku dvalar á Hótel Örk. 

4 .Norðurvegur  145.

 Hreppsnefnd Grímsnes og Grafningshrepps fagnar fram kominni skýrslu um lagningu Norðurvegar um Kjöl. Skorað er á samgönguyfirvöld að gera ráð fyrir uppbyggingu vegarins í nýrri samgönguáætlun. Samkvæmt eldri samgönguáætlun er gert ráð fyrir lagningu hálendisvega, og er Kjalvegur einn af þeim. Ekki er getið um uppbyggingu þessa vega í drögum að nýrri samgönguáætlun og lýsir Hreppsnefnd undrun sinni á að svo skuli ekki vera og lýsir eftir hvaða rök liggi fyrir þeirri ákvörðun.

 

5.Sesseljuhús beiðni um fjárstuðning vegna fræðslufunda um umhverfismál. 

Sveitarstjórn samþikkir að stiðja við þetta verkefni með K.r. 40, 000.

Fullttrúar C. Lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

6.Bréf  frá foreldrafélagi  Grunnskólans Ljósuborgar.

Sveitarstjórn fagnar stofnun foreldrafélags við Grunnskólann Ljósuborg og mun gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fulltrúar foreldrafélagsins verði hafðir með í ráðum  um málefni skólans og umhverfis hans, Sveitarstjórn vísar erindinu til  Leik og Grunnskólaráðs..

4.      Gjaldskrá hitaveitu sveitarfélagsins.1. umræða.

 Málinu vísað til 2. umræðu.

 

 

 

5.      Tillaga oddvita um ráðningu sveitarstjóra.

Umsóknarfrestur vegna stöðu sveitarstjóra var til 20. febrúar síðastliðinn. Alls sóttu 20 einstaklingar um stöðuna, teknir voru 6 fulltrúar af þeim til viðtals.

Oddviti leggur  til Jón G. Valgeirsson verði ráðinn sveitarstjóri.

Lagt fram á fundinum uppkast að samningi við Jón G Valgeirsson.

Oddvita falið að ganga frá ráðningarsamningi.

Fulltrúar C. Lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

.

a)      Þriggja ára fjárhagsáætlun til 1. umræðu.

Málinu vísað til 2. umræðu.

 

 

.

Til kynningar.

80. og 81. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu fundur.

138. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands.

Yfirlit yfir greiddar húsaleigubætur árið 2006.

Bréf frá Umhverfisráðuneytinu.

Norðurslóðaáætlun.

 

 

Borg 1.mars. 2007