199. fundur hreppsnefndar

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

199. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg fimmtudaginn 15. mars  2007 kl. 9.00 fh.

Fundinn sátu.

Ingvar Ingvarsson

Sigurður K. Jónsson

Ólafur Ingi Kjartansson

Gunnar Þorgeirsson

Hildur Magnúsdóttir

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Fundargerðin var færð í tölvu

 

Í upphafi var nýr sveitarstjóri boðinn velkominn til starfa

 

Oddviti leitaði afbrigða

a)  Menningarsamningur Suðurlands-samstarfssamningur sveitarfélaga.

Umboð til undirritunar á samningum.

b) Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf

Val á fulltrúa á fundinn.

c) Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg v/hreinistöðvar og frárennslis.

d) Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg v/iðnaðarsvæðis.

e) Næsti fundur sveitarstjórnar

 

1.      Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Frá 1. mars  2007. Liggur frammi á fundinum.

2.      Fundargerðir.

a)              35 .Fundur  skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu 09.03.07.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina en gerir eftirfarandi athugasemdir.  Varðandi lið nr. 9 álítur sveitarstjórn að nú þegar sé  íbúðarhús á landi Ásgarðs.  Varðandi lið 13 tekur sveitarstjórn jákvætt í erindið en óskar eftir nánari útfærslu á hugmyndunum t.d.  fjölda húsa, skipulags frárennslis o.fl og felur sveitarstjóra að svara erindinu þannig.  Varðandi lið 14 og 17 vill sveitarstjórn benda á að almennt er heimilt að reisa allt að 40m2 aukahús samkvæmt reglum sveitarfélagsins.

 

3. 3. ára fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps  2. umræða..

   Sjá áður útsend gögn með 1. umræðu.

Sveitarstjórn samþykkir 3. ára fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árin 2008-2010.

 

4 . Gjaldskrá hitaveitu sveitarfélagsins 2. umræða.

   Sjá áður útsend gögn með 1. umræðu.

Sveitarstjórn samþykkir að breyta 5. gr. D 1og D2 í gjaldskrá hitaveitunnar frá 18. janúar 2006 þannig að teknar verði 115kr/ m3 í stað 586 kr/m3 vegna hvers rúmmetra/fermetra af íbúðarhúsnæði umfram 300m3 og gróðurhúsa yfir 200m2  og  115kr/ m3 í stað 381 kr/m3 vegna hvers rúmmetra/fermetra af vélageymslum og gripahúsum umfram 300m3.  Sveitarstjóra er falið að ganga frá og birta breytingu á gjaldskránni.

 

5.  Heilbrigðisnefnd Suðurlands.  Tilnefning fulltrúa v/ aðgerðaráætlunar um verndun vatnasvæðis Þingvallavatns.

Sveitarstjórn samþykkir að Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagins í nefndina en Ingvar Ingvarsson oddviti verði til vara.

 

6.Lánasjóður sveitarfélaga. Tilnefning fulltrúa sem hafi atkvæðisrétt sveitarfélagsins á stofnfundinum og heimild til að undirrita stofnsamning félagsins fyrir hönd sveitarfélagsins.

Hildur Magnúsdóttir leggur til að Gunnar Þorgeirsson verði tilnefndur sem fulltrúi sveitarfélagsnis á stofnfundi Lánasjóðs sveitarfélaga og undirriti stofnsamninginn.

Ingvar Ingvarsson oddviti  leggur til að hann verði fulltrúi sveitarfélagins á fundinum og  undirriti samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins og er það samþykkt.

Fulltrúar C lista sitja hjá við atkvæðagreiðslunna.

 

 7. Grunnskólinn Ljósaborg. Beiðni um  leyfi og fjárveitingu til að  bjóða ART þjálfun.

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í þessu verkefni og gera gera ráð fyrir ca. 220.000 í kostnaði vegna þess sem tekið verður tillit til í endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.

 

8. Haustþing Leikskóla á Suðurlandi.  Beiðni um að hafa Leikskólann lokaðan föstud 21. sept nk.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því til leiks og grunnskólaráðs.

 

9.  Bréf frá Óskari Jóni Helgasyni v/ aksturs  leikskólabarna með skólabílum.

Sveitarstjórn ítrekar afstöðu sína á því að sveitarfélagið taki ekki þátt í akstri leikskólabarna en hefur ekki afskipti af því þó einstök leikskólabörn fái að fljóta með skólabílum á ábyrgð skólabílstjóra ef laust er pláss sbr. fyrri bókun sveitarstjórnar á fundi  nr. 177 þann 05.04.2006.  Sveitarstjóra er falið að svara erindinu.

 

10. Erindi frá Foss. Styrkur v/ íslenskunáms skólaliða.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja umsækjanda um mismun þess sem FOSS greiðir í styrk og þess sem styrkurinn hefði numið ef hún hefði verið búin að vinna í 12 mánuði.  Sveitarstjóra er falið að ganga frá málinu.

 

11. Tillaga um að Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri verði skipaður fulltrúi í allar stjórnir,  ráð og nefndir sem aðal-  eða varamaður í stað Sigfríðar Þorsteinsdóttur fráfarandi sveitarstjóra þar sem hún var fulltrúi sveitarfélagsins fyrir .

Sveitarstjórn samþykkir að Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins í öllum stjórnum, ráðum  og nefndum  sem SigfríðurÞorsteinsdóttir sat áður í sem aðal- eða varamaður.

 

12. Önnur mál

a)  Menningarsamningur Suðurlands-samstarfssamningur sveitarfélaga.

Umboð til undirritunar á samningum.

Sveitarstjórn samþykkir að fela Ingvari Ingvarsyni  oddvia  að undirita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

b) Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf

Val á fulltrúa á fundinn.

Sveitarstjórn samþykkir að Ingvar Ingvarsson oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

 

c) Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg.v/hreinistöðvar og frárennslis.

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg.  Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir um 1.600 m² iðnaðarsvæði undir hreinsistöð vestan við félagsheimilið á Borg. Að auki er gert ráð fyrir frárennslislögn frá iðnaðarsvæðinu sem nær um 560 m til vesturs, yfir núverandi landbúnaðarsvæði.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr.

skipulags- og byggingarlaga.

Hildur Magnúsdóttir situr hjá.

 

d) Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg v/iðnaðarsvæðis.

Sveitarsjórn samþykkir að breyta umræddu svæði úr  íbúðarsvæði í blandaða notkun íbúðarsvæðis, athafnasvæðis og opins svæðis til sérstakra nota.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna skv.skipulags- og byggingarlögum.

Jafnframt er lagt til að verslunar- og þjónustusvæði sunnan sundlaugar verði breytt í svæði fyrir þjónustustofnir.

 

e) Næsti fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verði þriðjudaginn 17. apríl nk.  kl. 13:00 en fundur 5. apríl og 19. apríl falli niður en síðan yrði hefðbundinn fundartími frá og með 3. maí.

 

 

Til kynningar.

Ráðningarsamningur  Skólastjóra liggur frammi á fundinum

Ráðningarsamningur  Sveitarstjóra liggur frammi á fundinum

Skólaskrifstofa Suðurlands. fundargerð 92. stjórnarfundar.

Jöfnunnarsjóður sveitarfélaga.  Uppgjör 2006 og áætlun 2007.

Minnisblað v/skráningar dvalarstaðar erlends starfsfólks.

Skipulagsstofnun. Samráðsfundur um skipulagsmál.

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.

Bréf frá Hilmari Björgvinssyni v/ skólalóðar.

Fornleifavernd ríkisins, deiliskipulag frístundabyggðar í landi Klausturhóla.

 

Borg 15.mars. 2007