lindaUncategorized

Fundur um skipulagsmál

Haldinn í Félagsheimilinu Borg

þriðjudaginn 2. október kl. 20:00

Opinn fundur fyrir alla sem áhuga hafa á að kynna sér hugmyndir að breyttri vegtengingu inn á Borgarsvæðið og staðsetningu hringtorgs eins og drög að skipulagshugmyndum gera ráð fyrir.

Íbúar á Borg og nágrenni hvattir til að mæta.

Pétur H. Jónsson skipulagsarkitekt kynnir drög að skipulagshugmyndum.

Fundarstjóri: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.

Deiliskipulag Borg Júlí 2006 (hlekkur)

Umræðutillaga 6 (hlekkur)

Prjónakaffi og kvenfélagsfundur

lindaFréttir

Í kvöld verður prjónakaffi á Gömlu Borg.   Védís Jónsdóttir í heimsókn og talar við gesti um prjónaskap, hönnun og meðferð ullarinnar okkar. 

Fundur nr. 208.20.09.07

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

208. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 20. september 2007 kl. 9.00 fh. Fundinn sátu. Ingvar Ingvarsson Sigurður K. Jónsson Ólafur Ingi Kjartansson Gunnar Þorgeirsson Hildur Magnúsdóttir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Fundargerðin var færð í tölvu 1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. september 2007 liggur frammi á fundinum. Í fundargerðinni ... Read More

Fundur nr. 207 06.09.07

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð. 207. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 6. september 2007 kl. 9.00 fh. Fundinn sátu. Ingvar Ingvarsson Sigurður K. Jónsson Ólafur Ingi Kjartansson Gunnar Þorgeirsson Hildur Magnúsdóttir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Fundargerðin var færð í tölvu Oddviti leitaði afbrigða a) Deiliskipulag vegna Nesja. b) Lyngdalsheiðavegur. c) Sala á lóðum í Ásborgum. ... Read More

Grunnskólinn Ljósaborg settur

lindaFréttir

Þann 22. ágúst var Grunnskólinn Ljósaborg settur í þriðja sinn.  Í ár markar skólasetningin ákveðin tímamót því nú er umsjón skólamála komin á hendur Grímsnes og Grafningshrepps á ný en síðustu ár hefur  Bláskógarbyggð farið með skólamálin í umboði hreppsins.  Þessir tveir hreppar eiga þó enn í ágætu samstarfi þvi nemendur í 8. – 10. bekk stunda nám í Grunnskóla Bláskógarbyggðar,  í Reykholti.