Góður árangur í hundarækt

lindaFréttir

Helga Gústavsdóttir í Miðengi hefur á liðnum árum náð góðum árangri í ræktun íslenska fjárhundsins og hafa hundar frá henni oftar en ekki nælt sér í verðlaun á alþjóðlegum hundasýningum hér á landi.

Helga hefur ræktað íslenska fjárhunda í u.þ.b. 15 ár.  Árangur hennar hefur verið mjög góður og það er næsta víst að Kersins hundar (hlekkur) nstanda fyrir sínu.  Á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands má sjá góðan árangur hennar en hundur frá henni Kersins Orri var valinn besti íslenski fjárhundurinn.

Víðar í úrslitum má sjá ræktunarheitið hennar og ljóst er að góður gangur er í hundaræktinni.

Íslenski fjárhundurinn var næstum útdauður í upphafi síðustu aldar en næstum fyrir heppni tókst að bjarga kyninu og 1967 hófst ræktun hans á ný á Íslandi hjá Sigríður Pétursdóttur á Ólafsvöllum. 

Í dag nýtur íslenski fjárhundurinn mikilla vinsælda enda húsbóndahollur, glaðlyndur og ljúfur í skapi

Tónleikar með Diddú

lindaFréttir

Þann 1. desember verða hinir árlegu aðventutónleikar í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi.  Í ár verður það Sigrún Hjálmtýsdóttir sem skemmtir gestum með söng sínum.

Fundur nr. 210.18.10.07

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð 210. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 18. október 2007 kl. 9.00 fh. Fundinn sátu. Ingvar Ingvarsson Sigurður K. Jónsson Ólafur Ingi Kjartansson Gunnar Þorgeirsson Hildur Magnúsdóttir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Fundargerðin var færð í tölvu Oddviti leitaði afbrigða a) Brunavarnir Árnessýslu. Fundargerðir 85. og 86. stjórnarfundar 08.10.2007. 1. Fundargerð hreppsnefndar ... Read More

Styrkur til framhaldsskólanema

lindaUncategorized

Eins og undanfarin ár mun Grímsnes- og Grafningshreppur veita framhaldsskólanemun 16-20 ára þ.e. fyrir 8 fyrstu annir eftir grunnskóla styrk að upphæð kr. 30.000.