Fundur nr. 213.20.12.07

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð. 213. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 20. desember 2007 kl. 9.00 fh. Fundinn sátu. Ingvar Ingvarsson Sigurður K. Jónsson Ólafur Ingi Kjartansson Gunnar Þorgeirsson Hildur Magnúsdóttir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Fundargerðin var færð í tölvu Oddviti leitaði afbrigða a) Aðalskipulagsbreyting í landi Þóroddstaða. b) Veitulagnir vegna Stangarlækjar og stofnlögn að ... Read More

Messuhald um hátíðirnar

lindaFréttir

Eins og undanfarin ár verður jólahelgistund í Mosfellskirkju í Grímsnesi kl. 18:00 á aðfangadegi jóla.  Þar ræður kyrrðin ríkjum og varla er hægt að hugsa sér betri leið til að hefja hátíðarhaldið.   

Opnunartími yfir jól og áramót

lindaFréttir

Skrifstofa Grímnes- og Grafningshrepps verður lokuð föstudaginn 21. des.,31 des gamlársdag og 2 jan. nk.  Næsti fundur sveitarstjórnar verður samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar  þann 17. janúar 2008, kl. 9:00.

Ungmennafélagið Hvöt 100 ára

lindaFréttir

Nú 22. desember eru 100 ár liðin frá því Ungmennafélagið Hvöt var stofnað af framsýnum Grímsnesingum sem vildu vinna sveitinni sinni og Íslandi allt.  Upp á þessi merku tímamót var haldið í lok nóvember að Borg í Grímsnesi en Hvöt átti sinn stóra þátt í því að það féalgsheimili var reist og haft svo myndarlegt að enn er sómi að.

Hugleiðingar Lísu Thomsen

lindaFréttir

Þeir vita það sem reyndu að það var líf og fjör í kringum Lísu Thomsen þegar hún gegndi formannsstörfum í Ungmennafélaginu Hvöt fyrir tveimur áratugum eða svo.  Hún taldi það ekki eftir sér að hendast um allar sveitir og smala krökkum og unglingum með á mót og þar gitli hið fornkveðna – minna skipti að bera sigur úr býtum en þess mikilvægara var að vera með.  Í desemberhefti Hvatarblaðsins má finna hugleiðingar hennar í tilefni af 100 ára afmæli Hvatar sem verður nú síðar í mánuðinum og fer hann hér á eftir.

Jólapistill sveitarstjóra

lindaFréttir

Í desemberhefti Hvatarblaðsins má finna pistil  frá sveitarstjóra Grímsnes og Grafningshrepps.  Helsta viðfangsefni hans í þessum stuttal pistli er mikilvægi þess að íbúar standi vel við bakið á því félagsstarfi sem unnið er í sveitarfélaginu.  Það er enda löngu vitað að maður er manns gaman og ljóst er að það hafa Grímsnesingar vitað lengi þar sem Ungmennafélagið Hvöt er með allra elstu ungmennafélögum og starf kvenfélagsins í Grímsnesi hefur veirð öflugt í gegnum tíðina sem og kvenfélagið í Grafningi á sínum tíma.  Pistil Jóns G. Valgeirssonar fer hér á eftir.

Jólaball að Borg

lindaUncategorized

Jólaball verður haldið laugardaginn 29. desember kl. 15:00 í félagsheimilinu á Borg Sungið og gengið í kringum jólatréð Jólasveinarnir mæta Kakó og smákökur Aðgangseyrir: slatti af smákökum til að bjóða með kakóinu 16 - 65 ára borga aukalega 150 kr. Að jólaballinu standa foreldrafélög Ljósuborgar og Kátuborgar ásamt U.m.f.Hvöt

Fundur nr. 212.06.12.07

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð 212. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 6. desember 2007 kl. 9.00 fh. Fundinn sátu. Ingvar Ingvarsson Sigurður K. Jónsson Ólafur Ingi Kjartansson Gunnar Þorgeirsson Hildur Magnúsdóttir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Fundargerðin var færð í tölvu. 1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15 nóvember 2007 liggur frammi á fundinum. 2. ... Read More

Munið tónleikana með Diddú og bingó

lindaFréttir

Sigrún Hjálmtýsdóttir verður með tónleika að Borg í Grímsnesi í kvöld.  Dagskráin hefst klukkan 20:30.  Á morgun  verður jólabingó kvenfélagsins sömuleiðis á Borg og hefst það klukkan 15:00.  Vonandi mæta sem flestir!