Unglingavinna í sumar

lindaFréttir

Auglýsing

Unglingavinna

Auglýst er eftir unglingum 14. til 16. ára til vinnu í sumar frá 16. júní til 31. júlí í vinnuskóla sveitarfélagsins. Tekið á móti skráningu á skrifstofu sveitarfélagsins til 20. maí n.k. í síma 486-4400 eða á skrifstofu sveitarfélagsins.

Skólalóðin við Grunnskólann Ljósuborg

lindaFréttir

Framundan eru spennandi tímar á Borgarsvæðinni en mikil uppbygging hefur verið í kringum byggingu Stjórnsýsluhúss og skóla og Íþróttamiðstöðvarinnar.  Nú er komið að því að ganga frá lóðinni í kringum þessar byggingar.  Hilmar Björgvinsson skólastjóri kynnir  hér á eftir, hvernig málin standa nú um þessar mundir

Viðtal við Hildi í verslununni Borg

lindaFréttir

María Björk og Sigrún löggðu land undir fót í dag og skelltu sér til Hildar Magnúsdótturí Versluninni Borg og tóku við hana viðtal. Tilefnið var að heimilisfræðikennarinn var veikur og í staðinn fyrir að elda ljúffenga rétti urðu þær að blaðamönnum – og það velktist ekki fyrir þeim.

Vegna húsaleigubóta

lindaFréttir

Húsaleigubætur

Þeir aðilar sem þiggja húsaleigubætur í sveitarfélaginu þurfa að skila inn staðfestu skattframtali og þremur launaseðlum fyrir 16. maí n.k. svo húsaleigubætur falli ekki niður.

Fh. Grímsnes-og Grafningshrepps

Kristín Karlsdóttir

Vorboðarnir gera vart við sig

lindaFréttir

Hvað svo sem öllum ókomnum hretum kann að líða þá leikur enginn vafi á því að vorið er rétt handan við hornið.  Ótvíræðir vorboðar setja svip sinn á Grímsnesið nú þegar sumardagurinn fyrsti nálgast.

Fundur nr. 220.17.04.08

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð. 220. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 17. apríl 2008 kl. 9.00 fh. Fundinn sátu. Ingvar Ingvarsson Sigurður Jónsson Ólafur Ingi Kjartansson Gunnar Þorgeirsson Sverrir Sigurjónsson Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Fundargerðin var færð í tölvu Oddviti leitaði afbrigða a) Aðalskipulag 1) Miðengi 2) Þóroddstaðir. b) Umsögn um frumvarp um skráningu og ... Read More