Gengið á Mosfell

lindaFréttir

Nokkrar konur úr Grímsnesinu hafa það fyrir sið að ganga á fjöll á Jónsmessu og í ár var það Mosfell sem þær kíktu upp á.  Þær Guðrún og Anna Margrét á Stærri-Bæ auk Laufeyjar á Búrfelli buðu nokkrum vinum og vandamönnum með sér í gönguna í ægifögru veðri.

Grímsævintýri 9. ágúst

lindaFréttir

Kvenfélag Grímsnes og Grafningshrepps stendur fyrir hátíð á Borg . 9.ágúst, sem hefur fengið nafnið Grímsævintrýri og er orðin að árlegum viðburði.  Þar gefst  handverksfólki, framleiðendum og öðrum athafnamönnum og konum tækifæri til þess að sýna sig og kynna vörur sínar og þjónustu.  Ekki síst gefst þó gestum og gangandi tækirfæir til þess að upplifa sannkallaða markaðsstemmningu í sveitinni.

Takið því daginn frá.

Brú til Borgar

lindaUncategorized

Brú til Borgar Hollvinir Grímsness minna á dagskrá félagsins að Borg dagana 28.-29. júní og 5.-6. júlí 2008. Yfirskrift dagskrárinnar er BRÚ TIL BORGAR en hugmyndin með henni er m.a. að rifja upp minningar frá því í þá gömlu góðu daga. Áhugaverð dagskrá verður þessa daga, m.a. verður handverkssýning þar sem listamenn verða við iðju sína, ljósmyndasýning, þar sem sýnt ... Read More

Brú til Borgar

lindaUncategorized

Hollvinir Grímsness minna á dagskrá félagsins að Borg dagana 28.-29. júní og 5.-6. júlí 2008. Yfirskrift dagskrárinnar er BRÚ TIL BORGAR en hugmyndin með henni er m.a. að rifja upp minningar frá því í þá gömlu góðu daga.

Brú til borgar

lindaUncategorized

Brú til Borgar Hollvinir Grímsness minna á dagskrá félagsins að Borg dagana 28.-29. júní og 5.-6. júlí 2008. Yfirskrift dagskrárinnar er BRÚ TIL BORGAR en hugmyndin með henni er m.a. að rifja upp minningar frá því í þá gömlu góðu daga. Áhugaverð dagskrá verður þessa daga, m.a. verður handverkssýning þar sem listamenn verða við iðju sína, ljósmyndasýning, þar sem sýnt ... Read More

Sumarlokun

lindaUncategorized

Leikskólinn Kátaborg verður lokaður frá 1. júlí til og með 14. ágúst.
Sjáumst aftur hress þann 15. ágúst.
Með sumarkveðju, starfsfólk Kátuborgar.

Fréttatilkynning vegna grjóthruns

lindaFréttir

Almannavarnanefndir á jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi hafa látið meta hættu á grjóthruni í kjölfar jarðskjálftanna. Niðurstöður rannsókna eru þær að hætta á grjóthruni er talin hafa aukist á svæðinu kringum Hamarinn við Hveragerði, Reykjafjall og Ingólfsfjall. Almannavarnanefndir hvetja fólk til sýna sérstaka aðgát og vera ekki á ferð á umræddum svæðum að nauðsynjalausu.

 

Grímsævintýri

lindaUncategorized

 Handverksfólk – framleiðendurathafnamenn – þjónustuaðilar

Laugardaginn 9. ágúst nk. verður haldinn markaðsdagur á Borg í Grímsnesi.

Fundur nr. 223.05.06.08

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð. 223. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 5. júní 2008 kl. 9.00 fh. Fundinn sátu. Ingvar Ingvarsson Sigurður Jónsson Ólafur Ingi Kjartansson Gunnar Þorgeirsson Hildur Magnúsdóttir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Fundargerðin var færð í tölvu Oddviti leitaði afbrigða a) Framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðarastreng frá Miðfelli að Steingrímsstöð. b) Jarðrask á Borgarsvæðinu. 1. ... Read More

Fimmtudagur á ferðinni

lindaFréttir

Hann reyndist mörgum strembinn fimmtudagurinn í vikunni sem leið og ekki að ósekju. Nemendur Grunnskólans Ljósuborgar eyddu fyrri partinum við golfiðkun á Kiðjabergi eða í Alviðru við náttúruskoðun.

lindaUncategorized

Sveitarstjórn minnir á íbúafund um framtíðarskipan skólamála í sveitarfélaginu.  Mikilvægt er að allir þeir sem láta skólamál sig einhverju varða mæti og leggi sitt lóð á vogarskálarnar, því saman mótum við skóla framtíðarinnar.

Fundurinn verður haldinn kl. 17.00 til 19.00 í Félagsheimilinu Borg

Opnunartími þjónustumiðstöðva vegna jarðskjálfta

lindaFréttir

Þjónustumiðstöðin er starfrækt í Tryggjvaskála  en einnig er slík miðstöð starfrækt í Hveragerði vegna jarðskjálftanna í liðinni viku.  Þjónustan er opin öllum þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum af jarðskjálftunum, óháð búsetu.    Í þjónustumiðstöðvunum er unnt að leita áfallahjálpar og upplýsinga og aðstoðar frá Rauða krossinum og fulltrúum sveitarfélaganna varðandi húsnæðismál, tryggingar o.fl.