Næsti fundur sveitarstjórnar

lindaUncategorized

Næsti fundur sveitarstjórnar Grímsnes og Grafningshrepps verður þann 21. janúar kl. 9:00 samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar.  Þar með fellur fundurinn 7. janúar niður. 

Áramótabrenna á Borg

lindaTilkynningar og auglýsingar

Áramótabrenna verður við tjaldsvæðið á Borg á morgun Gamlársdag klukkan 20:30.  Í kjölfarið verður flugeldasýning.  Allir velkomnir til að fagna nýju ári saman!

Opnunartími yfir hátíðarnar hjá skrifstofu hreppsins

lindaUncategorized

Skrifstofa Grímsnes og Grafningshrepps verður lokuð á Þorláksmessu og aðfangadag.

Mánudaginn 28. desember verður opið frá 9:00 til 15 :00, 29. og 30. desember verður opið frá 9:00 til 14 :00.

Lokað verður á gamlársdag en við opnum aftur mánudaginn 4. janúar.

Starfsfólk skrifstofu Grímsnes og Grafningshrepps sendir viðskiptavinum sínum bestu jóla og nýárskveðjur með þökk fyrir liðið ár.

Spilakvöld

lindaTilkynningar og auglýsingar

Spilakvöld

Spilakvöld fyrir alla fjölskylduna verður í Félagsheimilinu Borg þriðjudagskvöldið 29. desember kl. 20:00.

Krakkar verið nú dugleg að mæta og draga mömmu og pabba og ömmu og afa í spilamennskuna.

Mætum vel.

Stjórn Kvenfélagsins

Fundarboð

lindaUncategorized

252. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 17. desember 2009 kl. 15.00 eh.

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum 2010

lindaTilkynningar og auglýsingar

Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2010. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni tengd sjálfbærri ferðaþjónustu fyrir alla sem hafa heildrænt skipulag og langtímamarkmið að leiðarljósi. Íslensk náttúra er eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest í anda sjálfbærni. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar íslenskrar náttúru.

Íbúar Sólheima í Kringlunni

lindaTilkynningar og auglýsingar

Á Sólheimum er mikið og gott starf unnið. Þar má meðal annars finna leirgerð, listasmiðju, kertagerð, trésmíðaverkstæði og jurtastofu svo eitthvað sé nefnt. Ekki má heldur gleyma “Næranda” bakaríi og matvinnslu sem var sett á laggirnar síðastliðið vor.

Aðventudagar á Sólheimum

lindaTilkynningar og auglýsingar

Nú eru aðventudagar Sólheima hafnir með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Vinnustofur, Listhús Sólheima og kaffihúsið Græna kannan verða með lengdan opnunartíma sem sjá má í viðhenginu auk dagskrár aðventudaganna. Verið hjartanlega velkomin að Sólheimum!

Jólakort

lindaUncategorized

 

Jólakort SSK eru til sölu í versluninni Borg.

Þau eru til styrktar Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi.

Kvenfélag Grímsneshrepps

Trölli stal jólunum

lindaTilkynningar og auglýsingar

Leiklistarval Grunnskólans Ljósuborgar og aðrir nemendur í 7. og 8. bekk sýna leikritið Trölli stal jólunum í lítilli leikgerð sem þau bjuggu sjálf til þann 15. desember klukkan 18:00.  Veitingar verða seldar og ætlunin er að búa til notalega jólastemmningu.

Jólafundur

lindaTilkynningar og auglýsingar

Sameiginlegur jólafundur Kvenfélaganna í Grímsnesi og Laugardal verður haldinn í Sesseljuhúsi á Sólheimum þriðjudaginn 8. desember kl 20:00.

Danssýning á Laugarvatni

lindaFréttir

Sem kunnugt er var haldin fjölmenn danssýning á Laugarvatni með íþróttakennaranemum og grunnskólunum í Grímsnesi og í Bláskógarbyggð.  Aldrei fyrr hefur háskóli og grunnskóli verið með sameiginlega danssýningu. 

Kveikt á jólatrénu

lindaFréttir

Það var myndarlegur hópur nemenda frá Leikskólanum Kátuborg og Grunnskólanum Ljósuborg sem komu saman í dag ásamt starfsfólki og voru við þegar kveikt var á jólatrénu fyrir framan Stjórnsýsluhúsið á Borg.

lindaUncategorized

Þrátt fyrir heldur kuldalegt veður lögðu leikskólabörnin land undir fót og fóru niður að Félagsheimillinu til þess að vera viðstödd þegar kveikt yrði á jólatré hreppsins. 

Jólabingó

lindaUncategorized

Nú er stóra stundin að renna upp, því jólabingó Kvenfélagsins verður haldið sunnudaginn 29. nóvember í Félagsheimilinu Borg,  klukkan 15:00. 

Nú sem fyrr verða glæsilegir vinningar

1. spjald kr. 500

2. spjöld kr. 700

4. spjöld kr. 1200

Kaffiveitingar í hléi

Mætið með góða skapið, klink og seðla

Stjórnin

lindaUncategorized

Kveikt verður á jólatrénu á Borg þriðjudaginn 1. desember kl. 9:40. Jólatréð er staðsett  á torginu á milli Íþróttamiðstöðvarinnar, Grunnskólans Ljósuborgar og Félagsheimilisins.
Nemendur og starfsmenn leik- og grunnskólans verða viðstödd og sungin verða nokkur jólalög.
Foreldrar og aðrir gestir eru hvattir til að mæta.

lindaUncategorized

Nú styttist óðum í blessuð jólin og aðventan hefst á sunnudaginn kemur.  Við í leikskólanum Kátuborg erum farin að huga að jólunum og nú liggur
desember-dagatalið fyrir (hlekkur). 

Fundur nr. 250.19.11.2009

lindaUncategorized

250. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 19. nóvember 2009 kl. 9.00 fh.

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands

lindaUncategorized

Starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Suðurlands verður með viðveru í Grímsnes og Grafningshrepp, þriðjudaginn 24. nóvember n.k. í stjórnsýsluhúsinu Borg, milli klukkan 13 og 15.  Nýtið tækifærið að hitta ráðgjafa í heimabyggð til að ræða hugmyndir og leiðir til atvinnuþróunar. Hægt er að panta tíma í síma 480 8210.

Allir velkomnir!

Fundarboð.

lindaUncategorized

250. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 19. nóvember 2009 kl. 9.00 fh.

Kvenfélagskonur athugið

lindaUncategorized

Næstkomandi miðvikudag, 18. nóvember, klukkan 18:00 ætla kvenfélagskonur að hittast í Grunnskólanum Ljósuborg og föndra saman.

lindaUncategorized

Í byrjun október prófaði Linda Sverrisdóttir  samskiptaverkefni, sem við á Kátuborg kölluðum SÓLARGEISLARNIR Í KÁTUBORG, og var það mjög skemmtilegt og gefandi.

Sviðaveislan

lindaTilkynningar og auglýsingar

Þá er komið að hinni árlegu Sviðaveislu, en að þessu sinni ætlum við að bjóða uppá saltkjöt líka.  Sviðaveislan er haldin 6. nóvember í Miðengi. Veislan verður í skemmunni í Miðengi. Föstudagskvöldið 6. nóv kl 20.00 Boðið verður upp á svið, saltkjöt og skyr með rjóma. Ræðumaður…í vinnslu Maggi Kjartans sér um að halda uppi stuðinu. En ekki hvað...?Byrjum á ... Read More

lindaUncategorized

Góðir hálsar, magar og tær – matseðill nóvembermánaðar er kominn inn á síðuna og hann má finna undir flipanum Matur hér að ofan.  Verði ykkur að góðu!

Rúlluplast og losun Blátunnu

lindaUncategorized

Rúlluplast

Rúlluplast verður tekið hjá þeim bændum sem vilja miðvikudaginn 18. nóvember vinsamlegast látið vita á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 486-4400 í síðasta lagi mánudaginn 16. nóvember 2009.

Breyting á losun á Blátunnu

Blátunnan verður losuð frá 16.-20. nóvember. Það þarf að hafa tunnurnar aðgengilegar fyrir losun.

lindaUncategorized

Í Kátuborg er margt hæfileikafólk og það er því ekki amalegur afraksturinn í Listakróknum góða.

Fundarboð

lindaUncategorized

249. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 5. nóvember 2009 kl. 9.00 fh.

Menningarkvöld á Gömlu-Borg

lindaFréttir

Í tilefni af Safnahelgi á Suðurlandi verður efnt til menningarkvölds á Gömlu-Borg í Grímsnesi föstudaginn 6. nóvember kl. 20: 30.  Menningarþríeykið:   Margrét, Ann-Helen og Skúli verða hvert með sitt innlegg.   Rammíslenskar veitingar á boðstólum:  kaffi, meðlæti og barinn opinn.

Upplýsingar um breytta sorphirðu

lindaFréttir

Mikil breyting varð á sorphirðu í sveitarfélaginu 1. október.  Meðal annars kemur blátunnan svokallaða til sögunnar.  Ávinningur af henni er umtalsverður og flokkun sorps er mikið framfaraspor.

lindaUncategorized

Undir flipanum skólastarfið hér að ofan má finna ýmis göng sem tengjast skólanum.  Þar er t.d. viðbragðsáætlun skólans vegna inflúensu, ný foreldrahandbók og fleira gagnlegt.  Við bendum líka á ljóð frá liðnum vetri þar sem nemendur sömdu ljóð um fugla.

lindaUncategorized

VIð fengum góða gesti í heimsókn á dögunum.

1. og 2. bekkur grunnskólans komu í heimsókn á dögunum. Það var ánægjuleg heimsókn og við þökkum kærlega fyrir komuna!

lindaUncategorized

Hitað leikdeig
2 bollar hveiti
1 bolli salt
2 bollar vatn
2 msk. matarolía
4 msk. cream of tartar
matarlitur
Blanda öllu saman og láta suðuna koma upp.
Hnoðað  og hugarflugið látið ráða!

Sviðaveislan góða í Miðengi

lindaFréttir

Þá er komið að hinni árlegu Sviðaveislu, en að þessu sinni verður einnig boðið upp á  saltkjöt.  Sviðaveislan er haldin 6. nóvember í Miðengi.

lindaUncategorized

Foreldrafundur Kátuborgar var haldinn 15. október 2009 kl. 20:00

í Leikskólanum Kátuborg

lindaUncategorized

Hann var að leika sér með Lego Dublo kubba og hann vildi leika með það sem aðrir voru búnir að byggja, en ekki byggja sjálfur.

Kvennablak á fimmtudögum

lindaTilkynningar og auglýsingar

Jæja stelpur á öllum aldri

Nú er tækifærið til þess að skemmta sér við spriklið!

Þú getur nefnilega komið í kvennablak í Íþróttamiðstöðinni Borg á fimmtudögum kl. 17:00 en þá hefst upphitun. Við erum síðan að til 18:30

Styrkur fyrir framhaldsskólanema

lindaUncategorized

Eins og undanfarin ár mun Grímsnes- og Grafningshreppur veita framhaldsskólanemun 16-20 ára þ.e. fyrir 8 fyrstu annir eftir grunnskóla styrk að upphæð kr. 30.000.